Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 63
DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 63 The Dark Knight stærsta mynd ársins. stendur undir væntingum og vel það. mælir með... n Tónleikar með mugison á nasa örn Elías guðmundsson eða Mugison eins og flestir þekkja hann heldur tónleika á Nasa á föstudagskvöldið. Mugison var með tónleika á Hróarskeldu í ár og sló allrækilega í gegn. Mugison er þekktur fyrir að halda uppi góðri stemningu með söng sínum og því má búast við svaka tónleikum þegar þessi frábæri listamaður stígur á svið. Miðaverð er aðeins þúsund krónur. n Bryndís JakoBsdóTTir í gamla Bænum í mývaTnssveiT. Bryndís jakobsdóttir er í tónleikaferð um ísland um þessar mundir og heldur tónleika í gamla bænum í Mýtvatnssveit. Platan hennar kom út fyrr á árinu og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og selst vel. lög dísu eins og hún er kölluð, anniversary og temptation, hafa hljómað á útvarpsstöðvum landsins og hefur slegið í gegn hjá landanum. Miðaverð á tónleikana er 1000 krónur. n dalTon á Frönskum dögum á FáskrúðsFirði Hljómsveitin dalton spilar á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. stuðboltarnir í dalton, þeir Böddi, danni, gunnar, Kiddi gallager og Haddi Már munu halda uppi góðri stemningu á Frönskum dögum eins og þeim einum er lagið. Því ekki að skella sér á ball á Frönskum dögum og finna stemninguna í bænum þegar hátíðin er haldin? n Hugsandi dans- TónlisT Mánaðarlegt klúbbakvöld á tunglinu þar sem koma fram landsþekktir plötusnúðar ásamt ýmsum dans- og raftónlistarmönnum. Á klúbbakvöldunum er aðeins eitt markmið og það er að miðla bestu og flottustu danstónlistinni í dag. skelltu þér í dansgallann og dansaðu frá þér allt vit. skemmt- unin hefst klukkan ellefu og stendur fram á morgun. nmærudagur á Húsavík stebbi og strákarnir hafa getið sér gott orð fyrir skemmtilegt prógramm. Þeir stebbi, jósi, addi, danni, raggi og unnsteinn verða á gamla Bauk á föstudagskvöldið. Mikil stemning myndast á dansgólf- inu þegar þeir félagar taka lög hljómsveita á borð við Þursaflokkinn, Queen og u2. n dJ rikki g á sólon léttur föstudagur á sólon. dj rikki g sér um að halda fólkinu á dansgólfinu. Erfitt er að sitja kyrr á meðan rikki er í búrinu. góð tónlist frá upphafi til enda. taktu vini þína með og myndið góðan danshóp á gólfinu. Þeir sem ekki eru mikið fyrir að dansa geta setið og horft á hina á fleygjandi sveiflu um gólfið. snyrtilegur klæðnað- ur á solon. n aTómsTöðin með úTgáFuTónleika á organ klukkan 23. atómstöðin heldur útgáfutónleika á Organ í kvöld. Nýverið gaf hún út diskinn Exile republic. atómstöðin er fjögurra manna rokkgrúppa. Bandið þykir hresst og fjörugt með góða sviðsframkomu sem skilar sér ávallt í rífandi stemningu. Það kostar aðeins fimm hundruð kall inn á tónleikana og því ættu allir rokkarar að láta sjá sig. n JeT Black Joe á 800Bar á selFossi jet Black joe er ein magnaðasta rokksveit íslandssögunnar með Pál rósinkrans og gunnar Bjarna í broddi fylkingar. í vor fyllti hljómsveitin laugardalshöllina og var gríðarleg stemning. að fara á tónleika með jet Black joe er mikil skemmtun, bæði fyrir þá sem finna sig á dansgólfinu og hina sem koma til að hlusta á tónlistina. Fyrstu 100 fá frían bjór og það kostar 2000 kr. inn. n BræðsluHáTíðin á BorgarFirði eysTri tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri er haldin í fjórða sinn í ár og hafa margar stórstjörnur