Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 51
föstudagur 1. ágúst 2008 51Sport Knattspyrnuliðin mega eKKi neita tekin var ákvörðun um það fyrir dómstólum að ekkert knattspyrnufélag í heiminum mætti neita leikmönnum sínum um að fara á Ólympíuleikana svo lengi sem þeir eru yngri en 23 ára. Knattspyrnukeppnin á Ól- ympíuleikunum fer þannig fram að liðin mæta með hóp af leik- mönnum yngri en 23 ára ásamt þremur eldri. Lið hafa hingað til verið dugleg að neita sínum leikmönnum því þeir koma þá ekki heim fyrr en tímabilið í flestum deildum er hafið. um leið og var úrskurðað um þetta var argentínska landsliðið ekki lengi að kalla á Leo Messi hjá Barcelona sem mun leika með argentínu á ÓL. miKið lagt upp úr strandblaKi strandblak er orðin ein vin- sælasta íþróttagreinin á Ólympíuleikunum og ætla forsvarsmenn leikanna í Peking að sjá til þess að allt verði í toppstandi á strönd- inni. Búist er við fjölda áhorfenda því mun færri komust að en vildu á úrslitaleikina í strandblaki á leikunum í aþenu fyrir fjórum árum. sem fyrr eru Brasilíumenn sigurstranglegastir bæði í karla- og kvennaflokki en Bandaríkjamenn eru einnig mjög sterkir. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! Þjóðarstoltið undir Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sarah Blake Bateman, Sigrún Brá Sverr- isdóttir og Örn Arrnarson. Sundfólkið æfði í Singapúr fyrir Ólymp- íuleikana og DV náði tali af Erni Arnarsyni sem er fullur eftir- væntingar. „Fyrst og fremst er markmiðið að bæta mína tíma,“ segir Örn Arn- arson en sterkasta grein hans er 100 metra bak- sund. „Ef ég kemst í undanúrslit eða úrslit tel ég það vera mjög góðan árangur. Ég er í miklu betra formi en ég hef verið í undan- farin ár enda meiðslalaus. Eins og staðan er núna eru menn mjög jafn- ir. Það getur munað tíundu hluta úr sekúndu hvort þú kemst upp úr riðl- inum eða sitjir eftir. Þess vegna væri alveg frábært að komast í úrslit,“ segir Örn en hann lenti í fjórða sæti á Sumarólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. „Aðstæður þarna úti líta mjög vel út. Laugin er mjög góð og menn tala um að þetta sé mjög flott hjá Kínverjunum,“ segir Örn Júdó Þor- móð- ur Jónsson keppir fyrir Ís- lands hönd í júdó. Hann fékk úthlut- að svokölluðu „wild card“-sæti sem þýðir að hann er einn þeirra kepp- enda sem fengu úthlutað auka- sæti þar sem hann var nærri því að ná ólympíulágmarki. Hann hefur verið að byggja sig upp og stimpla sig inn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir upp úr miðju síðasta ári, rétt um það bil sem hann fór að vinna sig upp styrkleikalistann. Þormóður kemur þó inn í mótið neðstur allar Evrópumanna á styrk- leikalistanum. „Ég stefni bara að því að kom- ast í gegnum fyrstu viðureignina því annars er þetta búið,“ segir Þor- móður en ef hann leggur fjóra and- stæðinga að velli vinnur hann gull á Ólympíuleikunum. Um er að ræða útsláttarkeppni og er hann einn 32 keppenda. Enn á eftir að draga í keppninni og því óljóst hverjum Þor- móður mætir. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn veit ég að þetta verður upp í móti. En það getur allt gerst og ég hef unnið menn sem eru á þessu móti,“ segir Þormóður sem æfir stíft þessa dagana. eKKert til sparað Kínverjum er mikið í mun um að koma vel fyrir. sterKur stráKur Bergur Ingi Pétursson er efnilegur sleggjukastari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.