Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 45
DV Helgarblað föstudagur 1. ágúst 2008 45 „Ég er að ná mér,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, en hann er nýsloppinn út af spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall. Sambland af streitu og laumureykingum varð til þess að Mummi hné niður í eigin afmælis- veislu. Sjúkrabíll kom á vettvang og fór með hann á spítala þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Aðgerðin heppnaðist vel og er Mummi kominn heim í faðm ástarinnar sinnar, Sunnu Ólafsdóttur flugfreyju. Nú þarf hann að endurskoða allt sitt líf annars eru helmingslíkur á að hann endi aftur á spítala. Mummi segist standa á kross- götum, hann þarf að breyta lífsstíl sín- um ætli hann að halda heilsunni. Hjartaáfall í afmælinu Það var í byrjun júlí sem Mummi hugðist halda upp á fimmtugsafmæl- ið sitt með pompi og prakt. Vinir og vandamenn hittust á veitingastaðn- um Silfri til þess að fagna merkum tímamótum Mumma. Þegar í upphafi veislunnar fann hann fyrir verkjum. Stuttu síðar varð ljóst að eitthvað meiriháttar amaði að Mumma og sjúkrabíll var kallaður til. Hann var færður upp á spítala og lagðist þá þeg- ar undir hnífinn. Mummi hafði feng- ið hjartaáfall og yrði ekki brugðist við undir eins væri dauðinn vís. Gestir sátu eftir í veislunni og biðu í von og ótta um ástvin sinn. Þau snæddu aðalrétt og biðu eftir fregnum af Mumma. Það var síðan þegar þau borðuðu eftiréttinn sem góðu fréttirn- ar bárust; Mummi var hólpinn. Algjör fíkill „Ég þarf að breyta alfarið um lífs- stíl vilji ég ekki enda aftur á skurðar- borðinu,“ segir Mummi þreytulega en ástæðan fyrir hjartaáfallinu var streita og reykingar. Mummi segist hafa ver- ið byrjaður að reykja í laumi og er ekki hreykinn af sjálfum sér. „Ég var alltaf fullur af skömm vegna reykinganna, maður var algjör fík- ill,“ segir Mummi sem hefur tekist að sigra áfengisbölið en var fyrirmunað að sigra tóbaksfíknina. Nú er svo kom- ið að hann á engra kosta völ – ekkert minna en dramatískar breytingar á lífsstílnum dugir. Mummi var nær dauða en lífi þeg- ar hann fékk hjartaáfallið en á tímabili var tvísýnt um hvernig færi fyrir hon- um. Hann þurfti að dvelja á spítala í rétt tæpa viku til þess að ná sér aftur og ljóst að hjartaáfallið var mikið og þungt högg fyrir heilsuna. Skammaður af læknum „Mér var bara sagt á skurðarborð- inu að ég væri dauður ef ég hætti ekki að reykja,“ segir Mummi en læknarnir sem hlúðu að honum voru ekkert að skafa utan af því þegar þeir skömm- uðu Mumma fyrir lífsstílinn. Læknarn- ir sögðu við hann að sífellt yngra fólk væri að leggjast undir hnífinn vegna óholls lífernis. Jafnvel ungir menn á fertugsaldri væru að fá hjartaáfall. Sjálfur segir Mummi að kólesteról- ið hafi ávallt verið lágt hjá sér en hann hafi hugað að mataræðinu í gegnum tíðina. Það dugði ekki því streitan og reykingarnar voru að drepa hann. Hann segir allar æðar hafa verið sam- anherptar enda stressið að fara með hann, eins og Mummi orðar það sjálf- ur. „Maður heldur alltaf að maður sé ómissandi,“ segir hann og bætir við að sú hugsun hafi