Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 31
föstudagur 1. ágúst 2008 31Umræða Barbara Walters verndaði dóttur sína sem best hún kunni og hélt henni því utan sviðsljóssins. Barbara er hörku- kona og afbragðs fréttamaður; hún er kona sem öllum finnst þeir eiga heilmikið í, sem er auðvitað bara fá- ránlegt. Henni var í mun að vernda dóttur sína, enda þekkti hún ófrelsið af eigin raun, sífellt með pressuna á hælunum sem flutti af henni „féttir“ sem rímuðu illa við veruleikann. Þetta voru endurhönnuð augnablik úr lífi konu sem stöðu sinnar vegna var álit- in „almenningseign“ og átti því ekki einkalífsrétt. Þeir smámunir gleymd- ust auðvitað að Barbara átti sömu réttindi og annað fólk; mannréttindi sem felast meðal annars í því að eiga ekki von á því að lesa eitthvað um eig- ið líf sem á við engin rök að styðjast. En hún var aldrei allra og kannski var það þess vegna sem henni var sama um hvað talað var og hver talaði, hún var líka með grjótharða skel. Það skiptir miklu í löndum þar sem einelti virðist vera eitt af náttúrulögmálunum. Þetta sagði vinkona mín og ég sem vissi ekki að hún hefði þekkt frétta- konuna sem hafði tekið flest tíma- mótaviðtöl í amerísku sjónvarpi á sinn aðgangsharða og einlæga hátt, varð í byrjun forvitin um allt annað en alvarlegar hugleiðingarnar. Þess vegna spurði ég fyrst um það sem stóð mínu heimóttarlega hjarta næst enda forvitnin alveg að drepa mig: -Hvernig var hún? -Hún var sterk og skemmtileg. -Og tókst henni að vernda dóttur sína? -Það tókst en hún átti líka til þess ráð og fé en það eiga ekki allir. Og ef þú hugleiðir það í fullri alvöru er það í sjálfu sér skiljanlegt að börn leggi börn í einelti í þjóðfélögum þar sem fullorðnir leyfa slíkt og gera það hikstalaust sjálfir. -Hefurðu svona mikla samúð með frægum og ríkum? -Samúð kemur málinu ekkert við, réttur allra manna er fótum troðinn og virðingin fyrir náunganum er létt- væg og hverfandi. Náungi okkar er alls staðar og við virðumst vera búin að gleyma því að setja okkur í spor hans. Grunnþarfir allra eru þær sömu og ein af þeim er að vernda börnin sín og lifa í friði. Það geta því miður ekki allir. Og skýringin er einföld; ef einelti er leyft á einum stað viðgengst það á öðrum, sagði hún vinkona mín og þá varð mér allt í einu hugsað til allra þeirra „viðeigandi hugmynda íslenskra manna“ á því að Martha Stewart skyldi heimsækja vinkonu sína og borða með henni mat og eiga með henni tíma. Léttvæg hugdetta og kannski algjörlega óviðeigandi. En staðreyndin er sú að við sem erum ekki hundelt og sakfelld og dæmd ættum síst að skíta í þá sem ekki sleppa; við eigum öll okkar inn- herjaviðskipti þótt þau snúist ekki um peninga og við ættum að uppræta eineltishvötina í sjálfum okkur áður en við ætlumst til þess af öðrum til dæmis börnunum okkar. Ef við gerðum það ættu færri um sárt að binda og margir ættu lengra líf. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Sandkassinn Elstu minningar mínar um verslunarmannahelgi tengjast langferðum á misvondum mal- arvegum landsins. Þannig hoss- uðumst við fjölskyldan lands- horna á milli. Það var þó í fínu lagi þar sem ég svef hvergi betur en í bíl. Varð yfirleitt úrillur þegar heim var komið vegna þess að þá þurfti ég að vakna til að bera inn farangurinn. ÞEgar á unglingsárin kom breytt- ist sýn mín smátt og smátt á þessa mestu ferðahelgi ársins. Útihátíðirnar kölluðu æ hærra eftir því sem gelgjan færðist í aukana. En það var sama hvað tautaði og raul- aði, vinnan hverju sinni gerði það yfirleitt að verkum að ég fór hvergi. Ég man að eitt skipti fór ég á Halló Akureyri og mér fannst það satt best að segja nokkuð ógnvænlegt. Menn slógust hver um annan þveran og meðalölv- un gesta var meiri en ég hafði áður séð. Ég man vEl eftir þeim ófáu skipt- um sem ég þurfti að dúsa heima, þrátt að vinirnir færu á útihátíðir. Yfirleitt alltaf var ég í vinnu sem krafðist þess að ég ynni um þessa merkilegu helgi. Fyrir þremur árum stóð ég skyndilega frammi fyrir því að ég gat ráðstafað helg- inni eins og mér sýndist. Ég kaus því að fara til Eyja, eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Í fyrra fór ég líka til Eyja og skemmti mér konunglega, aftur. Þar sem ég er lítill drykkjumaður hélt ég illa í við suma vini mína. Takmark þeirra virtist vera að muna helst ekki eftir því að hafa farið á Þjóðhátíð. Elja þeirra við drykkjuna var slík. Nú hafa orðið ákveðin þáttaskil í lífi mínu. Ég á frí um helgina og finn ekki þörf til að fara neitt. Mér líður vel heima og þar mun ég vera um helgina. Í besta falli kíki ég í sund. Það er af sem áður var. Baldur fer ekki fet um helgina um Barböru, Mörthu og þig Erfiður dagur Íslendingar voru þakklátir sólinni á miðvikudag þegar hvert hitametið á fætur öðru var slegið. Hún gekk því eflaust þreytt til viðar að kvöldi en átti víst mikið starf fram undan fyrir aðra jarðarbúa. DV mynd/Ásgeir M.myndin P lús eð a m ínu s Spurningin Þegar þú ferð að láta óttann stjórna lífinu þínu ertu ekki að lifa lífinu lengur. Þetta eru heiglar og þeir munu aldrei nokkurn tímann hræða mig,“ segir Haffi Haff, um bréf sem fréttastofu stöðvar 2 barst í vikunni þar sem því var hótað að tvær sprengjur yrðu sprengdar á gay Pride-göngunni sem fram fer seinna í mánuðinum. Ertu hræddur, haffi? Íslandshreyfingin fær plúsinn en hún er eini stjórnmálaflokkurinn sem skilað hefur ársreikningi með sundurliðun á fjárstyrkjum og framlögum til Ríkisendurskoð- unar. Upphaflegur frestur rann út 1. júní og sóttu aðrir flokkar um að skila síðar. vigdís grímsdóttir rithöfundur skrifar Við eigum öll okkar inn- herjaviðskipti þótt þau snúist ekki um peninga. - vertu með í umræðunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.