Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 2
Í herferð Vodafone er lufsum sem líkjast íslenska fánanum sundur- klipptum flaggað óspart. Fyrirtæk- ið er nú rannsakað af lögreglunni á Akureyri vegna gruns um brot á fánalögum líkt og DV greindi frá fyrr í vikunni. Í fánalögum er skýrt kveðið á um að fánanum skuli engin óvirðing sýnd í orði eða verki, auk þess sem ýmis ákvæði önnur gilda um notk- un hans. Vodafone er þó langt því frá fyrsti aðilinn sem misstígur sig í meðferð fánans. Það þarf kannski ekki að koma mjög á óvart, enda eru fánalög og -reglur mjög í nákvæm- ari kantinum. Vanhelgaður á þjóðhátíðardaginn Ekki er lengra síðan en á þjóð- hátíðardaginn sjálfan sem lögregla þurfti að hafa afskipti af fánad- ólgum. Eins og margir muna eftir príluðu anarkistar upp á stjórnar- ráðið og drógu byltingarfána Jör- undar hundadagakonungs að húni ásamt þjóðfánanum við mikinn hrylling fánaunnnenda. Uppátækið var að anarkistanna sögn ætlað sem virðingarvottur við Jörund sem vildi færa valdið til al- mennings. Sjálfir töldu þeir þjóð- fánann án efa hafa vanhelgast við athæfið. Svo virðist sem 17. júní sé í miklu uppáhaldi hjá fánadólgum, því árið 2007 nýttu aðrir mótmælend- ur tækifærið og vanvirtu fánann. Þá strengdu meðlimir Saving Ice- land risavaxna eftirlíkingu íslenska fánans á vinnupalla við Þjóðleik- húsið í mótmælaskyni við álfram- leiðslu á landinu. Sá galli var hins vegar á fána mótmælendanna að hann uppfyllti hvorki lög um hlutföll þjóðfánans né merkingar. Á fánann höfðu ver- ið saumuð merki ýmissa álframleið- enda, en eins og allir ættu að vita mega aðeins merki tollgæslunnar og skjaldarmerkið prýða íslenskan fána. Forsetinn fánadólgur? Svo virðist sem enginn sé óhultur fyrir hinum langa armi fánalaganna. Sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, fékk skömm í hattinn frá Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra vegna þess sem hann kallaði „stílbrot“ við nýársávarp for- setans. Þá höfðu þau mistök átt sér stað að fáninn hékk við vinstri öxl forsetans er hann flutti ávarp sitt. Orðrétt sagði Björn á heimasíðu sinni: „Íslenski fáninn sómir sér vel í sal alþingis við hægri öxl þess, sem situr á forsetastóli þingsins og ræðumanns í salnum. Þarna er farið að reglum um stað fánans. ... Þegar forseti Íslands flytur þjóðinni nýárs- ávarp sitt úr sal Bessastaða, er ís- lenski fáninn hins vegar við vinstri öxl forsetans. Þetta er stílbrot.“ Afreksmenn og Jesú Kristur Fáninn hefur jafnframt ver- ið misnotaður í þágu listarinnar við misjafnan fögnuð þjóðarinnar. Rokksveitin Mínus lét gera nokkuð pönkaða boli með nafni sínu árið 2004. Það hefði ekki verið í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að á bolunum var mynd af Jesú Kristi krossfestum á krossi íslenska fánans. Bolirnir vöktu mikið umtal og ein- hverja hneykslan. Gárungar hafa stundum hent að því gaman hvað myndi gerast ef Ís- lendingur ynni alþjóðlegt íþróttamót. Erlendir íþróttamenn hafa það að sið að grípa þjóðfána sinn, veifa honum og láta öllum illum látum. Fáninn vill þá oft dragast eftir jörðinni í hama- ganginum. Íslenska fánann þarf hins vegar að brenna ef