Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 1. ágúst 200816 Fréttir DV „Ég held að það hljóti vera kurr í baklandi meirihlutans. Hann virðist fara sínu fram án samráðs við félaga sína. Ég er ekki viss um að mönnum líði nógu vel yfir því að taka ábyrgð á honum sem stjórnmálamanni,“ segir Birgir Guðmundsson stjórn- málafræðingur spurður um pólit- íska stöðu Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra Reykjavíkur. Mjög gustar um Ólaf vegna umdeildra ákvarðana sem meðal annars snúa að Listaháskóla Íslands en Ólafur rak, sem kunnugt er, Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur úr skipulagsráði. Áður hafði hann rekið hana sem að- stoðarmann en því hlutverki gegndi hún í 143 daga. Óheppileg fjölmiðlanærvera Birgir segir að þær áhyggjur sem menn hafi haft í upphafi af Ólafi virðast hafa aukist, frekar en hitt. „Hann er það mikill pólitískur ein- söngvari að það hlýtur að valda bak- raddakórnum í Sjálfstæðisflokknum áhyggjum,“ segir Birgir. Hann segir alveg ljóst að Ólaf- ur sé ekki flinkur í samskiptum við fjölmiðla. „Hann hefur ekki heppi- lega fjölmiðlanærveru fyrir stjórn- málamann. Hann hefur hrokafullt og neikvætt viðhorf út í fjölmiðla og er of viðkvæmur fyrir gagnrýni. Honum finnst þeir vera einhvers konar óværa sem hann þarf að búa við, og að þeir hafi ekkert vit á hlut- unum. Hann einn telur sig vita hvað er fréttnæmt og hvað ekki,“ segir Birgir sem telur að sjálfstraust borg- arstjórans hafi aukist eftir því sem á árið hefur liðið. „Sjálfsöryggið hefur greinilega aukist hjá honum. Hann virkar öruggari með sig en ég er ekki viss um að það sé gott fyrir ímynd hans. Gagnsókn Ólafs Á miðvikudagskvöld sat Ólafur fyrir svörum hjá Helga Seljan í Kast- ljósi. Helgi leitaði svara borgarstjór- ans við brottvikningu Ólafar Guðnýj- ar en komst lítið áfram með viðtalið vegna þess að honum fannst Ólafur ekki svara spurningum sínum. Við- talið vakti nokkra athygli en borgar- stjóri var mjög óánægður með spyr- ilinn og framvindu viðtalsins. Birgir er brautarstjóri félagsvísindadeildar við Háskólann á Akureyri og kennir meðal annars fjölmiðlafræði. Spurð- ur um álit sitt á viðtalinu og frammi- stöðu Helga segir Birgir að hann hafi greinilega verið mjög ákveðinn í því að ná fram svörum við spurningum sínum. „Það mætti kannski segja að hann hafi eytt of löngum tíma í það. Hann spurði aftur og aftur án þess að fá svör. Það gaf Ólafi færi á gagn- sókn,“ segir Birgir. Töluðu ekki saman Birgir segir að Ólafur hafi greini- lega verið tilbúinn með annað hand- rit en Helgi var með. „Þeir töluðu ekki saman. Þetta voru í raun tvær einræður. Að því leytinu til er spurn- ing hvort Helgi hefði mátt átta sig á því að hann fengi engin svör fyrr og spyrja um aðra hluti sem voru á dag- skrá. Það átti greinilega að ræða fleiri mál en Ólafur var þá orðinn reiður og sneri vörn í sókn,“ segir hann. Birgir segir að efnislega hafi við- talið engu skilað. Það hafi fyrst og fremst dregið fram þann stíl sem Ól- afir hafi tileinkað sér gegn fjölmiðl- um. Hann standi í þeirri trú að hann einn hafi vit á hlutunum en fjölmiðl- ar alls ekki. „Að því leytinu til var Helgi í erfiðri stöðu. Það var ágætt að sjá að hann leyfði Ólafi ekki að ráða. Það er hins vegar fín lína á milli þess að reyna að hafa stjórn á viðtalinu og að ætla að stjórna því um of. Það er spurning hvor var orðinn meira kjánalegur; Helgi eða Ólafur,“ segir Birgir . Listaháskólinn er borgarmál Eftir viðtalið sagði Ólafur í samtali við Vísi að pólitísk misnotkun Kast- ljóss væri ekki ný fyrir sér. Honum sagðist ekki bara vera misboðið fyrir sína hönd, heldur einnig borgarbúa því Helgi hafi sýnt borgarstjóraemb- ættinu staka óvirðingu. