Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 50
föstudagur 1. ágúst 200850 Sport Sport Bandaríkjamenn í Speedo Íþróttavörufyrirtækið Nike, sem er með styrktarsamning við bandarísku keppendurna á Ólympíuleikunum, ætlar að leyfa sundfólkinu að klæðast speedo-göllum á leikunum. sundfólk Bandaríkjanna er með því besta í heimi og bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort Michael Phelps nái að vinna átta gullverðlaun á leikunum. Hann eins og aðrir bandarískir sundmenn vilja aftur á móti klæð-ast nýja speedo-gallanum og hafa nú fengið leyfi til þess. Ís-lenska sundkonan Erla dögg aðalsteinsdóttir prófaði bún-inginn fyrr á árinu og setti þrjú Íslandsmet á því móti. Ólympíuleikarnir í Peking hefjast 4. ágúst næstkomandi. Ólympíufararn- ir eru 13 auk íslenska landsliðsins í handknattlek og verða keppendur þjóðarinnar því 27 talsins. Kepp- endurnir koma úr fimm íþrótta- greinum og DV spjallaði við nokkra keppendur á leikunum auk þjálfara íslenska landsliðsins í handknatt- leik. Badminton Íslendingar eiga einn keppanda í badminton en Ragna Björg Ingólfs- dóttir ávann sér keppnisrétt á Ól- ympíuleikunum með því að vera ein af 60 efstu badmintonspilurunum á heimslistanum. Ragna Ingólfsdóttir, sem keppir í badminton á Ólympíuleikunum, datt ekki í lukkupottinn með and- stæðing. Hún mætir japönsku stúlk- unni Eriko Hirose. „Hún er besta og eina jap- anska stelp- an sem keppir á Ólymp- íuleikunum. Hún var í 15. sæti þegar síðasti listi kom út og ég þá í 56. sæti. Ég var frekar óheppinn með and- stæðing því sumar stúlknanna sem eru í mínum styrkleika- flokki mæta hvor ann- arri og eiga því helmings- möguleika. Þetta verður þó mun erfiðara fyrir mig því ég þarf að eiga stórkostlegan dag til að sigra hana og hún á móti ekki eins góðan,“ segir Ragna sem heldur sínu markmiði á lofti. „Markmiðið er allt- af að vinna einn leik þótt það verði erfiðara fyrir mig en hefði ég fengið að- eins slakari andstæðing,“ segir Ragna FrjálSar íþróttir Frjálsíþrótta- sambandið send- ir þrjá keppendur á Ólympíuleikana að þessu sinni. Þórey Edda Elís- dóttir kepp- ir í stanga- stökki, Ásdís Hjálmsdótt- ir í spjótkasti og Bergur Ingi Péturs- son keppir í sleggjukasti. Ásdís og Berg- ur fara þarna á sína fyrstu Ól- ympíuleika. Bergur Ingi hlakkar til og segir enga pressu vera á sér. „ Ég hef ekki sett mér nein markmið sem slík. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á þetta mót þannig að aðalmálið er bara að hafa gaman af þessu,“ segir Bergur. Berg- ur kast- aði 74,48 metra þegar hann náði lágmarkinu sem var 74 metrar. „Núna er ég að reyna að koma skrokknum í betra keppn- isform. Þetta er draumur hvers manns en ég fer til Peking pressu- laus og ætla mér að gera mitt besta,“ segir Bergur en Hvít-Rússinn Ivan Thikon hefur kastað lengst allra í ár eða um 84,5 metra. HandBolti Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik komst inn á Ólympíuleik- ana eftir frækinn sigur á Svíum í umspilsleik í Póllandi. Íslending- ar leika í riðli með heimsmeistur- um Þýskalands, Evrópumeisturum Dana, Rússlandi, Suður-Kóreu og Egyptalandi og stefnan er sett á að komast upp úr riðlinum en Guð- mundur Guðmundsson segir að um sannkallaðan dauðariðil sé að ræða. „Fyrsta markmið okk- ar er að vera á meðal fjög- urra efstu liða í riðlinum til að komast áfram í umspil. Það er ljóst að þetta er gríð- arlega sterkur riðill. Ef ein- hvern tímann er hægt að tala um dauðariðil er það núna. Við þekkjum öll liðin nema Suður-Kór- eu nokkuð en við fáum myndband af leik þess fyrir Ólympíuleikana,“ segir Guðmundur. Hann segir Ólymp- íuleikana engu líka. „Um- fangið er svo gríðarlegt og þar er ólympíuhugsjóninni haldið á lofti. Mér finnst hún oft gleymast. Við höf- um rætt hana þótt við höfum svo sem ekki verið með neina kennslustund í henni,“ segir Guðmundur. Sund Sundfólk- ið verður fjölmennt í Peking. Átta keppend- ur verða á lista en það eru þau Árni Már Árna- son, Erla Dögg Haf- steinsdótt- ir, Hjörtur Már Reyn- isson, Jakob Ólympíuleikarnir í Peking eru á næsta leiti. Undirbúningur ís- lensku keppendanna er á lokastigum. Eftirvæntingin er mikil en Íslendingar senda 27 keppendur á leikana að þessu sinni. DV spjallaði við nokkra þeirra og spurði þá um markmið og vænting- ar fyrir Ólympíuleikana. Þjóðarstoltið undir Viðar GuðjónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is einn leikur ragna Ingólfsdóttir stefnir að sigri í einum leik. koma SVo Ólafur stefánsson er klár í slaginn í Peking. tilBúinn örn arnarson reynir að komast í úrslit í 100 metra baksundi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.