Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 26
föstudagur 1. ágúst 200826 Fréttir DV Dýrasta hamborgaratilboð landsins er í Þrastarlundi samkvæmt verð- könnun sem DV gerði í nokkrum vegasjoppum víðs vegar um land- ið. Þar kostar tilboðið 1.350 krón- ur og er án goss. Ódýrasta tilboð- ið er á Hlíðarenda á Hvolsvelli en þar kostar það 870 krónur án sósu. Næstum 500 króna munur er á. Ekki er þó hægt að segja til um hvort og þá hversu mikill gæðamunurinn er á tilboðunum. Ódýrast á Norðurlandi Hagstæðast er að fá sér ham- borgaratilboð á Norður- og Aust- urlandi. Frá Húsafelli, um Vestfirði og að Staðarskála fara öll hamborg- aratilboð yfir 1.000 krónur. Það er svo í N1 á Blönduósi, einni vin- sælustu stoppistöð landsmanna, sem tilboðið fæst á 875 krónur. Frá Blönduósi, yfir á Austfirði og að Kirkjubæjarklaustri eru öll ham- borgaratilboð undir 1.000 krónum en í Skaftaskála er tilboðið á 1.095 krónur. Í Víkurskála í Vík og Hlíð- arenda á Hvolsvelli, þar sem jafn- framt er ódýrasta kókflaskan, fer verðið aftur undir 1.000 krónur. Það er svo Þrastarlundur sem er dýr- asta vegasjoppa landsins, þar kost- ar hamborgaratilboðið heilar 1.350 krónur. Hyrnan og Baula Pylsa með öllu í Hyrnunni í Borgarnesi kostar 200 krónur og er þar með ódýrasta pylsan á land- inu. Hamborgaratilboð á sama stað kostar 990 krónur og með ódýrari hamborgaratilboðum í könnuninni. Að stoppa í Hyrnunni er því nokkuð hagstætt miðað við aðra staði. Stutt er á milli hennar og Baulu þar sem borgaratilboðið er á 1.130 krónur. Kristberg Jónsson, eigandi Baulu, segir að það sé búið að vera bilað að gera hjá þeim, eins og hann orð- ar það, og telur góða borgara vera ástæðuna. Hann býður líka upp á fjölskyldutilboð á 3.970 krónur. „Við erum líka með þyrlupall hérna,“ segir Kristberg sposkur. Stutt er síð- an veiðimenn brugðu á það ráð að fara eftir hressingu í Baulu og vöktu athygli fyrir að ferðast þangað á þyrlu frá nálægri á. Vegasjoppur skemmtilegri „Það sem mér finnst skemmti- legast að gera á ferðalögum um landið er að fara í sjoppur úti á landi,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Útiveru og höfundur leið- sagnabókarinnar 101 Ísland. „Þær eru miklu skemmtilegri en sjoppur í Reykjavík því þar fæst allt saman.“ Páll er mikilll og kunnur ferðalang- ur meðal Íslendinga. Síðastliðið sumar fór hann í sex vikna ferða- lag um landið að vinna við bókina 101 Ísland: áfangastaðir í alfaraleið og heimsótti hann margar sjopp- ur. Hann hefur þó misjafna skoð- un á hamborgaratilboðum. „Það er ágætt að fá sér hamborgara en ég ætla ekki að halda því fram að þeir séu hollir. Hins vegar tel ég að franskar kartöflur séu eitraðar og það er lífshættulegt að borða þær,“ segir Páll glaður. Heimsækja alla staði Páli er sérstaklega minnisstæð- ur einn staður á landinu eftir ferða- lagið. „Það er matvörubúð sem við fórum í á Kópaskeri. Hægt var að fá nýbakað bakkelsi, kaffi og svo gat maður sest niður í anddyrinu og lesið blöðin. Þar sátu einnig heima- menn og töluðu um daginn og veg- inn. Þetta er svona staður sem sam- einar allt sem maður vill upplifa á ferðalagi.