Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 24
föstudagur 1. ágúst 200824 Fréttir SINNA FLOKKSSTARFI FYRIR ÞINGMENNINA 14. mars síðastliðinn voru sam- þykktar reglur sem heimiluðu for- mönnum stjórnarandstöðuflokk- anna og óbreyttum þingmönnum utan Reykjavíkur- og suðvestur- kjördæma að ráða sér aðstoðar- menn. Þeir biðu ekki boðanna og hafa nú tuttugu þingmenn af 29 ráðið sér aðstoðarmann. Aðstoðarmennirnir eru ýmist ráðnir í fullt starf eða þriðjungs- starf, en samkvæmt reglum um þá ræður alþingismaður verk- sviði hans algjörlega. Störf að- stoðarmannsins skulu þó vera í þágu skjólstæðings síns sem al- þingismanns. Blaðamaður kann- aði helstu viðfangsefni aðstoðar- mannanna. Verkefni að auka fylgi Þeir aðstoðarmenn sem DV ræddi við voru sammála um að starf aðstoðarmanna sé enn í mótun. Verkefni þeirra virðast þó einkum tvískipt, þó skiptingin sé ekki einhlít. Annars vegar er um að ræða hefðbundin ritarastörf; að halda utan um fundi þing- mannsins, afla hon- um gagna og vinna úr þeim og sinna textavinnslu fyrir þingmanninn. Hins veg- ar að sinna hlutverki fulltrúa þing- mannsins í kjördæmi hans og gæta að samskiptum við kjósendur og aðra flokksmenn. Landsbyggðar- þingmenn koma enda úr víðfeðm- um kjördæmum þar sem í afar mörg horn er að líta. Enginn gekk þó jafnlangt og Ár- mann Ingi Sigurðsson, aðstoðar- maður Bjarna Harðarsonar, sem taldi meðal sinna verkefna að auka fylgi Framsóknarflokksins og fá nýtt fólk til starfa. Ármann hefur störf fyrir alvöru í ágúst, en bæði hann og Bjarni hafa verið í sumarleyfi. Þeir hafa að sögn Ármanns þekkst lengi og jánk- ar hann því að hann sé spenntur að hefja störf við hlið Bjarna. „Þetta er tækifæri sem maður segir ekki nei við,“ segir Ármann. Daglegt pólitískt vafstur Finnur Ulf Dellsén hefur verið aðstoðarmaður Steingríms J. Sig- fússonar, formanns vinstri-grænna, frá áramótum og var áður á launum hjá flokknum. Hann sinnir ýmsum aðstoðarstörfum, en segist ekki líta á sig sem ritara. �eðal helstu verkefna er textavinnsla á borð við ræðu- og greinaskrif í samvinnu við Stein- grím auk vinnslu þingskjala. Finnur segist lítið leggja upp úr því að halda utan um ferðir Steingríms eða svara fyrir hann í fjölmiðlum. �agnús Þór Hafsteinsson hef- ur starfað sem aðstoðarmaður for- manns frjálslyndra, Guðjóns Arnars Kristinssonar, frá því í vor og segist fyrst og fremst aðstoða við hið dag- lega pólitíska vafstur. �agnús segir samstarfið ganga vel, enda hafi þeir unnið þétt saman í mörg ár. Tengsl við kjósendur Huginn Freyr Þor- steinsson er aðstoðar- maður hinnar vinstri grænu Þuríðar Back- man. Hann segist eink- um fást við félagslegu hlið flokksstarfsins í norðausturkjördæmi. „Ég hef verið að sinna ýmsum fé- lagslegum verk- efnum,“ segir Huginn. „Að tengsl þingmanns við kjósendur og fé- laga í flokknum séu með besta móti – nokkuð sem erfitt er fyrir lands- byggðarþingmenn að sinna því kjördæmin eru svo stór.“ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir er aðstoðarmaður þingflokksfor- manns Sjálfstæðisflokksins, Arn- bjargar Sveinsdóttur. Hún hefur starfað með Arnbjörgu síðan í apr- íl og segir starf sitt að stórum hluta felast í því að sitja fundi í kjördæmi Arnbjarg- ar, norðaust- ur, og hitta kjósend- ur. Einnig aðstoðar Ragnhild- ur Arn- björgu við skrif og funda- skipulag. Nú eru tæpir fimm mánuðir liðnir síðan formönnum stjórnarandstöðuflokkanna og óbreyttum landsbyggð- arþingmönnum var gert heimilt að ráða sér aðstoðarmenn. Síðan þá hafa tuttugu þingmenn sætt færis og ráðið sér slíkar hjálparhellur. DV komst að því hvað aðstoðarmennirnir hafa haft fyrir stafni síðustu mán- uði. Svörin voru misjöfn; allt frá hefðbundnu fundaskipulagi til þess að afla þingflokknum fylgis. hafsTeinn gunnar hauksson blaðamaður skrifar hafsteinng@dv.is kjör Laun aðstoðarmanns flokksformanns eru jöfn þingfararkaupi, eða 541.720 krónur á mánuði. Laun aðstoðarmanna óbreyttra þingmanna eru fjórðungur þingfararkaups. Þannig fá þeir 135.430 krónur greiddar mánaðarlega fyrir störf sín. Þar að auki fær aðstoðarmaðurinn styrk til farsímakaupa að upphæð 25 þúsund krónur og 60 þúsund króna styrk á ári á móti farsímakostnaði að auki. Einnig hljóta aðstoðarmennirnir greiðslu fyrir útlögðum rekstrarkostn- aði að upphæð að hámarki 420 þúsund krónur árlega og greiðslu fyrir ferðakostnaði sem svarar sex þúsund kílómetrum á ári. Ráðnir aðstoðarmenn* aðsToðarmaður / Þingmaður agnar Bragason guðni ágústsson anna Blöndal Kristján Þór Júlíusson ármann Ingi sigurðsson Bjarni Harðarson árni rúnar Þorvaldsson Lúðvík Bergvinsson Eydís aðalbjörnsdóttir Herdís Þórðardóttir finnur ulf dellsén steingrímur J. sigfússon guðrún Vala Elísdóttir guðbjartur Hannesson guðrún María Óskarsdóttir grétar Mar Jónsson gunnar Bragi sveinsson Magnús stefánsson Halldór Leví Björnsson Björk guðjónsdóttir Hlédís sveinsdóttir Karl V. Matthíasson Huginn freyr Þorsteinsson Þuríður Backman Kristín ágústsdóttir Ólöf Nordal Magnús Þór Hafsteinsson guðjón a. Kristjánsson Mínerva Björg sverrisdóttir Höskuldur Þórhallsson ragnheiður Eiríksdóttir atli gíslason ragnhildur aðalsteinsdóttir arnbjörg sveinsdóttir sigríður finsen sturla Böðvarsson stefán Bogi sveinsson Birkir J. Jónsson örlygur Hnefill örlygsson Einar Már sigurðarson *samkvæmt vef Alþingis karlar og konur alls eiga þrjátíu þingmenn rétt á aðstoðarmönnum. Þar af hafa tuttugu þegar ráðið sér slíka. Kynjahlutfall aðstoðarmannanna er jafnt, eða tíu af hvoru kyni. fleiri karlþingmenn hafa ákveðið að ráða sér aðstoðarmann, eða fimmtán. Ekki er teljandi munur á hvort þingmenn ráði sér aðstoðarmann af eigin kyni eða hinu gagnstæða. átta karlþingmenn völdu sér karlaðstoðarmenn, en sjö kvenaðstoðarmenn. tveir kvenþingmenn völdu sér karlaðstoðarmenn, en þrír kvenaðstoðarmenn Bjarni harðarson ármann Ingi sigurðsson, aðstoðarmaður Bjarna, telur meðal verkefna sinna að auka fylgi framsóknarflokksins. steingrímur j. sigfússon finnur ulf dellsén, aðstoðarmað- ur steingríms, einbeitir sér meira að aðstoð við þingmanninn en að fylgjast með ferðum hans eða svara fyrir hann. magnús Þór hafsteinsson Er aðstoðar- maður guðjóns arnars Kristinssonar og segist einbeita sér að hinu daglega pólitíska umstangi flokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.