Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 30
föstudagur 1. ágúst 200830 Umræða Svarthöfði hefur tekið sig taki og viðurkennir nú að vera haldinn ofbeldiskenndum í umferðinni. Það er ekki svo að skilja að hann sé eins og ofbeldis- fyllstu kúrekar malbiksins í Banda- ríkjunum sem hafa sumir hverjir hlaðna skammbyssu í sætinu við hlið sér. Sumir skjóta aðra öku- menn í stað þess að senda fokk- merki eða reka út úr sér tunguna. Svarthöfði er auðvitað skki sú gerð af manni en hann umbreytist samt í umferðinni og verður reiður, allt að því heiftúðugur, þegar fíflin í hinum bílunum hegða sér ekki samkvæmt bókinni. Dagsdaglega er Svarthöfði einstaklingur sem er jafnan prúður og kurteis. Jafnvel er til í dæminu að hann láti vaða yfir sig án þess að æmta eða skræmta. Hann er sem sagt ekki maður sem æpir skítt með kerfið á torgum, þvert á móti. En um leið og upp í bílinn er komið breytist hann og verður árásarhneigður eins og geitungur í áliðnum ágúst. Lítið þarf til þess að hjartsláttur- inn fari upp að hættumörkum og blóðið þrýstist fram í gagnaugun. Ein- hver tekur fram úr á þjóðvegi og Svarthöfði snöggreiðist og gefur jafnvel fokkmerki þótt það sjáist kannski ekki utan bifreiðarinnar. Hann verður meðvirkur bílunum sem á eftir koma og þeim sem eru fram undan. Öll hugsun snýst um það eitt að vera þátttakandi í umferð- inni og láta ekki vaða yfir sig. Í þessu ástandi skapast æsingur á báða bóga og jafnvel kappakstur í fullkomnu tillitsleysi. Þegar áfanga- stað er náð þarf Svarthöfði gjarnan að fá sér hvítvínsglas til að róa taug- arnar eftir æsilega atburði umferð- arinnar. Hann er einn af fjölmörg- um kúrekum íslenska malbiksins, eins konar Drakúla sem undir fullu tungli verður blóðþyrstur en hvílir þess á milli friðsamur í kistu sinni. Það var í einu tilfinningaupp-náminu á þjóðvegi sem Svart-höfði lærði sína lexíu. Hann var á leið á menningarsamkomu í afdal og þurfti að aka um malarveg. Einmitt undir þeim kring- umstæðum kemur í ljós hverjir kunna að keyra úti á landi. Fíflin af höfuðborgarsvæð- inu aka á miðjum vegi og stofna umferð á móti í stórhættu. Sjálft nóbelskáldið, Halldór Laxness, lenti eitt sinn úti í skurði eftir að hafa mætt einum slíkum. Skáld- ið hafnaði úti í skurði en slasað- ist sem betur fer ekkert. Bifreiðin sem flæmdi hann út af stoppaði að sjálfsögðu og ökumaðurinn hug- aði að manninum í skurðinum. Þá féllu þessi fleygu orð Laxness: „Get ég gert eitthvað fleira fyrir þig, væni minn?“ Svarthöfði lenti einmitt í svipuðum ökumanni á leiðinni á menningarsamkomuna eftir mjó- um malarvegi. Á undan ók bíll á miðjum vegi og það hvarflaði ekki að ökumanninum að hleypa Svart- höfða, sem fylgdi honum fast eftir í rykmekki, fram úr. Grjótið dundi á bifreið Svarthöfða sem í stigvaxandi reiði sinni hafði ekki úthald til þess að hægja ferðina og auka þannig bilið. Loksins þegar færi gafst á rykspólaði Svarthöfði fram úr óvin- inum og sparaði ekki við sig spólið svo hinn fengi að finna fyrir grjóti og ryki. Sigurtilfinningin færðist yfir Svarthöfða sem brunaði sem leið lá á áfangastað. Örfáum mínútum eftir að Svarthöfði komst á áfanga-stað kom bifreið óvinarins. Svarthöfði var kominn út úr bíln- um og úr ökuhamn- um. Honum brá talsvert þegar bif- reiðin kom. Framrúðan var kross- sprungin eftir steinkast. Svarthöfði vissi ekki alveg hvernig hann ætti að bregðast við óvarinn af eigin bifreið. En svo rak hann í rogast- ans þegar út úr bílnum steig ná- frændi hans og vinur með sam- anbitnar varir og æðisglampa í augum. Frænd- urnir slógust ekki en þetta atvik mark- aði samskipti þeirra upp frá því og allt til þessa dags. En atvikið á malarveginum varð þó til góðs. Svarthöfði áttaði sig á því að fíflin í umferðinni voru sum hver frændur hans og frænkur. Og hann ákvað að ná stjórn á tilfinningum sínum. Smám saman virkaði reiði- stjórnunin og nú er Svarthöfði einn brosmildasti bílstjórinn á landinu, alveg sama hvað á dynur. KúreKar malbiKsins svarthöfði Brynjólfur Þór guðmundsson fréttastjóri skrifar. Ólafur F. virðist hins vegar líta svo á að hann eigi að stjórna öllu Leiðindasiðir pólitíkusa Leiðari Það er leiður siður sumra stjórnmálamanna að væla und-an ofsóknum þegar fjölmiðlar spyrja þá spjörunum úr. Gott dæmi um þetta er Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík. Ólafur hefur verið óheppinn í borgarstjóratíð sinni. Hann hefur lent í nokkrum erfiðum málum og virðist ekki hafa haft það sjálfstraust sem þurfti þegar hann tók við starfinu. Í stað þess að líta í eigin barm og sjá hvað megi betur fara hefur hann valið að væla undan fjölmiðlum. Frægt varð hve ósáttur Ólafur varð þegar hann var spurður