Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 66
föstudagur 1. ágúst 200866 Helgarblað DV Sakamál Tíu ára morðingi Carroll Edward Cole var bandarískur raðmorðingi. Hann var tekinn af lífi í Bandaríkjunum 1985. Cole var afar vel gefinn mað- ur, en engu að síður átti skólaganga ekki vel við hann. Hann hneigðist ungur að árum til glæpa og framdi sitt fyrsta morð tíu ára að aldri. Ódæði hans áttu eftir að verða fleiri og tilfinningar hans voru litaðar af uppeldi í skugga ofbeldis af hálfu móður hans og brutust út í taumlausu hatri í garð kvenna. Lesið um Carroll Edward Cole í næsta helgarblaði dV.umsjÓn: KoLBEinn ÞorstEinsson kolbeinn@dv.is Blóðsugan frá DüsselDorf Peter Kürten ólst upp á heimili sem var gegnsýrt af drykkju heimilisföðurins. Peter horfði upp á föður sinn misþyrma móður hans og systrum kynferðislega og tileinkaði sér ungur að árum sama athæfi. Hann var ekki hár í loftinu þegar glæpaferill hans hófst og sjálfur hélt hann því fram að hann hefði framið sín fyrstu morð aðeins níu ára að aldri. Það er óhætt að fullyrða að Peter Kürten hafi ekki verið allur þar sem hann var séður. Kürten fæddist árið 1883 í Mülheim í Ruhr-héraði í Þýskalandi. Fjölskylda hans var afar fátæk og heimilislífið einkenndist af ofbeldi. Kürten var þriðja barn foreldra sinna og átti tólf systkini. Barn að aldri horfði Peter upp á föður sinn beita bæði móður hans og systur kynferðislegu ofbeldi. Þess var ekki langt að bíða að Peter tæki föður sinn sér til fyrirmyndar og ungur að aldri níddist hann kyn- ferðislega á systrum sínum. Peter Kürten var viðloðandi smáglæpi á yngri árum og hljópst oft að heim- an. Sjálfur fullyrti hann síðar að hann hefði framið sín fyrstu morð aðeins níu ára að aldri með því að drekkja tveimur leikfélögum sín- um. „Ég komst að því hve mikill- ar ánægju ég fann til við að reyna að kyrkja stúlku sem ég hafði tek- ið með mér út í skóg,“ sagði hann þegar hann rifjaði upp afrek sín frá unglingsárunum. Frá dýrum til manna Peter Kürten var ellefu ára þeg- ar fjölskylda hans fluttist til Düss- eldorf, borgar sem hann síðar yrði kenndur við. Sem drengur hafði hann unun af því að kvelja dýr og stundaði það af mikilli áfergju þeg- ar hann vann hjá hundafangara þar í borg. En þess var ekki langt að bíða að manneskjur tækju við af dýr- um þegar hann ræktaði hugðarefni sín. Kürten framdi sitt fyrsta sann- anlega morð árið 1913 við innbrot. Var þar um að ræða tíu ára dóttur bareiganda, sem Kürten hnaut um við innbrot á heimili bareigandans. Hann kyrkti stúlkuna og skar síð- an á háls. Daginn eftir sat hann á öldurhúsi gegnt morðstaðnum og hlustaði á fólk ræða ódæðið. En átta ára fangelsisvist fyrir íkveikjur og smáglæpi og heims- styrjöldin fyrri gerðu að verkum að hann þurfti að halda að sér hönd- um um skeið. Árið 1921 losnaði hann úr grjótinu, flutti til Altenburg og gekk í það heilaga. Um tíma virt- ist sem eiginkona og heimilislíf ró- uðu huga hans, en það var lognið á undan storminum. Hugur hans leitaði til Düsseldorf og 1925 flutti hann á fornar slóðir og borgin varð vettvangur ógnarverka sem gerðu hann ódauðlegan í sögu borgar- innar. Peter Kürten hlaut viðurnefnið Blóðsugan frá Düsseldorf og seg- ir sagan að hann hafi fengið sér- staka ánægju af að láta blóð fórnar- lambanna spýtast upp í munn