hann snertir jörð. Jón Arnar Magnússon tugþraut- arkappi fann líklegast bestu lausnina á þessu vandamáli og flaggaði henni á Ólympíuleikunum 1996. Hann lit- aði skegg sitt einfaldlega í fánalitun- um, reyndar við mismikla hrifningu tískuspekúlanta. Þetta helst föstudagur 25. júlí 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni DV greindi frá því á mánu- dag og þriðjudag að faðir og dóttir hans fengu að hittast í fyrsta skipti í tíu mánuði. Allan þann tíma hafði móð- ir stúlkunnar komið í veg fyrir að feðginin hittust. Móðirin neitaði að láta stúlkuna af hendi mánuð- um saman og valdi að greiða frekar dagsektir en að senda stúlkuna til dvalar hjá föður sínum eins og kveðið hafði verið upp úr með í dómi um forsjá og umgengnis- rétt. Fulltrúar sýslumanns og barnaverndarnefndar fóru með föðurnum til að tryggja að móðirin afhenti honum stúlkuna. Stúlkan og móðirin voru ekki heima þegar að var komið en fundust á heimili ömmu og afa stúlkunnar í móðurætt. Ekki kom til þess að lögregla yrði kölluð á staðinn eins og búist hafði verið við að gæti gerst. barnið sótt Stjörnurnar takaSt á F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins mánudagur 21. júlí 2008 dagblaðið vísir 131. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 StuðningSmenn Bjarkar BrugðuSt hart við þegar BuBBi morthenS Sagði að hann hefði frekar viljað Sjá Björk og Sigur róS halda tónleika um fátækt en umhverfiSvernd. Móðirin hundsar fjölda dómsúrskurða Hefur ekki séð dóttur sína í 10 mánuðiDóttirin sótt með lögregluvaldi í dag ÍBúar á kjalarneSi hafa fengið Sig fullSadda á ólykt frá SvÍna- og kjúklingaBúum. þeir Segja óBærilegt að vera úti við þegar úrgangurinn er Borinn á tún. fréttir Matarboðið Dregur Dilk á eftir Sér gróf Brot gegn umgengniSrétti föður Í Sex ár: LOgregLA SÆKIr BArNIÐ StærSta tapið í áratugi Skagamenn töpuðu 6–1 fyrir Blikum Sem tættu Skagavörnina Í Sig. Ía hefur aldrei tapað með meiri mun Í efStu deild og aðeinS tviSvar með fimm marka mun. það gerðiSt SÍðaSt árið 1976 og þar áður árið 1966 þegar Skagamenn féllu Ífyrra Skiptið Í Sögu Sinni úr efStu deild. Sport fréttir jón magnúSSon þingmaður furðar Sig á þvÍ að ólafur ragnar grÍmSSon forSeti hafi farið út að Borða með mörthu Stewart, dæmdri konu. kúgaSt ákjalarneSi fréttir Nýi Íslandsvinurinn Martha Stewart var meðal gesta í matarboði á Bessastöðum síðasta laugardag. Þar voru ásamt forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff, nokkrir af helstu auðmönnum þjóðarinnar. Martha ferðaðist mikið um land- ið þá daga sem hún var hérna og voru forsetahjónin þá stundum í för með henni, Martha og Dorrit eru vinkonur til margra ára. Þegar Martha kom hingað síðasta föstu- dag kom hún sér fyrir í forseta- bústaðnum á Laufásvegi í Reykja- vík. Hún fór líka á Bessastaði og hitti þar forsetann og kynnti sér aðstæður áður en þau fóru í mat á Stokkseyri. Þegar Martha fór voru forsetahjónin samferða henni enda öll á leið til New York. Matarboð á bessastöðuM BiLARf i m m t u d a g u r 2 4 . j ú l í 2 0 0 8umsjón: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Bílaframleiðand inn Lotus frum - sýndi nýjan bíl á bílasýningun