Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 40
föstudagur 1. ágúst 200840 Helgarblað DV Í haust mun Laddi mæta aftur á fjal- ir Borgarleikhússins með sýningu sína Laddi 6-tugur, þriðja leikárið í röð. Og núna er hann orðinn örlítið eldri. „Þetta er sama sjóvið, það eru ekki allir búnir að sjá þetta, en sum- ir eru reyndar búnir að koma þrisvar og segja að þetta sé orðið annað sjóv. Ég bæti inn í „standuppið“ svo það er alltaf eitthvað nýtt. Ég er aðallega að gera grín að sjálfum mér og ellinni, improvísera í bland og maður þarf bráðum ekkert að skipta um gervi til að geta leikið gömlu karlana. Ég gæti hrært í þessu og haldið áfram til sjö- tugs.“ Laddi hlær og bætir við: „Nei, ég held að maður haldi áfram til jóla og geri svo eitthvað annað nýtt.“ Núna á toppnum Laddi hefur verið þjóðþekktur svo lengi að vinsældir hans hljóta að hafa farið upp og niður. En hvar er toppur- inn á ferlinum? „Núna upplifi ég hátind ferils míns, í þessari sýningu minni. Ég er svo himinlifandi, ég er að uppskera eftir hátt í 40 ára starf. Er að fá klapp og verðlaun frá þjóðinni. Viðtökurn- ar eru frábærar og því segi ég: Þetta er minn toppur.“ Þulur Rásar 1 var að kynna tónlist um daginn og kynnti lag eftir Ladda, Austurstræti, með slíkri hlýju og virð- ingu að Laddi er greinilega kominn á stall. „Já, ég er stoltur og þakklát- ur fyrir það að finna að tónlistin mín er gefin út og leikin meðal annars af stórsveit, án texta.“ Hvort ertu meiri leikari eða tónlist- armaður að þínu mati? „Ég er meiri leikari en tónlistar- maður. Ég hef ekki gefið mig út fyrir að vera tónlistarmaður en ég hef gaman af að gutla á gítar, er „sjálfnámaður“ eins og sumir segja. En ansi mörg lög sem ég hef samið hafa lifað. Við vor- um að taka lögin mín saman um dag- inn og ég var jafnhissa og margir aðr- ir á því hvað ég hef gefið út mörg lög sem hafa orðið vinsæl – eitthvað um 60 lög sem ég samdi alhliða sjálfur, það er bæði lag og texta. Og lifa áfram. Krakkar í dag kunna þessa texta.“ Laddi ljómar og er greinilega glaður á sinn hógværa hátt. Hver er Laddi? Við höfum séð hann í ótal gervum og flestir eiga sínar uppáhaldstýpur úr safni Ladda. En hver er hann sjálfur? „Ég er ósköp venjulegur, rólegur, kurteis, heiðarlegur maður. Áhuga- mál mín eru golf og ferðalög til Spán- ar – í golf.“ Þú hefur einhverja snilligáfu. Hef- urðu fundið út hvert er þitt gull? „Ja, ætli það sé ekki einhver næmni fyrir gríni og leik. Ég er næmur á réttu hlutina. Hef góða tímasetningu og þetta er innbyggt í manni. Finn hvað virkar og hvað ekki, á sjálfum mér. En ég get ekki kennt neinum þetta og kann ekki að segja frá því.“ Synirnir Laddi á þrjá syni og tveir þeirra koma fram í Laddasýningunni frægu. „Yngsti sonur minn, Þórhallur, er töluvert í grínbransanum. En við höf- um ekki gert mikið af því að koma fram saman en vonandi gerum við meira af því síðar. Hann kemur fram í sýningunni minni. Og Ívar líka. Það býr ýmislegt í honum. Ívar er flinkur að dansa og hann gæti gert ýmislegt í þessu fagi. Marteinn er elstur. Hann er ekkert í þess- um bransa, er meiri bókaormur og er í mannfræði. En hann er samt alltaf með fíflalæti eins og ég og hinir strák- arnir.“ Týpa verður til Hvernig verður karakter til hjá þér? Gerist það fyrst í huga þínum eða verður týpa til út frá gervum sem þú finnur upp? „Bæði og. Oft þegar ég vinn fyrir sjónvarp kemur útlitið fyrst og mað- ur er fyrir framan spegil og fikrar sig áfram með gervi og svo kemur bara eitthvað. En maður er líka með radd- ir og karaktera á lager í huganum og pikkar það upp. Ég er núna með tvo eða þrjá karaktera í huga. Ég er með raddirnar, en á eftir að hanna útlitið. Þetta kemur bara fram, maður er með eitthvað á lager án þess að vita af því. Ég glápi mikið á fólk, skoða göngulag og annað. Stundum fylgi ég eftir fólki sem ég sé. Ég mætti einu sinni manni á Laugavegi og ég snéri bara við og elti hann! Svo býr þetta innra með manni og hreyfingin lifir með manni og kemur fram í karakt- er síðar. Og röddin getur komið ann- ars staðar frá. Svo set ég þetta saman. En það má segja að karakterar í svona sýningu eins og í Borgarleikhúsinu verða fyrst til út frá röddinni.