sinn og kyngja því. gríma huldi taumlausa grimmd Peter Kürten var að mati flestra sem til þekktu hæglætismaður með meinleysisáhugamál, sem var fuglaskoðun. Hann var snyrti- menni og yfirmáta kurteis, en hann var einnig skrímsli í mannsmynd og bak við grímuna bjó óslökkvandi þorsti í fórnarlömb. Árið 1929 hélt Peter Kürten íbú- um Düsseldorf í heljargreipum ótta, en enginn vissi deili á honum. Næstum vikulega fannst nýtt lík, sundurskorið eða barið til dauða, og hafði fórnarlambinu jafnvel ver- ið kynferðislega misþyrmt. Flest voru fórnarlömbin ungar konur, en karlmenn og börn var einnig að finna á meðal þeirra. Áttunda febrúar 1929 er talið að ógnaræðið hafi hafist. Þá réðist Kürten á unga konu og misþyrmdi henni hrottalega. Einnig mis- þyrmdi hann kynferðislega átta ára stúlku og myrti síðan. Hann stakk hana þrettán sinnum, hellti yfir hana lampaolíu og bar eld að. Tæpri viku síðar myrti hann mið- aldra vélvirkja með því að stinga hann tuttugu sinnum með hnífi, en síðan tók hann sér hlé frá ódæðum í um fimm mánuði. En síðla ágúst- mánaðar er engu líkara en þorsti hans í fórnarlömb hafi verið óvið- ráðanlegur. Þann 21. ágúst stakk hann þrjár manneskjur, tveimur dögum síðar myrti hann tvær syst- ur, fimm og fjórtán ára. Daginn eftir að hann myrti systurnar stakk hann enn eina konu til bana. Þorstanum svalað, í bili Engu líkar er en Peter Kürten hafi öðlast einhverja fullnægju við morðin sem hann framdi í ágúst, því í september lét hann sér nægja eitt einstakt ódæði. En Kürten kast- aði ekki höndunum til þess, því um var að ræða þjónustustúlku sem honum hafði tekist að lokka út í skóg sem var rétt fyrir utan Düss- eldorf. Eftir að hafa nauðgað stúlk- unni barði hann hana til bana með hamri. Peter Kürten virðist hafa haft mikið dálæti á hamri sem vopni og í október réðist hann á tvær kon- ur með hamarinn reiddan á loft. Lögreglan stóð ráðþrota gagnvart ódæðunum sem héldu borginni í ógnargreipum. Fórnarlömbin voru af margvíslegum toga og aðferðirn- ar ólíkar og á tímabili hélt lögreglan að um fleiri en einn ódæðismann væri að ræða. Lögreglan fékk ekki færri en níu hundruð þúsund nöfn hugsanlegs morðingja í þeim vís- bendingum sem rigndi yfir hana. En hvorki gekk né rak í leitinni að Blóðsugunni frá Düsseldorf, eins og hið óþekkta skrímsli var, þegar þar var komið sögu, kallað í fjöl- miðlum. Peter Kürten lét ekki deigan síga og 7. nóvember myrti hann fimm ára stúlku með því að kyrkja hana og stakk hana síðan þrjátíu og sex sinnum með skærum. Til að full- komna óhugnaðinn sendi Kürten kort til dagblaðs í Düsseldorf og sýndi kortið hvar litla stúlkan var grafin. Kürten fatast flugið Morð Kürtens á ungu telpunni í nóvember var hans síðasta. En frá febrúar 1930 fram í mars sama ár stóð hann að baki fjölda árása með hamri, sem ekki leiddu til dauða fórnarlambanna. Í maí sama ár gaf hann sig á tal við unga konu, Maríu Budlick. Samtal þeirra leiddi til þess að hann fór með hana heim til sín, en síðan út í Grafenberger- skóg. Þegar í skóginn var komið nauðgaði hann Maríu en, einhverra hluta vegna, leyfði Kürten henni að halda lífi. María Budlick vísaði lögregl- unni á heimili Kürtens, en þangað komin greip lögreglan í tómt. Um skeið tókst Kürten að forðast lög- regluna, en um síðir viðurkenndi hann ódæði sín fyrir