hreinlega skilað hon- um á skurðarborðið. Óþreytandi baráttumaður Mummi hefur verið ötull í með- ferðarúrræð- um fyrir ungl- inga í gegnum tíðina. Áður en hann byrj- aði með Götu- smiðjuna hélt hann úti Mót- orsmiðjunni. Hann hefur lagt gríðarþung lóð á vogarskál- ar Vímulausrar æsku og tileink- að líf sitt barátt- unni gegn böli áfengis og fíkni- efna. Nú síðast fékk Götusmiðj- an aðgang að húsnæðinu sem hýsti Byrgið á sínum tíma og hefur það verið mikil búbót fyrir Götusmiðjuna. Hingað til hefur það þótt nokkuð snúið að halda heim- ilinu saman og kallar á gríðarmikla vinnu af hálfu Mumma sem hefur verið óþreytandi að aðstoða ungviði Íslands. Sjálfur hefur hann unnið öt- ullega að heilbrigðari lífsstíl ungling- anna og nú er komið að honum sjálf- um. Treystir samstarfsfólkinu „Það er fullt af hæfu fólki í Götu- smiðjunni,“ segir Mummi sem þykir kominn tími til þess að treysta góðu samstarfsfólki. Það geti skilað sér í lengra og betra lífi. Mummi hefur unnið myrkranna á milli í Götusmiðj- unni sem nú er í Grímsnesi. Hann seg- ist hafa upplifað sig í aðalhlutverki þar sem hann væri ómissandi. „Þá fer þetta til fjandans og mað- ur endar á skurðarborðinu,“ segir Mummi sem þurfti að þola hjartaáfall til þess að læra þau grunnsannindi að enginn er ómissandi – kirkjugarður- inn sé ágætis áminning um það. Að sögn Mumma eru það ekki bara læknarnir sem skipa honum að slaka á, vinnufélagar og fjölskylda vilja halda honum lengur í jarðvistinni og því skipun frá þeim að hann hægi á sér. Viðburðarík ævi Mummi hefur átt viðburðaríka ævi og þurfti meðal annars að berjast við fíkílinn í sér. Hann hætti allri neyslu árið 1992 og hefur verið án vímuefna síðan þá. Mummi er næstelstur fimm bræðra, skilnaðarbarn sem flutti úr 101 í Laug- arneshverfið og þaðan í Mosfellssveit- ina þegar hann var unglingur. „Ég tel að það hafi bjargað lífi mínu að flytja út fyrir bæinn á unglingsár- unum,“ segir hann. „Flestir æskuvina minna dóu, enduðu á geðdeild eða á Hrauninu. Fyrsta skipulagða innbrot- ið mitt framdi ég þegar ég var tíu ára. Það var svo vel skipulagt að ég notaði ekki kúbein heldur varð mér úti um lykilinn að sjoppunni sem ég ætlaði að ræna. Ég held að við fæðumst öll með tiltölulega autt blað, en svo mót- ar lífið okkur. Æskuheimili mitt var mjög brotið. Við vorum fimm bræð- urnir, móðir okkar og stjúpi. Út á við leit heimilið mjög vel út, en innviðirn- ir voru skemmdir.“ Vildi stimpla sig út Mummi var í neyslu í fjölda ára en að lokum fékk hann nóg. „Það kom upp atvik innan fjöl- skyldunnar sem varð til þess að ég sá að annaðhvort yrði ég að gefa enn einni meðferðinni séns eða deyja. Ég var búinn að vera inn og út af með- ferðarstofnunum, fór fyrst 21 árs inn á Silungapoll. Ég byrjaði snemma að leita. Ég var hjá SÁÁ, inni á geðdeild og hjá hinum og þessum batteríum. Ég reyndi meira að segja að tékka á Guði, hvort hann væri einhver lausn. Guð hefur aldrei meikað neinn sens fyrir mér nema sem trúarleg tilfinn- ing. Ég man alveg eftir mómentum þegar ég sat í kjallaraholu í miðbæn- um með stolna haglabyssu. Ég man ennþá bragðið af