ni í London sem hó fst á mánudag. Þ etta er fyrsti nýi bíll inn frá Lotus fr á því árið 1995 eða í ein 13 ár en bíl linn kallast Lotus Ea gle. Hann er væ nt- anlegur á marka ð vorið 2009 og um 2000 bílar verð a framleiddir. E ag- le er með 3,5 lít ra V6-vél sem e r ein 277 hestöfl. Forsvarsmenn Lotus hafa hald - ið því fram að h inn fislétti Eagle hafi náð betri tíma í Nürnberg-hrin gn- um en Elise-bíll inn er frá þeim. Nýr Lotus frumsýndur í Lond on Bílasýningin í Lo ndon BMW umhverfisv ænstur lúxusbíla Fisker í Finnland i Lifir Camaro? F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sins RúnaR BjaRki RíkhaRðsson, sem vaR dæmduR til 18 á Ra fangels- isvistaR fyRiR hRottafengið moRð og nauðgun, lyft i 291 kílói í kRaftlyftingum á kvíaBRyggju. hann hefuR n otað tímann í fangelsi til að Byggja upp líkama sinn. ho num hefuR veRið lýst sem hættulegasta fanga landsins . fimmtudagur 24. júlí 2008 dagbla ðið vísir 134. tbl. – 98. árg. – verð k r. 295 forsetinn bauð i veislu Kraftlyftingar á Kvíabryggju auðmenn hafa hin síðaRi áR sótt í jaRðiR Bænda, meiRa að segja foRmaðuR Bænda- samtakanna fékk ekki fRið. vildu Kaupa jörð bændaformanns íslandsheimsókn sjónvaRpsstjöRnunnaR möRthu stewaRt: matarboð á bessastöðum fyrir mörthu stew - art og nokkra helstu auðmenn þjóðarinnar martha dvaldi í forsetabú- staðnum á laufásvegi fór í útsýnisflug með einka- þotu og heillaðist af jöklunum forsetahjónin fóru til new york með mörthu al lt um HE im sÓ Kn mö rt Hu st EW ar t fréttir fréttir engaR sættiR hafa náðst í kjaRa- deilu slökkviliðsmanna á kefla- víkuRflugvelli. flugvölluRinn gæti lokast um næstu mánaða- mót ef ekki semst. Óvissa um flugið fréttir bílar 2 Upphaflegi gæsluvarð- haldsúrskurðurinn yfir Þorsteini Kragh, sem grunaður er um aðild að einu stærsta fíkni- efnasmyglmáli Íslands- sögunnar, rann út á miðviku- dag. Ekki kom þó til þess að honum yrði sleppt úr haldi því héraðsdómari framlengdi gæsluvarðhaldið. Sömu sögu er að segja af Hollendingi sem var tekinn með fíkniefnin við komuna hingað til lands. Hestahvíslarinn Monty Rob- erts, sem varð heimsfrægur í kvikmynd þar sem Robert Redford fór með hlutverk hans, vill fyrir alla muni að Þorsteinn losni úr gæsluvarð- haldi. Hann skilur ekkert í því að menn fái ekki lausn úr haldi gegn tryggingu. Sýning hestahvíslarans er í uppnámi vegna gæsluvarðhalds Þorsteins, sem er umboðsmaður hans. kragh áfraM í fangelsi F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins Vodafone hefur Verið sakað um að brjóta fánalög með nýjum auglýsingum. talsmenn fyrirtækisins segja ekki um þjóðfánann að ræða heldur lufsur sem líkist honum. miðvikudagur 23. júlí 2008 dagblaðið vísir 133. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 vill frelsa kragh fréttirlögreglan rannsakar vodafone fréttir hestahvíslari Þorsteinn kragh og Hol-lendingurinn fyrir dóm gæsluvarðhald hans og Hollendingsins rennur út Hestahvíslarinn frægi, Monty roberts, er hissa á íslensku réttarkerfi stórsöngVarinn björgVin halldórs- son ætlar að breyta Verulega um stíl á nýrri sólóplötu sinni. Björgvinkemur á óvart fólk bjálkahúsið sem guðmundur jónsson, fyrrVer- andi forstöðumaður í byrginu, byggði sér er komið á sölulista. sölumaðurinn telur ekki að orðspor guðmundar hindri söluna. spron selur BjálkaHús guðMundar í Byrginu „eins hallærislega og það hljómar Vildi ég einfaldlega hjálpa ríkinu,“ segir tryggVi þór herbertsson sem lækkar í launum Við að gerast efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. lækkarí launuM fréttir 3 Fjórðu atrennu Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara ÍA lauk í upphafi vikunn- ar þegar honum var sagt upp störfum eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki. Erfitt gengi í öllum mótum í sumar varð banabiti hans. Í stað Guðjóns voru tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir ráðnir þjálfarar liðsins. Þeirra bíður það verkefni að bjarga ÍA frá falli. Takist það verður þetta í annað skipti sem bræðurnir bjarga ÍA frá falli. Þeir tóku við stjórn liðsins árið 2006 þegar Ólafur Þórðarson var rek- inn vegna slaks gengis liðsins. tvíburarnir snúa aftur Þriðjudagur 22. júlí 2008 17 Sport Heiðursmannasamkomulag Hjá Ía o g FH arnar og Bjarki gunnlaugssynir sem taka við liði ía af guðjó ni Þórðarsyni munu hvorki leika með né stýra liðinu í næsta leik. Næsti l eikur er einmitt gegn FH sem tvíburarnir leika núna með og hafa liðin gert heiðursmannasam- komulag sín á milli um að arnar og Bjarki sta rfi ekki með ía í þeim leik. Fyrri leik liðanna á leiktíðinni lauk með 2-0 si gri FH í Kaplakrika. Ekki er óalgengt að gera slíkt heiðursmannasamkom ulag og stendur nær allt- af. Það er að undanskildu máli Valsmanna og Framara um danann Bo Henriksson sem allt varð vitlaust út af þegar Valsmenn sögðu Framara hafa brotið samkomulag er hann lék með Fr am gegn Val. Bjargar Bjarki Ía Í þriðja sinn? Takist t víburunum arnari og Bjarka gunnlaugssonu m að bjarga ía úr þeim hremmingum sem liðið er komið í verður það í þriðja skiptið sem Bja rki bjargar ía. Þeir tvíburar björguðu liðinu 2006 þegar þeir tóku við ía á miðju tímabili. Þá ly ftu þeir Skaganum úr fallsæti upp í það sjötta á aðein s hálfu móti og þótti ía leika einstaklega ske mmti- legan bolta undir þeirra stjórn. Bjarki kom ei nnig til ía 2002 þegar liðið lék sem ríkjandi ís lands- meistari. Þá hafði liðið ekki unnið sigur í fimm fyrstu leikjunum en með Bjarka í fararbrodd i breyttist leikur liðsins og segja stuðningsme nn ía að hann hafi hreinlega bjargað þeim fr á falli. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR Pálmi kominn til staBæk Pálmi rafn Pálmason sem seldur var frá Val til Stabæk stóðst lækn- isskoðun hjá norska úrvalsdeild- arliðinu í gær. Hann er því formlega orð- inn leikmað- ur liðsins og getur leikið með því þegar félagaskipta- glugginn opn- ast í Noregi 1. ágúst. Á heimasíðu Stabæk segir að Pálmi komi til íslands aftur í dag en hefji æfingar með félaginu á föstudag- inn. „Við erum mjög ánægðir að fá Pálma til okkar. Hann er ungur með mikla hlaupagetu, líkamlega sterkur og hefur góða sendinga- getu,“ segir lars Bohinen yfirmað- ur knattspyrnumála hjá Stabæk á heimasíðu félagsins. Hk og Ía Fá viðvaranir landsbankadeildarliðin HK og ía munu fá viðvaranir frá KSí vegna ráðninga