eiginkonunni og sagði henni að hafa samband við lögregluna. Peter Kürten var handtekinn þann 24. maí 1930. Fyrir framan lögregluna stóð maður sem geislaði af hógværð og kurteisi, maður sem heilli borg hafði staðið ógn af um fimmtán mánaða skeið. Kaldrifjaður morð- ingi sem hafði sent lögreglunni vin- gjarnlega skrifuð bréf þar sem vísað var á lík fórnarlamba og hafði vald- ið því að mæður bönnuðu börnum sínum að leika úti og að fólk óttað- ist að vera á ferli eftir að rökkva tók. Maður með þrjátíu ára glæpaferil að baki. Líkaði að drepa Í varðhaldi játaði Peter Kürten glæp sinn gagnvart Maríu Budlick og auk þess játaði hann á sig fjölda morða. Allt í allt játaði hann á sig sjötíu og níu glæpi. „Þið munið heyra af mörgum óhugnanlegum hlutum,“ sagði hann við þá sem yf- irheyrðu hann. Hann upplýsti lög- regluna um að honum líkaði vel að drepa, „því fleira fólk, því betra. Já, ef ég hefði haft tækifæri til hefði ég stundað fjöldamorð – það hefði líkst hamförum.“ Á hverju kvöldi hafði Peter Kürten leitað fórnar- lamba og fundið til kynferðislegrar fullnægju við morðin. Talið er að Peter Kürten hafi haft yfir þrjátíu mannslíf á sam- viskunni, en þegar upp var staðið var hann ákærður fyrir níu morð og sjö morðtilraunir. Réttarhöldin yfir honum hófust í apríl 1930 og til að byrja með lýsti hann sig saklausan af ákæruatriðunum. En eftir nokkr- ar vikur venti hann sínu kvæði í kross og játaði sekt sína. Peter Kürt- en var dæmdur til dauða. geðveikur eða ekki Þýsk yfirvöld úrskurðuðu að Kürten væri geðveikur og gekk sá úrskurður þvert á álit margra bestu geðlækna landsins. Peter Kürten tjáði lögskipuðum læknum að að- alástæða ódæða hans væri „...að ráðast gegn þrúgandi samfélagi“. Hann neitaði ekki að hafa kynferð- islega misnotað fórnarlömbin, en það hefði ekki verið aðaltilgangur- inn. Þessi vitnisburður gengur í bága við niðurstöðu Karls Berg læknis. Berg tók fjölda viðtala við Kürten á meðan hann beið aftökunnar og sagði Kürten aðalástæðu morð- anna hafa verið af kynferðislegum toga og eingöngu leit að kynferðis- legri fullnægju. Misjafn fjöldi hnífs- stungna á fórnarlömbunum var til kominn vegna þess að stundum tók það lengri tíma að fá fullnægingu. Kürten sagði að blóð væri órjúfan- legur hluti af kynferðislegri örvun. Peter Kürten var tekin af lífi í Köln 2. júlí 1931. Rétt áður en blað fallaxarinnar sneiddi af honum höfuðið varpaði hann fram sinni síðustu spurningu: „Segið mér, eftir að höfuðið skilur við búkinn, mun ég samt geta heyrt, þó ekki sé nema andartak, hljóðið þegar blóð mitt spýtist úr strjúpanum?... það yrði nú ánægja til að binda endi á alla ánægju.“ Vísindamenn reyndu árið 1931 að útskýra persónuleika og hegðun Peters Kürten með því að rannsaka heila hans. Hauskúpa Blóðsugunn- ar frá Düsseldorf er til sýnis á Ripl- ey‘s-safninu í Wisconsin. xxxx xxxxxxxx. holar@simnet.is SÖNN SAKAMÁL fróðleikur og gamansögur SPENNA - nýtt tímarit spenna1-2008.qxp 7.7. 2008 15:26 Page 1 Peter Kürten lét ekki deigan síga og 7. nóvember myrti hann fimm ára stúlku með því að kyrkja hana og stakk hana síðan þrjátíu og sex sinnum með skærum. Snyrtimenni Peter Kürten var þekktur sem hæglátur og kurteis maður. Hauskúpa Kürtens Er til sýnis á ripley‘s- safninu í Wisconsin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.