Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 33
DV Menning föstudagur 1. ágúst 2008 33 Finnskur kór á Íslandi Blandaður kór frá Björne- borg í Finnlandi kemur í heim- sókn um verslunarmannahelg- ina. Tónleikar verða í Norræna húsinu í kvöld, föstudag, klukk- an 20 og er aðgangur ókeypis. Á sunnudaginn syngur kórinn við messu í Langholtskirkju klukk- an 11 og tekur þannig virkan þátt í guðsþjónustunni. Stjórn- andi kórsins er Leelo Lipping fiðluleikari. Kórinn sem kallar sig Bjarnarborgarsöngvararnir var stofnaður 1937. Hélt hann upp á sjötugsafmæli sitt í fyrra og er söngskrá hans mjög fjöl- breytt og spannar vítt svið frá kirkjutónlist til skemmtitón- listar. Symmetría í Fígúru Ungljósmyndarinn Leó Stefánsson opnaði síðastlið- inn laugardag sína fyrstu sýn- ingu, Symmetría, versluninni Fígúru að Skólavörðustíg 22. Miðpunktur sýningarinnar eru gagnsæjar, symmetrískar ljósmyndir sem sýna hvers- dagslega hluti á óvenjulegan og jafnvel óþekkjanlegan hátt. Myndir Leós af tónlistarvið- burðum hafa vakið þó nokkra athygli. Hann hefur meðal ann- ars ljósmyndað Of Montreal og Daft Punk og hafa myndir hans birst víða, til dæmis í MOJO og The Observer. Þorvaldur rýnir í bókverk Í Nýlistasafninu er nýlokið sýningu á bókverkum Dieters Roth og við tekur ferli þar sem ljósi er varpað á bókverkaform- ið. Í samstarfi við Þorvald Þor- steinsson, myndlistarmann og rithöfund, verður rýnt í þetta sérstæða form myndlistar með reglulegu millibili fram á vetur. Brot úr íslenskri bókverkaeign safnsins sem spannar þrjátíu ára tímabil verður sett fram, en framsetningin mun taka breyt- ingum yfir tímabilið. Nýlista- safnið hvetur alla til að koma með möguleg eða ómögu- leg bókverk á Nýlistasafnið til greiningar og að sjálfsögðu er öllum velkomið að gefa inn í bókverkasafnið. Málþing og tónleikar í Árbæjarsafni á sunnudaginn: Diskó og pönk, ólíkir straumar? Á sunnudaginn verður heilmik- il dagskrá í Árbæjarsafni í tengslum við sýninguna Diskó og pönk - ólík- ir straumar?. Gestum sýningarinn- ar gefst tækifæri á að skyggnast inn í heim ungs fólks í kringum 1980 og bera saman þessa tvo sterku menn- ingarstrauma. Dagskráin sjálf hefst klukkan þrjú með málþingi þar sem Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur fjall- ar um stefnurnar tvær sem hluta af menningarsögu Reykjavíkur. Auk hans ræða sagnfræðingarnir Ólaf- ur J. Engilbertsson, Sigríður Bach- mann, Árni Daníel Júlíusson og blaðamaðurinn Árni Matthíasson um diskóið og pönkið út frá þeirra eigin sjónarhornum. Að málþinginu loknu, eða klukk- an fjögur hefjast svo alvöru pönkt- ónleikar í safninu. Nokkrir tónlistar- menn sem tóku þátt í pönkbylgjunni á 8. og 9. áratugnum munu leika fyrir gesti Árbæjarsafns. Þar á meðal eru þeir Valgarður Guðjónsson, Stefán Karl Guðjónsson, Helgi Briem, Ið- unn Magnúsdóttir og Óskar Þóris- son. Á efnisskránni eru klassísk pön- klög hljómsveita eins og Sex Pistols, Clash og Jam auk þekktra íslenskra laga hljómsveitanna Fræbblanna og Taugadeildarinnar. Gamlir og nýir pönkarar eru boðnir velkomnir auk diskódrottninga allra tíma. liljag@dv.is Tónleikar Fékk sjokk í bankanum Karakter Þóru, Fanney, er rúm- lega þrítug framakona, í sambúð en barnlaus, sem vill hafa allt sitt á hreinu. „Hún er svolítið upptekin af því að gera allt í réttri röð og hef- ur miklar væntingar til lífsins,“ seg- ir Þóra. Leikkonan lagðist í nokkra undirbúningsvinnu fyrir hlutverk- ið, fór meðal annars í heimsókn í ónefndan, íslenskan fjárfestinga- banka sem vinkona hennar vinn- ur hjá. „Ég fékk eiginlega smá sjokk. Það var fimm metra hár foss í and- dyrinu og allt ótrúlega flott. Þetta er svolítið annar heimur en maður lif- ir og hrærist í sem leikari eða blaða- maður. Svo fékk ég nokkra aðra vini mína sem vinna í þessum geira til að segja mér frá þessum heimi. Svo keypti ég mér líka bókina Warren Buffet aðferðina,“ segir Þóra og bætir við hlæjandi að