“ Páll er á þeirri skoðun að fólk á ferðalagi um landið eigi að stoppa í hverju einasta þorpi og heimsækja allar sjoppur og kaffi- hús. Þar leynast margir skemmti- legir hlutir sem maður fær ekki að kynnast í bæklingum. „En það stendur núna í bókinni minni 101 Ísland,“ segir Páll og hlær. Ógleymanlegur hamborgari Páll fór í sumar í fimm daga ferðalag í Þjórsárver með hópi fólks og var það ævintýraleg ferð. „Við gengum úr Kerlingafjöllum, aust- ur í Þjórsárver, yfir Þjórsárjökul og þvert yfir Sprengisand. Enduð- um svo í Nýjadal. Þetta var geysis- kemmtilegur leiðangur og við feng- um frábært veður, “ segir Páll Aðspurður hvort hann hafi feng- ið sér hamborgara á leiðinni svar- ar hann neitandi. „Það kemur fyrir að maður fái sér hamborgara eft- ir langar ferðir og þá sérstaklega erfiðar fjallgöngur. Það er einn ógleymanlegur hamborgari sem ég fékk mér eitt sinn á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Páll. „Ég gef þeim fyrstu einkunn,“ bætir hann við að lokum. Verð í Vegasjoppum HyrNaN BorgarNesi Hamborgaratilboð 990 Pylsa með öllu 200 Barnaís með dýfu 190 0,5 lítrar kók 165 Baula Borgarfirði Hamborgaratilboð 1130 Pylsa með öllu 220 Barnaís með dýfu 245 0,5 lítrar kók 175 Húsafell Hamborgaratilboð 1.250 (án goss) Pylsa með öllu 230 Barnaís m.dýfu 230 0,5 lítrar kók 175 BjarkarluNdur Hamborgaratilboð 1.100 Pylsa með öllu 300 Barnaís með dýfu ekki til 0,5 lítrar kók 220 flÓkaluNdur Hamborgaratilboð 1.250 Pylsa með öllu ekki til Barnaís með dýfu ekki til 0,5 lítrar kók 190 VeitiNgaskáliNN á Brú Hamborgaratilboð 1.180 Pylsa með öllu 220 Barnaís með dýfu ekki til 0,5 lítrar kók 165 staðarskáli Hamborgaratilboð 1180 Pylsa með öllu 220 Lítill ís með dýfu 165 0,5 lítrar kók 165 N1 BlöNduÓsi Hamborgaratilboð 875 Pylsa með öllu 220 Barnaís með dýfu 165 0,5 lítrar kók 165 VarmaHlíð Hamborgaratilboð 890 Pylsa með öllu 200 Barnaís með dýfu 185 0,5 lítrar kók 160 ak- iNN á akureyri Hamborgaratilboð 980 Pylsa með öllu 230 Lítill ís með dýfu 280 0,5 lítrar kók 190 VersluNiN ásByrgi Hamborgaratilboð 995 Pylsa með öllu 290 Barnaís með dýfu ekki til 0,5 lítrar kók 160 söluskáliNN egilstöðum Hamborgaratilboð 995 Pylsa með öllu 210 Barnaís með dýfu 240 0,5 lítrar kók 175 skaftaskáli á kirkjuBæjarklaustri Hamborgaratilboð 1.095 Pylsa með öllu 215 Lítill ís með dýfu 150 0,5 lítrar kók 170 Víkurskáli í Vík Hamborgaratilboð 995 (án goss) Pylsa með öllu 205 Lítill ís með dýfu 170 0,5 lítrar kók 170 HlíðareNdi HVolsVelli Hamborgaratilboð 870 (án sósu) Pylsa með öllu 220 Lítil ís með dýfu 165 0,5 lítrar kók 165 ÞrastarluNdur Hamborgaratilboð 1.350 (án goss) Pylsa með öllu 250 Barnaís með dýfu 220 0,5 lítrar kók 200 Veisla í Vegkantinum Það er alltaf jafnmikil stemning í því að stoppa í vegasjoppu á för sinni um landið og sjá hvað er í boði. Jafn- vel fá sér eina máltíð. páll ásgeir ásgeirsson, ritstjóri Útiveru og höfundur leiðsagnabókarinnar 101 Ísland, segir að sjoppur úti á landi séu miklu skemmtilegri en sjoppur í Reykjavík. DV gerði létta verðkönnun á nokkrum stöðum víðs vegar um landið og komst að því að verðið er mjög misjafnt frá einum stað til annars. ásdís Björg jÓHaNNesdÓttir blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.