Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 72
föstudagur 1. ágúst 200872 Tíska DV Fer illa með brjóstin Samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var í háskólanum í Ports- mouth geta konur átt á hættu að eyðileggja á sér brjóstin með því að ganga í vitlausri brjósta- haldarastærð. Háskólinn prófaði fimmtíu brjóstahaldarategundir á hundruðum kvenmanna und- anfarin þrjú ár. „Sumar konur eru með sífelldan verk eða óþægindi í brjóstunum eingöngu vegna þess að þær eru í vitlausri stærð af brjóstahaldara. Þetta er oft spurning um það að konur vilja hvorki sætta sig við að vera með lítil brjóst eða stór brjóst og kaupa því bara það sem þær telja vera eðlilega brjóstahaldarastærð,“ segir dr. Joanna Scurr sem fór fyr- ir rannsókninni. Hvor varð Fyrri til? Justin Timberlake og Ashton Kutcher deila nú um það hvor þeirra kom trukkaderhúfum í tísku. Justin sagði í viðtali við tímarit- ið Fashion Rocks að hann væri bú- inn að fá nóg af því að fólk segði Kutcher hafa startað þessu trendi. „Mér finnst fyndið að heyra Ashton segjast vera sá sem kom trukkaderhúfunum í tísku. Það er nefnilega ekki rétt. Ég og Trace æskuvinur minn höfum gengið með trukkaderhúfur frá því að við vorum sautján ára,“ segir Justin. Það er þó enginn vafi á að báðir eru þeir að gera góða hluti í tískuheiminum, Timberlake sem nýjasta andlit Givenchy og Ashton prýðir stór auglýsinga- skilti fyrir Pepe Jeans. Flatbotna í Haust Góðar fréttir fyrir hávaxnar stelp- ur sem vilja ekki ganga á hælum, eða bara einfaldlega þær sem fíla ekki hælaskó. Flatbotna skórnir eru sjóðandi heitir fyrir haustið. Þær sem ætla að tolla alveg í tísk- unni verða að fjárfesta í einu pari af mokkasíum, þær eru nefni- lega ekki bara smart heldur líka alveg einstaklega þægilegar og fara vel með fæturna. Svo er gríð- arlega mikið úrval af flatbotna ballerínuskóm af öllum gerðum á markaðnum núna og þeir eru alltaf svo dúllulegir hvort heldur sem er við pils eða buxur. Verið óhræddar við að prófa ykkur áfram í litavali. Sérstaklega ef þú ert hinn týpíski Íslendingur sem vilt helst klæða þig í svart, skelltu þér þá á eitt par af rauðum, rönd- óttum eða doppóttum skóm til að hressa upp á heildarlúkkið. GerviauGnhár fyrir karla fyrstu gerviaugn- hárin sérhönnuð fyrir karlmenn eru væntanleg á markaðinn á næstunni. Þar sem snyrtivörur fyrir karl- menn hafa orðið gríðarlega vinsælar að undanförnu fannst snyrtivöruframleiðandunum Eylure ekkert nema sjálfsagt að hanna augnhár sem eru fremur náttúruleg fyrir karlmenn sem vilja lengri og kyn- þokkafyllri augnhár. augnhárin eru sérhönnuð til að vera sem náttúrulegust svo minni líkur eru á að hægt sé að spotta gerviaugnhárin á karlmönnunum. Þjóðhátíðarfötin Guðni hjörvar Jónsson er nýútskrifaður tölvunarfræðingur frá Haskólanum í Reykja- vík og vinnur hjá hugbúnaðardeild Landsbankans í sumar. Hjörvar verður í Eyjum um helgina, flottur í tauinu eins og venjulega. GolffötinInnifötin Gjafirnar frá ömmu Gunnu KliKKa aldrei Bolurinn: úr Zöru í smáralind vesti: Herragarðurinn Buxur: Levis-buxur keyptar í London skórnir: úr debenhams armBönd: Bæði eru gjöf frá ömmu. amma gunna er vel með á nótunum „Þetta dress er komið til Eyja, það klikkar ekki. Ég fór í því á mitt fyrsta húkkaraball í gærkvöldi hérna í Eyjum, það skemmdi alls ekki að hafa armböndin hennar ömmu gunnu með í för, hún er mögnuð. gjafirnar frá henni klikka aldrei.“ Djammfötin lopapeysa: Prjónuð af ömmu á raufarhöfn hattur: Keyptur í London hlífðarBuxur: Húsasmiðjan GönGuskór: Intersport ruslið: úr blokkinni heima „Það er gott að vera við öllu búinn á Þjóðhátíð, þessi föt hafa haldið mér þurrum og hlýjum í gegnum árum. Veðurspáin er reyndar góð núna en þá notar maður bara hattinn.“ derhúfan: Jólagjöf frá títtnefndri ömmu Bolurinn: Keyptur á tónleikum White Made 10. júlí stuttBuxur: H&M í London. skórnir: götuskór, líka jólagjöf frá ömmu sokkar: guðrún systir gaf mér dagasokka í jólagjöf taska: Handsaumuð af snævari frænda „snævar frændi er lunkinn í höndunum og gerir töskur fyrir alla félagana. Hann er alveg ótrúlegur kallinn.“ húfa: Hnikarr bróðir gaf mér þessa húfu peysa: Keypt í dressmann Buxur: Batistini-buxur frá dressman sokkar: Ég stal þeim frá pabba fyrir þessa myndatöku skór: Ecco-golfskór úr toppskóm kylfa: driverinn hans pabba „Ég er margfaldur meistari hjá golfklúbbnum gljúfra í ásbyrgi. Það er mikilvægt að vera flottur í tauinu á vellinum, það er alltaf séns að maður rekist á einhverjar píur og þá er nauðsynlegt að vera upp á sitt besta.“ tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is dv-myndir Heiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.