Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 14
föstudagur 1. ágúst 200814 Helgarblað DV Ríflega fimmtugur karlmaður bú- settur í Kópavogi var á fimmtudag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyr- ir ítrekuð kynferðisbrot gegn barn- ungum dætrum sínum, stjúpdóttur og vinkonum þeirra. Yngstu stúlk- urnar eru fæddar árið 1998. Einni þeirra braut hann gegn þegar hún var fjögurra ára. Ákæran gegn manninum bygg- ist á brotum gegn sex stúlkum, auk vörslu á klámfengnum tölvumynd- um af stúlkunum. Hann var sak- felldur fyrir alla liði ákærunnar, þar á meðal fyrir að hafa mök við stjúp- dóttur sína, fædda árið 1994, all- oft frá því hún var átta ára gömul. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa iðulega gengið um nakinn í viður- vist stúlknanna og haft þær með sér í nektarnýlendur á Spáni og í Króa- tíu. Hann kveðst vera svokallaður „naturisti“ og segir þessa hegðun eðlilega í slíkum félagsskap. Vægur dómur „Mér finnst þetta fáránlega væg- ur dómur,“ segir Sigríður Björns- dóttir, framkvæmdastjóri samtak- anna Blátt áfram sem berjast gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Svona dómar valda því að að- standendur leggja það síður á börn sín að fara með þau í gegnum rétt- arkerfið, jafnvel þótt þau hafi ver- ið misnotuð árum saman af feðr- um sínum eða öðrum nákomnum,“ bætir hún við. Sigríður segir nauðsynlegt að refsa kynferðisbrotamönnum og vonar að lögmenn og dómarar átti sig á þeim áhrifum sem brotin hafa á fórnarlömbin. „Þessar stúlkur eiga eftir að eiga erfitt og þurfa allar á aðstoð fagmanna að halda. Þær þurfa félagslega aðstoð, sálræna og jafnvel læknisfræðilega. Kostn- aðurinn er miklu meiri en þessar örfáu milljónir sem þær fá í miska- bætur,“ segir Sigríður. Ekkert aðhafst Þegar lögreglurannsókn málins hófst í vor bárust lögreglu margvís- legar ábendingar um brot manns- ins. Maðurinn var ekki sakfelldur vegna allra ábendinganna, enda voru sum brotin fyrnd. Maðurinn var handtekinn og úrkurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl síðastlið- inn. Engu að síður bárust barna- verndarnefnd Reykjavíkur ábend- ingar um slæman aðbúnað barna á heimili mannsins, þegar árið 2004. Starfsmaður grunnskóla sem dætur mannsins sóttu staðfesti í samtali við DV að grunur hefði vaknað um að maðurinn misnotaði börn. Engu að síður hefði ekki verið samstaða um það meðal starfsfólks skólans að aðvara barnaverndar- yfirvöld. Sjálfur hafði maðurinn brugðið á það ráð að flytja dætur sínar ört á milli skóla og sveitarfé- laga, til þess að starfsfólki grunaði síður að hann níddist á dætrum sín- um. Barnaverndaryfirvöldum tóku að berast ábendingar um hegðun mannsins árið 2006. Ekkert var að- hafst og málið „útskrifað“, eins og það er orðað í dómnum. Heilsu- gæslan í Grafarvogi sendi svo bréf til barnaverndaryfirvalda vegna einnar stúlkunnar. Þá hófst rann- sókn málsins. Mök við stjúpdóttur Héraðsdómararnir Þorgeir Ingi Njálsson, Arnfríður Einarsdótt- ir og Finnbogi Alexandersson taka sérstaklega til þess að alvarlegustu brot mannsins liggi í kynferðis- mökum við stjúpdóttur sína í fjöl- mörg skipti á sex ára tímabili. Stúlkan bar vitni og greindi skýrt frá því að maðurinn