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, vísar ásökunum Ólafs á bug. „Þetta er algjörlega rangt. Það virðist oft gerast að ef stjórnmála- manni eða stjórnmálaflokki finnst að sér vegið með einhverjum hætti er um leið farið að tala um annarleg sjón- armið,“ segir hann. Í viðtalinu lét Ólafur í ljós óánægju sína með framvindu viðtalsins. Hann vændi Helga um að reyna vísvit- andi að grípa fram í fyrir honum og þannig trufla hann í tilsvörum. Hann sagð- ist hafa komið í þáttinn til að ræða borgarmálin og sagði Helga ekki vilja ræða þau. Aðspurður hvort borgarstjóri hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum svarar Þórhallur því til að svo hafi alls ekki verið. „Það var alveg skýrt að það átti að ræða þrjú mál. Í fyrsta lagi brottrekstur Ólafar úr skipulagsráði, þá Lista- háskólann og loks Bitru- virkjun. Það eru borgar- mál,“ segir hann og bætir því við að tíminn hafi átt að duga til þess. Vottur um heiðarleg vinnubrögð Þórhallur segir ásakanir Ólafs um pólitíska misnotk- un Kastljóss einfaldlega rangar. „Honum er frjálst að halda þessu fram en reynd- in er sú að við vinnum fyrir áhorfendur en ekki einhverja aðra. Ef svör fást ekki við þeim spurningum sem við leggjum fyrir viðmælendur spyrjum við einfaldlega aftur. Það er skýr vinnuregla hjá okkur og hún verður áfram við lýði,“ segir Þór- hallur. „Ásakanir af þessu tagi hafa komið úr öllum flokkum á Íslandi. Ég held að sú staðreynd beri vott um heiðarleg vinnubrögð af okkar hálfu. Við leggjum þáttinn undir dóm þjóðarinnar og vonum og vijlum að hún treysti okkur,“ seg- ir hann. Rekin í tvígang Nokkur umræða hefur skapast í þjóðfélaginu um Ólaf vegna þess að hann rak Ólöfu Guðnýju. Fyrst rak hann hana sem aðstoðarmann sinn í embætti borgarstjóra. Nokkru síð- ar rak hann hana úr skipulagsráði borgarinnar. Ólöf segir að af virðingu við embætti borgarstjórans í Reykja- vík ætli hún ekki að tjá sig frekar um þessi mál að sinni. „Ég tel mig hafa komið mínum sjónarmiðum á framfæri. Ólafur gerði aldrei athuga- semdir við störf mín í skipulagsráði. Hann hafði aldrei samband við mig frá því ég hætti sem aðstoðarmað- ur hans, þar til hann vék mér úr ráðinu,“ segir hún. Spurð um skýringu borgarstjóra á brottrekstrinum seg- ir hún. „Skýringin var einhliða sú að ég taldi ekki tímabært að taka afstöðu til vinningstil- lögunnar um Listahá- skóla Íslands. Ég sagði jafnframt að þetta væri hönnunarsamkeppni og að oft þyrfti að laga slíkar tillögur að byggð og umhverfi.“ „Hann er það mikill pólitískur einsöngvari að það hlýtur að valda bakraddakórnum í Sjálfstæðisflokknum áhyggjum.“ PÓLITÍSKUR EINSÖNGVARI Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir líklegt að kurr sé kom- inn í bakland meirihlutans í borginni. Hann segir Ólaf hafa hrokafullt og neikvætt viðhorf til fjölmiðla. Ólafur rak á dögunum Ólöfu Guð- nýju Valdimarsdóttur í annað sinn á skömmum tíma. Hann var í stormasömu viðtali um málið í Kastljósi á miðvikudag og sagði í kjöl- farið að þátturinn væri misnotaður í pólitískum tilgangi. Þórhallur Gunnarsson segir að Ólafur megi trúa því sem hann vilji. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Var rekin tvisvar af borgarstjóra. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri Hefur hrokafullt og neikvætt viðhorf út í fjölmiðla að mati stjórnmálafræðings. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss gefur lítið fyrir ásakanir Ólafs f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.