hún hafi lært þar eitt og annað um hlutabréfakaup. „Það sem mér finnst svo skemmti- legt við leiklistina er hvað hún er rík- ur farvegur fyrir nýja þekkingu. Mér finnst ótrúlega gaman að setja mig inn í hluti sem ég hef ekki sett mig inn í og hugsa þá svolítið upp á nýtt. Það er svo auðvelt að horfa á lífið á einhvern ákveðinn hátt og hafa ein- hvern ákveðinn lífstíl. Ég var á eðlis- fræðibraut í MR, hafði jafnvel hugs- að mér að fara í verkfræði, og hefði því örugglega getað farið í þennan farveg fjármálageirans. Og það er þessi forvitni um hvað ef ég hefði lifað þessu lífi, eða hugsað hlutina svona en ekki svona, sem dregur mig áfram í leiklistinni.“ Hefði setið uppi með svekkelsi Þóra kveðst geta svarað því með algjörlega heiðarlegu nei-i þegar ég spyr hana hvort að henni hafi læðst sú hugsun, eftir að hafa kynnt sér fjármálageirann að undanförnu, að hún hefði kannski átt að stefna á hann og hafa þá til að mynda að- eins meiri peninga á milli handanna í dag. „Leiklistin var lengi bældur draumur en ég held að ef ég hefði ekki kýlt á hana hefði ég setið uppi með svekkelsi og hnút í maganum yfir því að hafa ekki þorað að láta drauminn rætast,“ segir Þóra og bros- ir. Áhugasvið hennar er augljóslega vítt því auk hugleiðinga um að fara í verkfræði á sínum tíma fór Þóra í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi. Eftir það skráði hún sig í lögfræði. Þóra hóf hins vegar aldrei það nám því í millitíðinni fékk hún inni í Webber Douglas-skólan- um í London. „Ég ætlaði í lögfræðina vegna áhuga míns á mannréttindum. Það er eiginlega þetta tvennt sem hefur átt hug minn að mestu leyti, leiklist og mannréttindi,“ segir Þóra. Píslarvotturinn Rachel Corrie Í einu þeirra verkefna sem Þóra vinnur nú að sameinar hún einmitt þetta tvennt. Hún vinnur nefnilega að einleik um bandaríska konu sem hét Rachel Corrie, og verður settur upp í Borgarleikhúsinu í janúar, með yfirskriftinni Ég heiti Rachel Corrie. Corrie gekk til liðs við ISM-sjálf- boðaliðahreyfinguna á Gaza-svæð- inu árið 2003 og tók þátt í ýmiss konar friðsamlegum mótmælum og verndaði meðal annars palestínskar fjölskyldur með nærveru sinni. Hún lést í mars sama ár, aðeins 23 ára að aldri, þegar hún varð undir ísrael- skri jarðýtu er hún stóð vörð um hús palestínskrar fjölskyldu sem Corrie hafði búið hjá um nokkurra vikna skeið og átti að jafna við jörðu. Ís- raelska ríkisstjórnin telur atburðinn hafa verið slys en sjónarvottar telja að Corrie hafi verið myrt þar sem ómögulegt sé að ökumaður jarðýt- unnar hafi ekki komið auga á hana. Corrie er því álitin píslarvottur af Palestínumönnum og á ári hverju eru haldnar minningarathafnir til heiðurs henni. Þóra heyrði fyrst af Corrie þeg- ar hún var í náminu í London en þá var verið að sýna einleikinn þar. „Þá var alltaf verið að segja við mig að ég yrði að sjá hann því hann myndi ör- ugglega höfða til mín. Af einhverj- um ástæðum fór ég aldrei á hann en keypti þó textann. Það var svo ekki fyrr en í fyrra sem ég fór að lesa hann og eftir það sótti hann sífellt meira og meira á mig,“ útskýrir Þóra. Það endaði með því að hún keypti réttinn á einleiknum hér á landi, fékk svo styrk frá menntamálaráðuneyt- inu og leiklistarráði og í framhaldinu tók Gísli Rúnar Jónsson það að sér að þýða verkið. Höfundar upphaf- legu leikgerðarinnar eru hins veg- ar Katherine Viner og hinn þekkti leikari Alan Rickman sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk illmennis- ins Hans Grubers í fyrstu Die Hard- myndinni og hlutverk prófessors Severus Snape í Harry Potter-mynd- unum. Textann byggðu þau að lang- mestu leyti á dagbókarskrifum og tölvupóstum Corrie en hún hafði haldið dagbók frá unga aldri. Hélt aftur af tárunum Leikstjóri íslensku uppfærslunn- ar er Valdís Arnardóttir og fóru hún og Þóra út til Noregs fyrr á árinu og sáu norska uppfærslu einleiksins. Undanfarin misseri hefur einleikur- inn verið sýndur