Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 70
Tölvuleikjaframleiðandinn Sega, sem þekktastur er fyrir fram- leiðslu á tölvuleikjum og tölvu- fylgihlutum, hefur nú kynnt til leiks tæplega fjörutíu sentímetra háa vélmennakærustu. Það má með sanni segja að vélmennið sé hin fullkomna kærasta þar sem hún hlýðir skipunum eins og að kyssa og er sérstaklega hönn- uð fyrir einmana miðaldra karl- menn. Vélmennadaman hefur hlot- ið nafnið EMA, sem stendur fyr- ir Eternal Maiden Actualizat- ion, er hönnuð til að setja stút á munninn þegar manneskja kem- ur nærri munninum hennar svo framarlega sem EMA sé stillt á „Love Mode“ eða ástarstillinguna og sé með vel hlaðin batteríin. „Sterk, hörð og tilbúin til að berjast er líklegast það sem flestir tengja við vélmenni en við vild- um hins vegar hanna vélmenni sem er alls ekki eins og staðal- ímynd þeirra hefur verið hingað til. Þvert á móti vildum við hanna vélmenni sem er indælt og gagn- virkt,“ segir Minako Sakanoue, talsmaður Sega Toys, í viðtali við Reuters-fréttastofuna. „Hún er mjög elskuleg og þótt hún sé ekki mennsk getur hún al- veg látið eins og alvöru kærasta.“ Ekki nóg með það heldur get- ur EMA líka dreift nafnspjöldum, sungið og dansað sem þýðir að EMA gæti orðið ritari framtíðar- innar, nú eða bara skemmtikraft- ur. Sega vonast til að selja að minnsta kosti tíu þúsund vél- mennakærustur fyrsta árið sitt og sjá fyrir sér tíu billjón dollara veltu í sölu á gervigreind á borð við EMA á næsta áratug. Barmmikla vélmennakærast- ann verður fáanleg í Japan í sept- ember og kemur til með að kosta um fjórtán þúsund krónur. Talið svo um að það sé ekki hægt að kaupa sér ást. krista@dv.is Hún er með stóran barm, smágerð, afar vinaleg og hún gengur fyrir batt- eríum. Ólympíuleikar í tölvunni Ólympíuleikarnir í Peking í sumar verða þeir fyrstu sem senda allt efni út á digital-formi, en það gerir fólki kleift að horfa á leikana í PC-tölvum sínum hvar sem er í heiminum. Meira en 2.000 klukkustundir af íþrótta- efni í beinni útsendingu verður hægt að nálgast á síðunni NBCOlympics.com. Verkefnið verður stór prófraun fyrir vefmyndbönd og fyrirtækin sem standa að síðunni, NBC Universal og Microsoft. föstudagur 1. ágúst 200872 Helgarblað DV DraUMakær- asta fraMtíðar- iNNar? EMa er sérhönnuð fyrir einmana miðaldra karlmenn. Tækni uMsjón: PáLL sVanssOn palli@dv.is PlötUsPilari Með UsB-teNgi Loksins, loksins geturðu spilað gömlu vinýlplöturnar. IOn usB- plötuspilarinn er með usB-tengi þannig að hægt er að flytja alla vinýl-tónlistina yfir í tölvuna. Einnig er hægt að tengja plötu- spilarann. Hægt er að fjárfesta í plötuspilaranum á hinum ýmsu stöðum á netinu, þar á meðal á amazon. spilarinn kostar frá 70 dollurum eða fimm þúsund krónum. Barmmikil vélmenna- kærasta kaffibolla- hÓtunin samtarfsfélagi þinn myndi heldur betur fá taugaáfall ef allt í einu heyrðist í kaffibollanum sem hann ætlaði að stela af þér: „step away from the coffee machine, punk. Hands on your head, kneel down with your face to the wall. i need a cup of coffee, dammit.“ Bollinn á án efa eftir að vekja mikla lukku á skrifstofunni. Hægt er að kaupa sér kill time- kaffibollann á síðunni molla- space.com og kostar hann einungis 15 dollara eða eitt þúsund og eitt hundrað krónur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.