“ Stressaður yfir Elsu Lund Hefurðu verið stressaður að koma fram með einhverju týpu? „Já, Elsu Lund á sínum tíma. Bjössi Emilsson, pródúsent á Sjónvarpinu, æsti mig upp í að gera eina flotta kerl- ingu í þáttinn hjá Hemma Gunn. Ég taldi það ekki virka, fannst bjánalegt þegar menn voru að gera svona kerl- ingar á héraðsmótum. En hann talaði mig inn á þetta. Ég var mjög stress- aður fyrst. En það virkaði. Hún hefur verið vinsæl.“ Er hún vinsælasti karakterinn þinn? „Já, Elsa Lund, Eiríkur Fjalar og Magnús.“ Hefur húmor Íslendinga breyst mikið í tímans rás? „Nei, allt sem ég hef verið að gera virkar enn. Og ég finn það í sýning- unni minni að ungt fólk fílar þetta vel. Ég er bæði með uppistand, sketsa og karaktera. Húmor hjá áhorfendum hefur ekki mikið breyst. Nýir og ung- ir grínarar koma með öðruvísi húmor. Það fellur misvel í fólk. En fólk um tví- tugt kýs kannski frekar uppistand og vill jafnvel gróft klám. Ég vísa stund- um á son minn ef ég get ekki tekið að mér verkefni og hann er með uppi- stand sem hann segir innihalda efni fyrir yngri en 35 ára. Ég var hissa á einni sýningu hjá honum hvað fólk hló mikið að prum- pubröndurum og grófum húmor. En húmor er svo margvíslegur – og svo fer þetta bara eftir því hvernig maður ber hann fram. Ég hef gaman af tví- ræðni, þegar maður segir ekki neitt beint en fólk hugsar það bara. En ég vil ekki klám eða gróft grín.“ Breskur húmor bestur Hvað finnst þér fyndið? „Ég hef gaman af Monty Python. John Cleese og Little Britain er fyrir mig. Breskur húmor er góður en ég þoli ekki amerískan húmor. Hann fer út í fíflalæti. Ég nenni ekki að fara á amerískar gamanmyndir. En ég fer pottþétt ef þær eru enskar. Það er mikill munur á þessu. Af Íslendingum verð ég að segja það að Siggi Sigurjóns er í miklu uppáhaldi – hann er skemmtilegastur.“ Við rifjum um stund upp ýmis uppáhaldsgrín- atriði með Sigga Sigurjóns eins og til dæmis Elías sem hann lék í Stund- inni okkar. Og mörg ógleymanleg at- riði með Ladda. „Það mætti endursýna margt gam- alt efni úr safni Sjónvarpsins. Þetta gamla virkar alveg ennþá. Ég sýni lítilli frænku minni stundum gamalt efni á spólum og hún fílar það alveg í botn.“ Annað gamalt efni sem Laddi fær mikil viðbrögð við er gaman- myndin Stella í orlofi. „Já, fólki þykir hún ennþá mjög fyndin. Fólki finnst það vera ein besta íslenska grín- myndin, hún eldist mjög vel.“ Óttast viðbrögðin En hvernig líður Ladda áður en hann kemur fram með nýtt efni? „Ég óttast alltaf viðtökurnar. Ef ég er með eitthvað nýtt er ég hrædd- ur um að það sé alveg glatað. Þetta er einhver minnimáttarkennd í mér sem ætti að vera farin eftir öll þessi ár. Maður ætti að treysta því sem maður hefur. En þetta hefur líka sína kosti því ég læt ekki allt fara, vinn efni aftur og aftur, hendi út og vanda mig vel. En ég er alltaf í vafa og treysti efninu ekki alltaf þegar af stað er farið og svo þeg- ar það klikkar ekki er það mikill léttir. Fyrsti hláturinn fær mann á flug. Það hefur komið fyrir þegar ég er baksviðs að ég spyr mig af hverju ég sé að þessu. Stundum úti á landi, ef aðstaða er slæm og erf- itt að skipta um föt, þá spyr ég mig af hverju ég standi eiginlega í þessu. Og ég meika ekki útiskemmtan- ir lengur. Þar er yfirleitt engin aðstaða – ég er alltaf að skipta um föt og karakter í mínum sýning- um. Ég asnast svo mikið til að skipta um karaktera. Og þá þarf maður að hafa til þess almennilega aðstöðu. Helgarviðtalið Sigríður ArNArdÓTTir sirryarnar@gmail.com „Ég hef alltaf verið með mína minnimáttarkennd og ekki haft mikla trú á sjálfum mér, sjálfsmat mitt er ekki hátt svo ég hef í raun alltaf verið með báða fætur á jörðinni. Ég geng ekki upp á svið og segi „þetta er pottþétt“, ég er alltaf í vafa og finnst ég ekkert sérstaklega góður, nema stundum.“ Með sérmerkta golfkúlu Laddi er mikill golfáhugamaður og er duglegur að skella sér í golfferðir til spánar. „Ég er oftast inni á mínu herbergi baksviðs fyrir sýningu og í hléi. Er einn og pæli í hlutum, ræð krossgátur og dreifi huganum. Þannig gleymi ég stressinu.” Þrátt fyrir að vera stjarna á sviðinu er Laddi rólegur og hlédrægur baksviðs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.