nýrra þjálfara. Hvorki rúnar Páll Sigmundsson sem HK réði út tímabilið né arnar og Bjarki gunn- laugssynir sem taka við ía hafa nægilega menntun til að þjálfa í efstu deild. Félögin fá viðvörun frá KSí en verður ekki meinað að ráða þjálfar- ana. Þeir geta hins vegar ekki hafið störf á næsta tímabili verði þeir ekki komnir með tilskilin réttindi. BjarnólFur ræðir við ÍBv Fréttamiðillinn eyjar.net greinir frá því að 1. deildar lið íBV sé í viðræð- um við Bjarnólf lárusson. Bjarnólf- ur sem hefur leikið með Kr síðustu ár er hættur að æfa með liðinu en er samningsbundinn því út 2009. Heimir Hallgrímsson staðfestir að íBV hafi rætt við Bjarnólf um að koma til íBV en hann er uppalinn Eyjapeyi og lék með liðinu um árabil. „Bjarnólfur er einn af þeim sem við höfum rætt við og vonandi gengur það eftir. Bjarnólfur yrði mikill styrkur fyrir liðið og myndi hjálpa mikið til í erfiðum leikjum eins og í kvöld,“ segir Heimir Hall- grímsson við eyjar.net. HaFdÍs stökk yFir 6 metra Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ stökk 6,02 metra í langstökki á héraðs- leikum HSÞ um helgina. Meðvind- urinn var þó of mikill til að fá ár- angurinn staðfestan en hann var 3,8 m/s en má vera mest 2 m/s. Þá stökk Þorsteinn ingvarsson úr HSÞ 7 metra slétta og Berglind Kristj- ánsdóttir lyfti sér yfir 1,65 metra í hástökki. alls tóku 164 keppendur frá 15 félögum þátt á mótinu. „Það gerðist bara í morgun [gær- morgun] þegar Gaui var rekinn að formlega var haft samband,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson við DV í gær en hann ásamt tvíburabróður sín- um Arnari yfirgaf FH og tók við liði ÍA eftir brotthvarf Guðjóns Þórðar- sonar. „Án þess að segja nákvæm- lega hversu langur aðdragandinn er hefur þetta verið að gerjast svona smátt og smátt. Það var ekki fyrr en nú að þetta var stað- fest. Fyrir það voru þetta bara nafnlausar hringing- ar ef þú skilur hvað ég á við,“ sagði Bjarki og hló. Þeir bræður hugsuðu sig ekki tvisvar um áður en þeir tóku við starfinu. „Þetta er klárlega nokkuð sem við höfð- um áhuga á. Maður vonar auð- vitað aldrei að einhver verði rek- inn og sérstaklega ekki Gaui. Hann átti náttúrlega stóran þátt í okkar ferli þegar við vorum ungir. Hann veit það samt manna best að þegar illa gengur er auðveldara að skipta út þjálfara en 20 leikmönnum. Fyrst hann var að fara vorum við meira en til í starfið,“ sagði Bjarki sem kann vel að meta þátt FH í málinu. „FH hefur sýnt okkur þvílíkan drengskap og hversu öflugur klúbb- ur það er. Það er ekkert sjálfgefið að menn fái að sleppa svona og ég tala nú ekki um að næsti leikur er gegn þeim. Þetta er mjög höfðinglegt af þeim og við kunnum vel að meta þetta,“ sagði Bjarki. Hefð fyrir sóknarbolta Blaðamanni var minnisstætt sjónvarps- sviðtal eftir lokal- eik ÍA gegn Víkingi 2006. Þar var orðið nokkuð ljóst að Guðjón Þórð- arson myndi taka við lið- inu og tví- burarn- ir fengju því ekki að halda sínu góða starfi áfram en þeir höfðu bjargað lið- inu frá falli. Arnari og Bjarka var mik- ið niðri fyrir í við- talinu og augljóst á þeim að þetta væri nokkuð sem skipti þá miklu máli. „Skag- inn er okkar klúbb- ur og við höf- um