Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 27. Ágúst 20082 Fréttir „Ég er rosalega sár yfir hvað því mér finnst heilbrigðiskerfið sýna mér lít- inn stuðning. Ég er viðkvæm móðir að bjarga tveggja ára gamalli dóttur minni frá dauða og ég er að verða veik af fjárhagsáhyggjum vegna læknis- kostnaðar. Það er er eitthvað sem ég á ekki að þurfa að gera á meðan ég er að berjast fyrir lífi dóttur minn- ar,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar Laurens, sem glímir við gríðarlega erfið veikindi. Ella Dís fæddist heilbrigð en síð- asta árið hefur hún veikst hratt. Hún hefur hrörnað og er nú lömuð. Lækn- ar telja að hún þjáist af sjálfsofnæmi, en sjúkdómsgreining liggur enn ekki fyrir. Hún hefur nokkrum sinnum fengið lífshættuleg köst þar sem hún hættir að geta andað. Ella Dís gekkst undir þrjár mjög erfiðar skurðaðgerðir hér á landi sem miðuðu að því að hún gæti losn- að úr öndunarvél sem hún hafði ver- ið í í rúmar fjórar vikur. Aðgerðirnar báru ekki tilætlaðan árangur og því greip Ragna til þess örþrifaráðs að fara með dóttur sína til New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem Ella Dís undirgengst nú nýja meðferð, sem hefur gert það að verkum að hún hefur verið laus úr öndunarvélinni í rúma tvo sólarhringa. Gríðarlega dýrt „Læknarnir hér heima gerðu mér það alveg ljóst að þeir væru ekki til- búnir til að mæla með því við Trygg- ingastofnun að Ella Dís færi út. Ég ákvað það hins vegar á mínum eig- in forsendum að hún færi út, enda höfðu aðgerðirnar heima ekki skilað neinum árangri. Ég komst í samband við lækni í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að börn þyrftu ekki að fá ágenga meðferð, á borð við skurðað- gerðir, til að geta andað sjálf,“ segir hún. Ragna ákvað að fara út til Banda- ríkjanna þrátt fyrir að hún vissi að meðferðin væri gríðarlega kostn- aðarsöm enda væri það þess virði gæti hún bjargað lífi Ellu Dísar. „Ég átti rúmar þrjár milljónir króna, sem höfðu safnast fyrr í sumar, en þær fóru í að borga spítalann um leið og við komum. Nú er Ella Dís komin úr öndunarvél, en ég veit ekkert hvað verður um framhaldið, því það er allt í lausu lofti varðandi fjármálin.“ Vantar sjö milljónir Ef allt gengur að óskum verð- ur Ella Dís útskrifuð af spítalanum í New Jersey á föstudaginn en Ragna kvíðir um leið þeirri stund. „Fjöl- skylda mín hefur rætt við Trygginga- stofnun á meðan ég hef verið erlend- is og við erum ekki vongóð um að stofnunin taki þátt í að greiða lækn- iskostnaðinn. Læknarnir hér heima vildu ekki skrifa upp á að þetta væri lífsnauðsynleg meðferð, sem þetta er, og þeir eru búnir að vera mjög erfiðir við mig. Kannski er það þrjóska mín og trúin á að það sé hægt að lækna hana sem varð til þess að ég fór með hana á mínum eigin forsendum út.“ Meðferðin í New Jersey, sem hef- ur sem fyrr segir skilað góðum ár- angri, kostar um 10 þúsund dollara á dag, sem samsvarar rúmlega 800 þúsund krónum. Það er aðeins spít- alalegan á gjörgæsludeild og með- ferðin. Ofan á það bætist síðan afar dýr lyfjameðferð sem Ella Dís þarf að gangast undir. Hver skammtur af lyf- inu kostar um 300 þúsund krónur og þarf hún að fá skammtinn á þriggja vikna fresti. Ragna er hins vegar afar ánægð ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Læknarnir hér heima vildu ekki skrifa upp á að þetta væri lífsnauðsynleg meðferð, sem þetta er, og þeir eru búnir að vera mjög erfiðir við mig.“ Mæðgurnar ragna Erlendsdóttir og Ella dís Laurens. Ella dís er lömuð vegna veikinda sinna. Fjölskyldan ragna berst fyrir lífi dóttur sinnar en mikil óvissa ríkir um framhaldið þar sem læknismeðferðin í Bandaríkjunum er gríðarlega kostnaðarsöm. Mæðgurnar Ragna Erlendsdóttir og hin tveggja ára gamla Ella Dís laurens eru nú í New Jersey í Bandaríkjunum þar sem Ella Dís gengst undir læknismeðferð vegna alvarlegra veikinda. Meðferðin er gríðarlega dýr en hefur skilað ár- angri. Tryggingastofnun kemur hins vegar ekki til móts við þær með því að niðurgreiða meðferðina. Rögnu vantar um sjö milljónir króna til að standa straum af kostnaðin- um og er hún afar sár út í íslenskt heilbrigðiskerfi. NÆR EKKI AÐ FJÁRMAGNA LÍFSBJÖRG ELLU DÍSAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.