út í heilsu sína þegar hann samdi um nýjan meirihluta, 100 dögum eftir að hafa samþykkt að taka þátt í öðrum borgarstjórnarmeirihluta. Þá voru svörin að spurningarnar væru ótímabærar og á blaðamanna- fundi þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og flokksbrots F-lista var kynntur sárnuðu honum mjög spurningarnar. Á dögunum urðum við vör annarrar uppákomu með borgarstjóranum. Hann mætti í viðtal í Kastljósið þar sem ræða átti nokkur mál. Ólaf- ur F. virðist hins vegar líta svo á að hann eigi að stjórna öllu, ekki aðeins borginni heldur líka spjallþáttum í sjónvarpi. Þannig hélt hann langar einræður sem Helgi Seljan, stjórnandi þáttarins, reyndi að binda enda á til að koma spurningum sínum að. Þetta þótti borgarstjóranum hin mesta ósvinna. Þetta er leiðindasiður margra stjórnmálamanna. Geir H. Haarde er annað dæmi um svona stjórnmálamann. Hann var orðinn mjög úr- illur í viðtölum og taldi það jafnvel dónaskap að spyrja hvernig liði aðgerðum til að sporna gegn efnahagskreppunni sem Íslendingar ganga í gegnum. Þau sem mynda minnihlutann í borgarstjórn í dag eru ekki endi- lega hótinu skárri. Blaðamenn þverfótuðu vart fyrir fréttatilkynn- ingum og símtölum Dags B. Eggertssonar og Svandísar Svavars- dóttur þegar þau voru borgarfulltrúar í minnihluta þar til seint á síðasta ári. Það breyttist á einum degi. Fólkið sem áður kepptist við að koma málstað sínum á framfæri í fjölmiðlum hætti að svara sím- tölum, skilaboðum, tölvupóstum og smáskilaboðum. Fæstir fjölmiðlamenn gera sér nokkrar væntingar um að stjórnmálamenn vilji tala við þá vegna persónu- töfra blaðamannsins. Ástæðan fyrir því að flestir stjórnmálamenn tala við fréttamenn (og enn fleiri ættu að gera það í meira mæli) er einfaldlega sú að fjölmiðlar eru besta leiðin til að koma málflutn- ingi stjórnmálamanna á framfæri. En þeir mega heldur ekki gleyma að fjölmiðlar eru líka í flest- um tilfellum besta leið almennings til að spyrja stjórnmálamenn spjörunum úr. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um dóminn yfir Háskólakennaranum? „Hann er of vægur, svona menn eiga að vera lengur inni.“ Bergur Sigurjónsson, 42 ára umsjónarmaður Íþrótta- hússins á Selfossi „Ég get ekki svarað þeirri spurningu þar sem ég hef ekki kynnt mér málið.“ Sæmundur Ólafsson, 30 ára bensínstöðvarstarfsmaður „Ég hef ósköp lítið kynnt mér hann, allavega ekki nógu vel.“ Jóhann Árni Rúnarsson, 51 árs framkvæmdastjóri „Hann er fáránlegur, hann ætti að fá miklu þyngri dóm fyrir það sem hann gerði.“ Lóa Jóhannsdóttir, 22 ára háskólanemi Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. sanDkorn n Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri er ekki í sérstaklega góðum málum eftir Kastljóss- þátt þar sem Helgi Seljan gerði harða atlögu að honum vegna ágreinings- mála í Borg- inni. Helgi var sérlega aðgangs- harður þar sem kom að málum aðstoðar- mannsins brottrekna, Ólafar Guðnýjar Valdemarsdóttur. Þar þótti einhverjum Helgi fara yfir strikið enda er aðstoðarmað- ur pólitískt ráðinn og það því fullkomlega á valdi Ólafs að reka hana. n Spurningar Helga Seljan að öðru leyti voru góðar og gild- ar en borgarstjórinn brást við þeim af hroka og talaði gjarn- an um sjálfsan sig í þriðju per- sónu. Borgarstjórinn tönnlað- ist á því að spurningar snerust um aukaatriði og neitaði ít- rekað að svara. Þátturinn í heild var því hinn vandræða- legasti. Strax og honum lauk hreytti borg- arstjórinn einhverju út úr sér við Helga sem sat forviða eftir í sett- inu. n Skattakóngur Austurlands er Kristinn Aðalsteinsson á Eskifirði sem greiðir hátt í 173 milljónir króna. Kristinn er sonur Alla ríka en hann seldi sinn hlut í fjölskyldukvótanum fyrir hálfan annan milljarð á seinasta ári. Athyglisvert er að Þorsteinn Kristjánsson, mágur Kristins, sem nú ber hitann og þungann af rekstri Eskju, kemst ekki inn á topplista skattsins. En Þorsteinn þarf ásamt Björk Aðalsteinsdóttur að standa undir þriggja millj- arða kostnaði vegna útgöngu Kristins og Elvars Aðalsteins- sonar sem einnig seldi sinn hlut. n Á Suðurlandi trónir efstur á lista skattakónga hæsta- réttardómarinn fyrrverandi, Pétur Kr. Hafstein, sem býr á Stokkalæk eftir að hann hætti sem dómari. Greinilegt er að afkoma hans er góð því hann greiðir yfir 150 milljónir króna í gjöld. Næstur honum er Guð- mundur Birgisson á Núpum 3, Ölfusi með rúmar 111 millj- ónir í gjöld. Guðmundur er stóreignamaður og á jarðir um allt land. Þekktastur er hann þó fyrir að vera gæslumað- ur minn- ingarsjóðs um frænku sína, Sonju Zorrilla. Lítið hef- ur reynd- ar spurst til sjóðsins undanfar- in ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.