alltaf haft miklar taugar til ÍA. Okkur fannst við hafa unnið gott starf þeg- ar við vorum með liðið þá,“ sagði Bjarki en sóknarfótbolti einkenndi liðið þá og sú heimspeki verður aftur í fyrirrúmi. „Okkur hefur allt- af fundist Skaginn eiga að leika sóknarbolta og það á ættir sínar að rekja alveg frá því félagið kom fyrst inn í deildarkeppn- ina. Þegar liðið vann sinn fyrsta tit- il 1951 var sókn- arbolti spilaður og menn höfðu aldrei séð annað eins. Þetta hefur fylgt okkur alla tíð og hefðin á Akra- nesi er sú að það eigi að vera leikinn sóknarbolti,“ sagði Bjarki sem ætlar nú ekki að gleyma vörninni. „Við ætlum samt ekkert að spila einhvern „Kami-kazi“- fótbolta með engan í vörn og alla frammi,“ sagði Bjarki og hló. „Þetta er líka það sem fólk vill sjá. Stuðningsmenn eru kannski aðeins fljótari að fyrirgefa einstaka tap ef það er spilaður fallegur fót- bolti,“ sagði Bjarki. leikmenn hafa fullt traust ÍA missti engan leikmann frá lið- inu í fyrra sem kom öllum að óvör- um og endaði í þriða sæti deildar- innar. Heldur var bætt í með komu Stefáns Þórðarsonar og hlakkar Bjarki til þess að fara vinna með þennan hóp. „Það gerir okkar starf auðveldara en ella að í þessu liði er klárlega fótboltaleg geta. Það væri helvíti erfitt að mæta á fyrstu æfingu og þurfa að kenna öllum að sparka í bolta,“ sagði Bjarki hlæjandi. „Þetta er nánast sami hópurinn og í fyrra fyrir utan að Stefán kom til liðs- ins þannig að lið- ið hefur margt til brunns að vera. Sjálfstraustið er hins vegar ekki mikið hjá liðinu og það hefur mikið að segja í fótbolta. Sjálfstraustsleys- ið endurspeglast í leikjunum því menn eru hræddir við að fá bolt- ann og hræddir um að gera mistök. Þetta eru helstu hlutirnir sem við þurfum að laga,“ sagði Bjarki sem sagði þá bræður leggja mikið upp úr trausti við þjálfunina. „Þeir leikmenn sem eru inn á vellinum hafa traust þjálfarans og eiga ekki að vera hræddir við að gera mistök. Okkur sjálfum leið allt- af best þannig og við sjáum enga ástæðu til að breyta því þegar við erum orðnir þjálfarar. Menn hafa 100% traust þeg- ar þeir leika fyrir okk- ur,“ sagði Bjarki við DV að lokum en hann var á leiðinni á sína fyrstu æfingu í gær- kvöldi þegar DV ræddi við hann. tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is SÓKNARBOLTINN arnar Bjarki gunnlaugssynir ólafi þórðarsyni Farinn guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með ía í fyrra en hefur verið leystur frá störfum. Betri tímar? arnar og Bjarki vonast til að kveikja sama neista og þeir kveiktu 2006. þjálfa nú drenginn Tvíburarnir hætta nú að leika gegn ía og þjálfa nú meðal annars hinn bráðefnilega Björn Bergmann Sigurðsson. ENDURVAKINN 4 Símafyrirtækið Vodafone olli usla með nýjustu aug- lýsingaherferð sinni. Þar er lufsum sem líkjast íslenska fánanum sundurklipptum flaggað óspart. Vodafone er þó langt því frá fyrsti aðilinn sem hrasar um fánalögin, en meðal annarra sem hafa mis- stigið sig eru mótmælendur, anarkistar, rokkhljómsveitir og jafn- vel forseti lýðveldisins. hitt málið Hinn langi armur fánalaganna hAFsteinn gunnAr hAuKsson blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.