Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 84
föstudagur 1. ágúst 200884 Fólkið DV Skírn í næStu viku „Jú, það er rétt, skírnarveislan er 7. ágúst og við erum ekki enn búin að finna nafn á litla manninn,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona og matargúrú, en yngri strákurinn hennar er fæddur 1. maí 2008 og verður því þriggja mánaða í dag. Sá eldri, Gunnar Helgi, var einmitt skírður 7. ág- úst fyrir ári. Í það skiptið reyndist leitin að nafninu ekki eins erfið: „Nafnið hans Gunnars kom bara til mín og ég er alltaf að bíða eftir að nafnið á hann litla lubba fari að koma. Vinkona mín sagði að það myndi koma til mín í draumi, en ég sef og sef og það gerist ekki neitt,“ segir hún. Hingað til hefur strákurinn verið kallaður Lubbi litli eða litli litli svo Friðriku finnst kominn tíma til að hann fái nafn. „Lubbi litli er svo skemmtileg týpa. Mér finnst svo mikil ábyrgð fylgja því að velja nafn, maður vill gefa börnunum sínum allt það besta sem maður á og ég yrði aldrei sátt við sjálfa mig ef það mistækist. Vonandi verður hann ánægður með það sem við veljum á endanum,“ segir hún, sem hefur ekki allt- af verið sátt við nafnið sitt. „Þetta er svolítið sérstakt nafn og mér fannst það alveg hræðilegt þegar ég var unglingur. Þá vildi maður heita eitthvað töff, eða eitthvað venjulegt eins og Anna. Í seinni tíð er ég samt ánægðari með nafnið,“ segir hún. Friðrika starfaði um tíma á Gestgjafanum og ritstýrði einnig matartímaritinu Bistro. Það verð- ur því örugglega eitthvað gómsætt á boðstólum í skírnarveislunni næsta fimmtudag. „Sjöundi ág- úst er afmælisdagur pabba míns svo það er gam- an að halda upp á daginn með þessum hætti. Ég hugsa nú samt að við hjónin reynum að hvíla okk- ur á næsta ári, þetta er orðið gott í bili,“ segir Frið- rika sem vekur ekki síður eftirtekt fyrir útlitið en hún er trúlofuð Stefáni Hilmarssyni, fjármálastjóra hjá Baugi Group. liljag@dv.is Friðrika Hjördís Geirsdóttir: Frumraun í Bretlandi Gagnrýnandi Backstage Pass fer fögrum orðum um frumraun Mugison og félaga í Bretlandi nú á dögunum. Þeir gerðu allt vitlaust í Corsica Studios þegar Mugison tileinkaði konunum í salnum lagið Jesus is a Good Name to Moan við mikla hrifn- ingu þeirra. Gagnrýnandinn spáir Mugison mikilli velgengni í Bretlandi eftir þessa frábæru byrjun og talar sérstaklega um hve óumdeilanlega hæfileikarík- ur tónlistarmaður hann sé. Auk þess finnst honum trommuleik- urinn einstakur og rokkið ferskt og kraftmikið. Greinin endar á orðunum: Mugison rokkar! Mel Gibson var mjög áhugasamur um sögu Íslands: mynd um íSland í Bígerð? Heim um verSló Ásdís Rán Gunnarsdóttir flýgur til Íslands um helgina í stutt og gott sumarfrí, en hún er búsett í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum Garðari Gunnlaugssyni og börnum. Ás- dís ætlar að gera sér glaðan dag í Reykjavík og segir hún meðal ann- ars á bloggi sínu að hún ætli pott- þétt að kíkja á Domo og Café Oliver. Einnig segist Ásdís ætla að kíkja í World Class í Laugum og láta setja strípur í hárið á sér. Blogg Ásdísar Ránar hefur verið eitt það vinsæl- asta á Morgunblaðsblogginu. Svo virðist sem nýtt útlit sé komið á síðu Ásdísar og lætur hún í sér heyra í nýjustu færslu sinni. Hún er ekki að fíla það. Friðrika Hjördís og Stefán ætla að skíra yngsta erf- ingjann í næstu viku. Þau hafa hins vegar enn ekki fundið nafn á drenginn en vona að það berist þeim í svefni. Friðrika segir mikil- vægt að velja vel og vonar að stráksi verði ánægður með nafnið sem þau velja. ekkert naFn komið Stórleikarinn Mel Gibson lenti á einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í síðustu viku ásamt sonum sínum tveimur. Óskarsverðlaunahafinn er ein af mörgum stórstjörnum sem heimsótt hafa landið á síðustu vikum. Aðalástæðan fyrir komu Gibsons ku vera sú að hann vildi kynna sér sögu landsins og ferðaðist hann víða um land á þessum fimm dögum sem hann dvaldi hér. Hinrik Ólafsson leikari fór með- al annars með Gibson á Þingvelli og Gullfoss og Geysi og fræddi leikarann um þá merku staði. Áhugi leikarans á sögu Íslands vekur upp spurningar um ástæðuna fyrir komu hans. Það er aldrei að vita nema í bígerð sé epísk bíómynd um sögu Íslands eða Íslendingasögurnar. Gibs- on er þekktur fyrir að leikstýra og framleiða stórmyndir með sagnfræðilegu ívafi, eins og til dæmis Braveheart, Apocalypto og The Passion of the Christ. Gibson hefur látið lítið fyrir sér fara í Holly- wood eftir að hann var handtekinn fyrir ölvun- arakstur. Hann var í kjölfarið gagnrýndur fyrir gyðingahatur, en Gibson lét allt flakka er lögregl- an stöðvaði hann. Í dag virðist Gibson ekki vera neitt annað en ljúfmennskan uppmáluð, en að sögn heimildarmanna DV bauð Gibson íslensk- um leiðsögumanni, sem skipulagði ferðir leik- arans hér á landi, og eiginkonu hans með sér í einkaþotunni til New York. Ekki er vitað hvort þessi tiltekni maður muni verja einhverjum tíma með leikaranum í Stóra eplinu, en þetta verður án efa viðburðaríkasta flugferð þeirra til þessa. hanna@dv.is Glæsileg kona friðrika vekur hvarvetna athygli enda stórglæsileg kona. Tveggja barna móðir friðrika með eldri son sinn nýfæddan. Mel Gibson áhugasamur um sögu Íslands. Ætli kvikmynd sé í bígerð?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.