víða um heim og sá Þóra hann einnig settan upp í Ís- rael um síðustu páska. Sú sýning var hluti af minningarathöfn sem haldin var í tilefni af því að fimm ár voru lið- in frá dauða Corrie og voru foreldrar hugsjónakonunnar ungu viðstadd- ir. „Þegar ég heyrði af þessari sýn- ingu fannst mér þetta of einstakt til að missa af þessu, þannig að ég bara dreif mig,“ segir Þóra. Og hún bætir við að það hafi verið magnað augna- blik þegar hún hitti foreldra Corrie í bænum Akkó. „Ég átti erfitt með mig þegar ég talaði við mömmu hennar. Þegar maður er búinn að lesa dagbækur Corrie fær maður mjög sterka mynd af mömmu hennar og hversu sam- band þeirra var einstakt og náið. Hún sagði líka að það væru nákvæm- lega fimm ár, á þeirri klukkustund sem ég hitti hana, síðan Corrie dó. Ég þurfti hreinlega að halda aftur af tárunum.“ Sem dæmi um hver „arfleifð“ Corrie er, ef svo má að orði komast, í huga Palestínumanna segir Þóra að nokkrum klukkustundum eftir dauða hennar hringdi Yasser Arafat í foreldra hennar og sagði að nú væri Corrie ekki lengur bara dóttir þeirra, heldur allrar palestínsku þjóðarinn- ar. Og upplifunin af því að hitta Pal- estínumenn og ræða við þá um Cor- rie og ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs líður Þóru líka seint úr minni. „Þeim fannst ótrúlegt að þessi saga færi til Íslands. Og þeim finnst afar vænt um það þegar einhver hefur áhuga á þeirra málstað og taki yfir- leitt eftir því að það sé stríðsástand þarna og sýni því skilning, en hlusti ekki bara á einhliða fréttaflutning.“ Tilvistarkreppan og ábyrgð fólks Þóra segir líf og dauða Corrie líka höfða svo sterkt til sín vegna þess að á svipuðum tíma var hún sjálf að hugsa um að taka þátt í baráttustarfi í líkingu við það sem Corrie stóð í í Palestínu þegar hún lét lífið. Þess utan þekki hún marga sem hafa farið til Palestínu á vegum samtakanna Ís- land-Palestína. „Mér fannst líka eitthvað svo margt líkt með okkur þegar ég las einleikinn,“ segir Þóra en þess má geta að þær eru fæddar sama ár, árið 1979. „Þessi hugsunarháttur að setja spurningarmerki við mjög margt, að í stað þess að slaka á og lifa lífinu þá pældi hún mikið í því hvort það væri til dæmis málið að fá há laun og eignast flott hús. Ég var sjálf í mikilli tilvistarkreppu í kringum tuttugu og þriggja ára aldurinn og var að reyna að finna mínar rætur. Og þessi mikla leit var líka í gangi hjá henni. Mér fannst því svolítið eins og hún hafi farið í það ferðalag sem ég ætlaði að fara í.“ Þess má geta að nýlega kom út heildarsafn allra dagbóka Corrie undir yfirskriftinni Let Me Stand Alone. Á Youtube-vefnum má líka finna ýmis myndbönd sem tengjast henni, meðal annars viðtöl við hana og upptöku sem hún gerði sjálf að- eins tólf ára í þeirri von um að vekja heiminn til vitundar um náungann og þá ábyrgð sem hvert og eitt okk- ar ber á fólki í öðrum löndum heims- ins. kristjanh@dv.is Ferðalagið sem ég ætlaði í Menning Pönkarinn endurvakinn á sunnudaginn verður rætt um pönk og diskó í árbæjarsafni. Ó Ó Ingibjörg Ó Ó Ingibjörg er yfirskrift tónleika sem Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ómar Guðjónsson gítarleikari halda á Gljúfrasteini á sunnudaginn. Þeir eru hluti af Stofutónleikaröð Gljúfrasteins, hefjast að venju klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Gallerí Íbíza Bunker Lokasýning sumarsins Íbíza Breeze í Bunkernum verður í Gallerí Íbíza Bunker í dag, föstudag, klukkan 17. Sýningin er ein stór innsetning sem nær alla leið út í garð gallerísins og samanstendur af skúlptúrum, gólfmálverki og prentverki. Léttar veitingar verða í boði og klukkan 18 mun hljómsveitin Sykur spila. Rachel Corrie Corrie lést í mars 2003, aðeins 23 ára að aldri, þegar hún varð undir ísraelskri jarðýtu er hún stóð vörð um hús palestínskrar fjölskyldu. Þóra leikur í einleik sem byggður er á ævi Corrie næsta vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.