Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 10
Á síðustu 19 mánuðum hafa 37 manns dvalið í gestahúsi forseta Íslands við Laufásveg 74. Martha Stewart dvaldi þar nýlega, ásamt fríðu fjögurra manna föruneyti. DV óskaði eftir upplýsingum um kostn- að af þeirri dvöl. Hann nam 45 þús- und krónum vegna matarkaupa. DV óskaði einnig eftir lista yfir þá gesti sem gist hafa í bústaðnum frá 1. jan- úar 2007. Í bústaðnum er lítil kjall- araíbúð auk stærri íbúðar en þær eru báðar á forræði embættisins. Ævisöguritari forseta meðal gesta Á listanum má finna nöfn tig- inna gesta, merkra fræðimanna og listamanna. Flestir gestanna eru er- lendir en einnig er þar að finna þrjá Íslendinga; Helga Tómasson, stjórn- anda San Francisco-ballettsins, Jón Marvin Jónsson, ræðismann Íslands í Seattle, og Guðjón Friðriksson sagnfræðing en hann hefur í tvígang dvalið um skemmri tíma í kjallaran- um. Eins og kunnugt er vinnur Guð- jón nú að samtímasögu um Ólaf Ragnar Grímsson. Guðjón hefur að mestu dvalið í Kaupmannahöfn undanfarna mánuði. Í svari forseta- embættisins kemur fram að sumir þeirra gesta sem dvelja í gestahúsi forseta á Laufásvegi staldra mjög stutt við, flestir aðeins í fáeina daga. Þúsundir opinberra gesta árlega DV bað einnig um lista yfir opin- bera gesti forseta Íslands á árinu. Í svari embættisins kemur fram að gestir forseta skipta þúsundum ár hvert. Langflestir séu Íslend- ingar en einnig komi hundruð erlendra gesta til Bessastaða árlega. Forsetinn tek- ur á móti 30 til 40 erlendum sendi- herrum og fjölmörgum alþjóðlegum og íslenskum sendinefndum sem ýmist halda vinnufundi eða funda yfir hádegisverði. Nýlega hafa menn eins og forseti Palestínu, orkumála- ráðherra Tyrklands, sendinefnd- ir frá Katar, Abu Dhabi og Kína sótt forsetann heim. Þá hefur Al Gore komið ásamt fylgdarliði svo fátt eitt sé nefnt úr svarbréfi forsetaembætt- isins. Þing evrópskra veðurfræðinga Þar kemur einnig fram að til Bessastaða komi fólk af ólíku tilefni, ýmist vegna menningarviðburða, heimsókna erlendra gesta, afhend- ingar á verðlaunum eða viðurkenn- ingum eða í tengslum við alþjóðleg- ar eða innlendar ráðstefnur. Sem dæmi um nýlegar móttökur forseta Íslands í tengslum við ráðstefn- ur má nefna þing Evrópusamtaka MS-sjúklinga, þing evrópskra veð- urfræðinga, stjórnarfund alþjóða- samtaka kvenna í atvinnurekstri og kvöldverð í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um skipalestir í síðari heimsstyrjöldinni. Skrítið að forsetaembættið reki hótel DV leitaði álits Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á þessu fyrirkomulagi forsetaemb- ættisins. Hann segir rétt að velta því fyrir sér hversu miklum fjármun- um eigi að verja í að hýsa gesti for- setans. „Mér finnst mjög skrítið að forsetaembættið skuli reka eins konar hótel. Ég held að ís- lensk hótel séu fullfær um að sinna gestum sem til lands- ins koma,“ segir hann. Pét- ur lagði haustið 2004 fram frumvarp um að emb- ætti forseta Íslands yrði lagt niður. „Ég er almennt hlynntur hóf- semi og sparn- aði og tel að Íslending- ar gætu vel komist af án embætt- is- ins. Ég er sann- færður um að forseti Alþingis geti sinnt nauð- synlegri gesta- móttöku fyrir hönd þjóð- arinnar.“ föstudagur 1. ágúst 200810 Fréttir DV BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Þrjátíu og sjö manns hafa frá því 1. janúar í fyrra dvalið í forsetabústaðnum við Laufásveg 74. Flestir þeirra eru erlendir fræði- eða athafnamenn en nokkrir Íslendingar hafa þar einnig hallað höfði. Þeir eru Helgi Tóm- asson, stjórnandi San Francisco-ballettsins, Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Íslands í Seattle, og sagnfræð- ingurinn Guðjón Friðriksson. Pétur H. Blöndal þingmaður segir að íslensk hótel séu fullfær um að sinna þeim gestum sem til landsins koma. Gestir þjóðarinnar „Ég er sannfærður um að forseti Alþingis geti sinnt nauðsynlegri gestamóttöku fyrir hönd þjóðarinnar.“ Forsetabústaðurinn við Laufásveg Þar hafa 37 manns dvalið í boði forseta undanfarna 19 mánuði. Judith A. Resnik geimfari og lagapróf- essor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum er á meðal nýlegra gesta. Rajendra Kumar Pachauri Nóbelsverð- launahafi og formaður Loftslagsnefndar sameinuðu þjóðanna dvaldi við Laufásveg. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa dvöldu í forsetabústaðnum á meðan á dvöl þeirra stóð á vordögum. Pétur Blöndal þingmaður Lagði til að embætti forseta Íslands yrði lagt niður. Þau gistu í forsetabústaðnum - frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag n friðrik krónprins danmerkur og Mary krónprinsessa ásamt fjögurra manna fylgdarliði. n dr. rajendra Kumar Pachauri, nóbelsverðlaunahafi og formaður Loftslags- nefndar sameinuðu þjóðanna. n Poju Zabludowicz, finnskur athafnamaður og safnari nútímalistar. n Helgi tómasson, stjórnandi san francisco-ballettsins. n Martha Bárcena, sendiherra Mexíkó á Íslandi. n Mary Lader, bandarísk blaðakona. n rony Horn, listakona og höfundur Vatnasafnsins í stykkishólmi. n darko Horvat og eiginkona hans. Horvat er slóvenskur athafnamaður og var í kynnisferð vegna jarðhitanýtingar. n Henry silverman og eiginkona hans. silverman er bandarískur athafnamað- ur og áhugamaður um nýtingu jarðhita og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. n Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Íslands í seattle (tvisvar). n Judith resnik, lagaprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, Maud de Boer Buquicchio, annar framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, og Leyla Kayacik, ráðgjafi við skrifstofu aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Þær komu hingað á vegum tengslanets kvenna á Bifröst sem skipulagt er af Herdísi Þorgeirsdótt- ur prófessor. n James Lingwood, forstöðumaður myndlistarstofnunarinnar art angels og þátttakandi í myndlistarviðburðum á Íslandi. n Edward schulak, arkitekt. Í heimsókn til að kynna sér uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. n Mike Herzog og eiginkona hans. Herzog er sérfræðingur í alþjóðamálum og síðar ráðuneytisstjóri varnarmálaráðuneytis Ísraels. n Chris og Eric stefanssynir frá Winnipeg, forystumenn í samfélagi Íslendinga í Vesturheimi (tvisvar). n guðjón friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur (tvisvar). n Lucien og dita Bronicki; stofnendur og stjórnendur Ormat, eins helsta jarðhitafyrirtækis í veröldinni. n david atjay arkitekt og unnusta hans. atjay er einn af þekktari arkitektum af yngri kynslóð á Vesturlöndum. n Mark shriro og eiginkona hans. shriro er kanadískur athafnamaður með aðsetur í Evrópu. n Martha stewart og fjögurra manna fylgdarlið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.