komið fram á hátíðinni, þar má nefna Belle & sebastian og Megas og senuþjóf- ana. Á hátíðinni í ár koma fram frábærir tónlistarmenn, írska söngvaskáldið damien rice, Eivör Pálsdóttir og heimamaðurinn Magni Ásgeirsson. n euroBandið á Players Hin landsþekkta hljómsveit Eurobandið mun stíga á svið á Players á laugardags- kvöld. Þau Friðrik Ómar og regína Ósk eru þekkt fyrir það að trylla lýðinn á dansgólfinu og það verður engin breyting á því þetta kvöldið. að skella sér á ball með Eurobandinu er góð skemmtun og þú átt ekki eftir að sjá eftir því. n naPoleon á Hressó klukkan 23.00 Hljómsveitin Napoleon frá Kirkjubæjarklaustri spilar á Hressó í kvöld. Hljómsveitin er þessi týpíska sveitaballahljóm- sveit, spilar það sem fólk vill heyra hvort sem það er gamalt, nýtt, rólegt eða hresst. Fjörið hefst klukkan ellefu og lýkur hálf tvö. Eftir það mun dj hússins halda uppi stemningu langt fram á nótt. n Bermúda á HoFsósi Hljómsveitin Bermúda mun troða upp á Hofsósi á laugardagskvöldið. Bermúda hefur verið að spila síðustu fjögur ár en á síðustu tveimur árum hefur hún komið sterk inn sem ballhljómsveit ársins. Hljóm- sveitin spilar meðal annars diskótónlist, stevie Wonder og Beyoncé Knowles og því ættu allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. dragðu fram dansskóna og skelltu þér á ball. FösTudagur laugardagur HHHHH HHHHH HHHHH Hvaðeraðgerast mælir ekki með... Hellboy II: The Golden Army Myndin er leiðinleg á köflum, mjög löng- um köflum. Það sem þó rífur hana upp við og við er metnaðarfull hreyfimynda- gerð, förðun og brellur. Deception Handritið er almennt í fínu lagi en senni- lega of ótrúverðugt. Plottið þarf algjört hámark af rugli, tilviljunum og vand- ræðagangi til að geta gengið upp. Austurlandahraðlestin demantur í veitingaflóru reykjavíkur. Caruso góður matur og frábær og heimilisleg þjónusta. Mamma Mia! Á grensunni hvort myndin eigi að vera í þessum flokki. Hún er þó allra fínasta skemmtun fyrir þá sem eru mikið fyrir söngvamyndir. Hinir ættu að halda sig fjarri. HHHHH HHHHH HHHHH N ýt t í b íó THe dark knigHT leikstjórn: Christopher Nolan aðalhlutverk: Christian Bale, Heath ledger, Morgan Freeman, Michael Caine, gary Oldman, aaron Eckhart, Maggie gyllenhaal Handrit: jonathan Nolan, Christopher Nolan myndin sem allir hafa beðið eftir. Hún fær varla slæman dóm og gagnrýn- endur kalla mynd ársins. dv gaf henni 4,5 stjörnur af fimm. Batman eltist við mafíósa gotham-borgar og veitir nýjum glæpahrotta litla athygli þegar hann fær tækifæri til þess að ná þeim öllum í einu. Það reynast dýrkeypt mistök því Jókerinn er fantur sem ber að taka alvarlega. imdb: 9,5/10 rottentomatoes: 95/100% metacritic: 82/100 THe sTrangers leikstjórn: Bryan Bentino aðalhlutverk: liv tyler, scott speedman, gemma Ward, glenn Howerton, Kip Weeks, laura Margolis Handrit: Bryan Bentino Frumraun ungs leikstjóra sem margir í hrollvekjuheiminum binda mikla vonir við. Bryan Bentino skirfar bæði handrit og leikstýrir. myndin The strangers fjallar um par sem kemst í hann krapp- an. eftir að hafa verið í brúðkaupi fara þau í afskekkt sumarhús sitt. um miðja nótt er síðan barið að dyrum hjá þeim. ókunnugt fólk ryðst inn á heimili þeirra og parið þarf að berjast fyrir lífi sínu. Þau þurfa að gera hluti sem fólk á aðeins að þurfa að sjá í bíómyndum. imdb: 6,8/10 rottentomatoes: 41/100% metacritic: 47/100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.