hefði gert við sig „eins og foreldrar gera, svona ríða“ eins og hún orðaði það. Hún sagði að skiptin væru mjög mörg og hún hefði verið mjög lítil þegar fyrstu skiptin áttu sér stað. Hann hefði þá haldið sér ofan á henni og hreyft sig til og frá. Hún sagðist aldrei hafa talið hve oft þetta hefði gerst. Henni hefði liðið illa eftir á og að hana hafi langað til þess að „þurrka þetta allt af eins og þetta hefði aldrei gerst“. Kvensjúkdómalæknir skoðaði stúlkuna og fann ummerki eftir áverka á kynfærum sem gætu staf- að af framferði mannsins. Aldrei tókst þó að sanna með óyggjandi hætti að samræði hefði átt sér stað. Athæfi skilgreint sem „önnur kyn- ferðismök“ telst þó fullsannað. Neitar að bera ábyrgð Í fyrstu neitaði maðurinn að hafa haft mök við stjúpdóttur sína. Þegar vitnisburður stúlkunnar lá fyrir játaði hann loks að um mök hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa átt mök við stjúpdóttur sína „þrisvar sinnum eða eitthvað svo- leiðis“, fyrst árið 2004 þegar stúlkan var sjö ára gömul. „Svo hafa í tvö önnur skipti ver- ið þannig einu sinni í okkar rúmi og í annað skipti núna á síðasta ári í hennar rúmi að hún hefur lagst ofan á mig, farið úr nærbuxunum og lagst ofan á mig og gert þá, þá hefur hún gert einhverjar kynferðis- legar hreyfingar en ég hef ekki, hún hefur ekki leyft mér að gera neitt og ég hef engan áhuga á því,“ sagði maðurinn við skýrslutöku. Hann heldur því fram að þessar athafnir hafi verið að frumkvæði stúlkunn- ar og segir að í raun hafi verið rangt af sér að leyfa henni þetta. Maður- inn sagðist ekki getað ímyndað sér að áverkar á kynfærum stúlkunnar væru af hans völdum. Ástúð og grín Í öðrum liðum er maðurinn meðal annars sakfelldur fyrir að hafa káfað á rassi og kynfærum bæði eigin dætra og vinkvenna þeirra, þrátt fyrir að þær hafi gef- ið honum til kynna að þetta þætti þeim óþægilegt. „Sko, mér finnst það mjög óþægilegt, þarna þegar ég er að labba um eldhúsið og svo fer ég í ísskápinn og borðið og allt þannig, en stundum kemur hann hérna og slær mig í rassinn,“ sagði yngsta dóttir mannsins í skýrslu- töku. „Hann er að misbjóða þeim strax þarna. Þær hafa ekkert val ef þær búa inni á heimili hjá þess- um manni. Þær hefðu kannski get- að lokað sig af ef þær hefðu verið nægilega gamlar en það er ekkert þægilegt að horfa á nakinn fullorð- inn karlmann allan daginn, ég tala nú ekki um ef hann er búinn að vera að misbjóða þeim,“ segir Sig- ríður Björnsdóttir. Einnig er sýnt fram á að maður- inn hafi margoft klætt stúlkurnar úr nærfötum á meðan þær sváfu og ýmist skoðað eða káfað á kynfær- um þeirra. Maðurinn er jafnframt sakfelldur fyrir að fróa sér í viður- vist þriggja stúlknanna. Maðurinn heldur því fram að hann hafi aðeins klætt stúlkurn- ar úr nærfötum vegna þess að þær hafi pissað undir. Eftir á að hyggja hafi það verið rangt. Hann hafi átt að biðja þær að gera það sjálfar. Um káf á rassi og kynfærum sagði maðurinn: „Það getur líka verið að ég hafi svona bara í ástúð minni og bara til þess að svona af því bara til þess að grínast snert rassinn þeg- VARPAR ÁBYRGÐ Á BÖRNIN Rúmlega fimmtugur kennari var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað haft mök við stjúpdóttur sína barnunga, ásamt því að hafa beitt eig- in dætur og vinkonur þeirra margvíslegu kynferðisofbeldi um árabil. Fyrir dómara reyndi maðurinn að varpa ábyrgðinni á börnin. Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram segir dóminn vera fáránlega vægan. „Svona dómar valda því að aðstandend- ur leggja það síður á börn sín að fara með þau í gegnum réttar- kerfið.“ Erla HlyNSdóttir og Sigtryggur ari jóHaNNSSoN blaðamenn skrifa erla@dv.is og sigtryggur@dv.is greiðir fjársekt eða fer í fangelsi sonur Hermanns Gunnarssonar, Hendrik Björn He rmannsson, er HverGi BanGinn þrátt fyrir að Hafa verið dæmdur til að Greiða rúmar 77 milljónir í fjársekt fyrir svik á vörslu- sköttum. standi Hann ekki í skilum við ríkissjóð þa rf Hann að sitja 10 mánuði í fanGelsi. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 6. maÍ 2008 dagblað ið vÍsir 81. tbl. – 98. árg. – verð kr. 29 5 besta rannsóknarblaðamennska ár sins Háskólakennari sakaður um kynferðisBrot GeGn eiG in Börnum: TALINN HAFA SVÍVIRT FIMM BÖRN dv.is Sýktir kettir >> Kolbrún Jónsdóttir kattaræktandi vill að eftirlit með einangrunarstöðv- um fyrir dýr sé hert af hálfu ríkisins. Tveir persneskir kettir sem hún flutti til landsins komu mjög illa farnir úr einangrun. Annan þurfti að aflífa vegna smitandi sveppasýkingar en hinn fór í aðgerð á auga vegna alvarlegrar sýkingar sem ekki var hirt um. sérstaklega gróf kynferðisbrot Meint brot stóðu í 15 ár Manninum vikið úr starfi skiPUlagðUrníðingUr LÖGREGLU GRUNAR AÐ AUSTURRÍSKI FJÖLSKYLDUN ÍÐINGURINN JOSEF FRITZL HAFI ÞAULSKIPULAGT M ISNOTKUN OG PRÍSUND DÓTTUR SINNAR FYRIR ÞRE MUR ÁRATUGUM. fréttir MeintUr ölvUnar- akstUr kærðUr til lögreglU fréttir Besti Bjór landsinsF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsfimmtud agur 17. júlí 2008 dagblaðið vísir 129. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 bRAGÐGÆÐING- AR DV KOMUST AÐ NIÐURSTÖÐU UM HVER ER bESTI ÍS- LENSKI bJÓRINN. bOrnin A nektAr nYlendur alveg óþarfur fjölmiðladans JÓN ÓLAfSSON SEGIST SAKLAUS OG TELUR Of MIKIÐ GERT úR SÍNUM SKATTAMáLUM Í fJÖLMIÐLADANSI. fréttir lýsir trúnaðar- Broti prófessors MATTHÍAS JOHANNESSEN SEGIR STEfáN ÓLAfSSON HAfA SAGT SéR fRá SKOÐANAKÖNNUN UM fyLGI DAVÍÐS ODDS- SONAR fyRIR fORSETAKOSNINGAR 1996. ALGJÖR TRúNAÐUR áTTI AÐ RÍKJA UM KÖNNUNINA. Ákæran í heild fósturdóttir dóttir dóttir vinkona dætra vinko na dæ tra 11 ára 12 ára Brotið gegn henni frá 2002 til 2008. vinkona dætra 9 ára Brotið gegn henni frá 2004 til 2008. 10 ára Brotið gegn henni 2007. 11 ára nauðgun og kynferðisbrot gegn sjö stúlku m háskólakennarinn krafinn um fjórtán mill jónir meint brot í danmörku, á íslandi, spáni og í króatíu „held að réttlætið nái fram að ganga,“ seg ir móðir ..áKÆRA á HáSKÓLAKENNARANN LEIÐIR Í LJÓS HRyLLING: 10 ára12 ára9 ára10 ára12 ára13 ára fréttir Fyrir dómara Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara 18. júlí síðastliðinn. Skólabörn grunur um hegðun mannsins hafði margoft vaknað og barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart, þegar árið 2004. Ekkert var þó aðhafst fyrr en í febrúar á þessu ári. 6. maí 2008 17. júlí 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.