Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 74
föstudagur 1. ágúst 200874 Helgarblað DV Tónlist Töff Teymi Jay-Z ætlar að vinna með Kanye West og timbaland á nýju plötunni sinni. Jay-Z ætlar að láta tónlistina ráða ferðinni og leyfa þeim lögum sem verða góð að fara á plötuna hvort sem upptökunum verður stjórnað af timbaland eða Kanye West. upphaflega átti upptökustjórinn einungis að vera timbaland. umsJón: Krista Hall krista@dv.is Ný plata frá Dylan Til stendur að gefa út plötu með Bob Dylan, Tell Tale Signs, 6. október. Platan samanstendur af ótútgefnu efni Dylans, stúdíóupptökum, demóum og upptökum af tón- leikum kappans frá árunum 1986 til 2006. Platan kemur út á tveimur geisladiskum, á þriggja diska lúxusútgáfu og á fjórum vínylplötum. Allt þetta er hægt að panta fyrirfram á vefsíðu Bobs Dylan. Á vefsíð- unni er líka að finna mp3-út- gáfu af áður óútgefnu lagi. Með plötunni fylgir 60 blaðsíðna bæklingur með sjaldséðum myndum og fleiru. Tilbúinn í fjörið Hljóðútsendingin klúðraðist Það urðu eflaust margir varir við það á miðvikudagskvöldið í Kast- ljósinu þegar Sprengjuhöllin spilaði nýja lagið Sumar í Múla í lok þátt- arins og útsendingunni var snar- lega hætt með auglýsingahléi. Berg- ur Ebbi Benediktsson, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, segir að tækn- inni hafi verið um að kenna. „Þetta var beint í Kastljósinu og hljóð- útsendingin klúðraðist. Þetta var mjög leiðinlegt en þetta var eitt- hvað vesen með hljóðútsendinga- bílinn,“ segir Bergur. Kastljósið tek- ur oftast upp tónlistaratriði fyrr um daginn. „Tekið er upp fyrr um dag- inn þegar til er stúdíóupptaka af laginu en þarna var hugmyndin að hafa þetta í beinni útsendingu og ekkert að svindla neitt. Mér skilst að það hafi ekkert farið á milli mála að þetta voru tæknileg mistök. Þetta gerist bara og ég nenni ekkert að vera stressaður fyrir eigin hönd að fólk haldi að við séum léleg hljóm- sveit, ég hef meiri trú á fólki en það,“ segir Bergur. Strákarnir í Sprengjuhöllinni eru þrælánægðir með nýja lagið og segir Bergur að það hafi fengið góð viðbrögð. „Lagið er forsmekkur að því sem koma skal á plötunni og við ætlum að halda áfram að spila það ásamt fleiri nýjum lögum,“ seg- ir Bergur. Ný plata kemur út í lok október og tekur hljómsveitin upp í lok ágúst. „Við erum aðeins að prófa lögin núna og bara fyrst og fremst að æfa mjög mikið. Við erum að einbeita okkur að plötunni en verðum að spila á laugardeginum á Innipúkanum á NASA,“ segir Berg- ur að lokum. astrun@dv.is Sprengjuhöllin spilaði nýja lagið Sumar í Múla í Kastljósinu: BítlarNir í hláturskasti Óútgefnar upptökur með Bítlunum fundust í Liver- pool þegar maður þar á bæ var að taka til á háalofti föður síns. Upptakan er 30 mínútna löng og hljóma meðal annars nýjar útgáfur af I Feel Fine og I‘m A Loser. Á einum stað á upptökunni heyrist í Bítlun- um springa úr hlátri á meðan lagið Follow The Sun er tekið upp. Líklega voru upptök- urnar gerðar árið 1964 fyrir sjónvarpsþátt á BBC sem hét Top Gear. Upptakan verður boðin upp í ágúst hjá Cameo Auctioneers. Búist er við því að upptökurnar seljist á 8.000 til 12.000 pund. trúlofun á tón- leikum Uppselt var á tónleika með hljómsveitinni Bloc Party í Los Angeles í vikunni. Tónleik- arnir voru óvenjulegir vegna þess að par trúlofaði sig uppi á sviði um miðja tónleikana. Mikil stemning var á tónleik- unum og varð allt vitlaust þeg- ar lagið Hunting For Witches var spilað. Tónleikarnir stóðu yfir í 80 mínútur og var sungið með allan tímann. Aðalsöngv- arinn Kele Okereke var í Bar- ack Obama-stuttermabol en trommarinn var ber að ofan næstum alla tónleikana. Sprengjuhöllin Ætlar ekki að stressa sig yfir tæknilegum mistökum Kastljóssins. Rokkað um verslunar- mannahelgina Hverjir spila með Bjartmari um helgina? Kannski verður það rúnar Júl rokkkóngur Íslands. Bjartmar Guðlaugsson ætlar að spila með vel völdum leynigestum á Organ á laugardaginn. Hann er vel upphitað- ur fyrir tónleikana. Bjartmar Guðlaugsson spilar sína þekktustu slagara á laugardaginn á Organ. „Ég er æðislega spenntur fyrir því að spila á Organ á laugardags- kvöldið, það er svo mikið prósak að tengja við þjóðina og sérstaklega ef maður hefur verið aðeins til baka,“ segir Bjartmar Guðlaugsson tón- listarmaður sem ætlar að spila með leynigestum á laugardagskvöldið á Organ. „Ég held að þetta verði bara mjög skemmtilegt. Við höfum ver- ið að undirbúa þetta og ég fæ ein- hverja gesti á sviðið en hverjir það verða er ennþá huldumál, en eitt er víst að það verður rokkað því það verða ýmsir góðir úr rokkinu sem spila með mér,“ segir Bjartmar. Helstu slagararnir Hann segir að kíkt hafi verið á prógrammið á miðvikudagskvöldið og æft verði aftur á fimmtudaginn (í gær). „Við erum búnir að liðka okkur aðeins til að vera tilbúnir fyr- ir fjörið. Við ætlum að taka þessa helstu slagara en með öðru í bland. Ég tek breiða mynd af þeim lögum sem ég hef gert í gegnum tíðina og alveg helling af slögurum. Þetta er jú verslunarmannahelgin og það verður mikið fjör,“ segir Bjartmar. Í báðum landshlutum „Ég er nú alltaf að spila en það hefur verið meira svona lókal. Ég er í fínu formi núna, ég ætla bara að fara að auka spiliríið,“ segir Bjart- mar. Hann á heima 12 kílómetr- um norðan við Egilsstaði á Eiðum og unir sér vel í sveitinni þar sem hann hefur átt heima í fimm ár. „Þetta er smá húsaþyrping þarna við Eiðar, voða fínt og flott. Það er svakalega fínt að búa hér og ég er með gott vinnupláss hérna, það er frábært rými til að hugsa og semja. Ég er líka mikið í bænum því ég spila mikið í bænum, þannig að ég er í báðum landshlutunum,“ segir Bjartmar. Aðspurður hvort keyrsl- an sé ekki mikil segir Bjartmar það ekki vera vandamál. „Ég fíla það rosalega vel að keyra á milli og nýt hvers einasta augnabliks því lands- lagið er svo ofboðslega breytilegt og það er svo gaman að keyra. Þetta land er svo mikið listaverk frá náttúrunnar hendi og það er um að gera að njóta þess,“ segir Bjartmar. astrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.