byssuhlaupinu. Ég man ennþá bragðið af Diazepam og öllum þeim pillum sem ég bruddi. Ég var alltaf að reyna að stimpla mig út en ég hafði ekki kjarkinn,“ segir Mummi sem hefur sopið marga fjör- una í gegnum tíðina. Og þó líf hans sem fíkils hafi verið erfitt er erfið- asta áskorunin eftir; að lifa lífinu lif- andi með ástvinum og unglingunum sem hann reynir að bjarga frá degi til dags. Ástin mikilvæg „Kærastan stóð með mér í þessu öllu og hugsar vel um mig,“ segir Mummi en hann hefur fund- ið ástina í flug- freyjunni Sunnu Ólafsdóttur en hún var með Mumma í af- mælinu þeg- ar hann fékk hjartaáfall- ið. Hann seg- ir stuðning hennar hafa skipti miklu máli enda ómetanlegt að hafa ástvin sér við hlið á erfiðum tímum. Þessa dagana hvílir Mummi sig heima ásamt Sunnu og reynir að draga úr streitunni. Hann segist núna vera að endurskoða líf sitt og lífsstíl. Endurmatið er óhjákvæmilegt að sögn Mumma enda ansi hörð áminning að enda á spítala á milli lífs og dauða. Núna þarf hann að hætta laumureyk- ingunum sem hann hefur reynt að fela fyrir fólki. Hann blekki engan, að minnsta kosti ekki heilsuna. Gráhærður á Harley Mummi er sex barna faðir. Börnin hans eru á aldrinum þriggja ára upp í tuttugu og átta ára og hann bætir við stoltur: „Og svo á ég fjögur barna- börn.“ Mummi þarf nú að huga að sér sjálfum til þess að hugsa um börn og barnabörn en í viðtali við DV á síðasta ári sagðist Mummi vera gráhærður og síðhærður Harley-Davidson-eigandi sem reyni að gera sitt besta. „Ég ákvað einu sinni að þegar ég yrði fertugur ætlaði ég að vera grá- hærður og síðhærður og eiga Har- ley Davidson-mótorhjól. Sá draum- ur rættist. Einu sjúkdómarnir sem ég samþykki eru því mótorhjóla- og veiðidella!“ Ekki ómissandi En núna eru tímarnir aðrir fyr- ir Mumma. Það er nokkuð í það að hann geti þeyst um á vélfákinum því alvarlegri sjúkdómar banka á dyrnar. „Maður er bara kominn í göngu- grindina og gefur fuglunum,“ segir Mummi hlæjandi um ástandið á sér þessa dagana sem er ólíkt því sem hann hefur átt að venjast með sífelldri atorku sem nú virðist þjaka hann lík- amlega. Hann segir það skrýtna til- finningu að slaka á og horfa á blóm- in vaxa. Sjálfur hefur hann verið á fartinni meira og minna allt sitt líf. Hann segir einn stærsta lærdóminn sem hann dró af þessari ógnvæn- legu reynslu vera þann að allt hefur sinn gang og hann sé ekki ómissandi. „Strætótinn kemur alltaf daginn eftir,“ segir Mummi um einfaldleika lífsins sem hann ætlar sér að njóta héðan í frá. Hann er þrátt fyrir allt hamingju- samur með það sem hann hefur og ætlar sér að lifa lífinu, bæði lifandi, og eins lengi og mögulegt er. Núna hef- ur hann sex vikur til þess að breyta lífi sínu og ná fullri heilsu á ný. Þær ætlar hann nýta vel í faðmi Sunnu og fjöl- skyldu sinnar. „Ég ætla að minnsta kosti ekki að láta Götusmiðjuna drepa mig,“ seg- ir hinn lúsiðni Mummi sem horfir björtum augum til framtíðar. valur@dv.is Gefur öndunum í GönGuGrind GrÁHærður Á VélfÁk Mummi sá sig alltaf sem fertugan mann á Harley davidson-hjóli með grátt hárið flaksandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.