Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 27. Ágúst 200824 Ættfræði 50 ára í dag 30 ára n Jacinta N P Da Silva Martins Brekkustíg 10, Sandgerði n Björn Þór Gestsson Daggarvöllum 6a, Hafnar- fjörður n Gerður Alda Gylfadóttir Grenihlíð 12, Sauðárkrókur n Guðmundur Bjargmundsson Laugarnesvegi 49, Reykjavík n Linda Björk Eiríksdóttir Höfðatúni 9, Reykjavík n Engilbert Hauksson Flatahrauni 16a, Hafnar- fjörður n Ingibjörg Marín Björgvinsdóttir Austurvegi 22, Grindavík n Árni Ragnarsson Heiðarenda 2d, Reykjanesbær n Bernharður Filip Bernharðs Maríubakka 18, Reykjavík n Sverrir Árnason Víðimel 53, Reykjavík 40 ára n Paulo Jorge Mendes Costa Álfheimum 48, Reykjavík n Angela Michaela Pálsson Fellsási 9a, Mosfellsbær n Gunnar Magnús Jónsson Lágmóa 21, Njarðvík n Jón Högni Stefánsson Hátúni 6, Vestmannaeyjar n Íris Olga Lúðvíksdóttir Flatatungu, Varmahlíð n Aðalsteinn Sturla Sveinsson Vesturbraut 16, Hafnarfjörður n Jónína Helga Ólafsdóttir Bleiksárhlíð 65, Eskifjörður n Margrét Helga Hjartardóttir Barmahlíð 43, Reykjavík n Elísabet Karissa Millard Hólmvaði 34, Reykjavík n Anna Berglind Júlísdóttir Gissurarbúð 7, Þorlákshöfn n Magnús Rúnar Svavarsson Rifkelsstöðum 3, Akureyri 50 ára n Christian Gunnar J Rigollet Fjallakór 11, Kópavogur n Jan Roszkowski Funahöfða 7, Reykjavík n Ewa Elzbieta Gozdowska Egilsbraut 26, Þorlákshöfn n Gunnhildur Sveinsdóttir Heiðarhjalla 19, Kópavogur n Sigurður Ágúst Guðmundsson Sunnuflöt 22, Garðabær n Magnea Jóhannsdóttir Ljósalandi 21, Reykjavík n Þórhildur Björnsdóttir Höfðastíg 12, Bolungarvík n Ómar Kjartansson Ártúni 13, Sauðárkrókur n Hulda Björk Magnúsdóttir Furuvöllum 9, Hafnarfjörður n Hrönn Jóhannesdóttir Lækjartúni 18, Akureyri n Magnús Geir Sigurgeirsson Melbæ 16, Reykjavík n Magnús Þór Haraldsson Sogavegi 190, Reykjavík 60 ára n Melania Ostrowska Fífumóa 6, Njarðvík n Hannes Ragnarsson Álftamýri 4, Reykjavík n Helga Valgerður Rósantsdóttir Árakri 1, Garðabær n Kristín Jósefsdóttir Ásbjarnarstöðum 1, Hvammstangi n Þórormur Óskarsson Búðavegi 39, Fáskrúðsfjörður n Elliði Norðdahl Ólafsson Brekkubæ 8, Reykjavík n Anna María Hilmarsdóttir Flókagötu 23, Reykjavík n Sigríður Karlsdóttir Stekkholti 2, Selfoss n Hanna K Sigmannsdóttir Arnarhrauni 8, Hafnarfjörður 70 ára n Gunnar Sigurðsson Langholtsvegi 148, Reykjavík n Arnfríður Ingvarsdóttir Furugerði 19, Reykjavík n Sigurður Guðmundsson Flúðaseli 14, Reykjavík n Davíð Guðnason Maríubaugi 129, Reykjavík n Ingibjörg Magnúsdóttir Vesturbergi 48, Reykjavík 75 ára n Guðmundur Alfonsson Sandholti 40, Ólafsvík n Sveinn G Scheving Flyðrugranda 4, Reykjavík n Guðlaug Guðmundsdóttir Tindum 2, Króksf- jarðarnes n Halldóra Jónsdóttir Hafnartúni 2, Siglufjörður n Ívar Örn Ingólfsson Fálkahöfða 2, Mosfellsbær 80 ára n Guðrún Jónsdóttir Dyngjuvegi 17, Reykjavík n Daníel B Pétursson Eyri, Hvammstangi n Ármann Jónsson Hamraborg 36, Kópavogur 85 ára n Jón Egill Sveinsson Egilsstöðum 3, Egilsstaðir n Hilmir Högnason Túngötu 22, Vestmannaeyjar 95 ára n Kristinn Guðjónsson Hraunvangi 7, Hafnarfjörður AðAlheiður VAlgeirsdóttir Myndlistarkona Aðalheiður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Ísaks- skóla, Álftamýraskóla, lauk stúd- entsprófi frá MH 1978, lauk prófi úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1982 og stundar nú nám í listfræði við HÍ. Aðalheiður einbeitti sér að grafík og teikningu eftir að hún lauk námi 1982 en á síðustu árum hefur hún unnið jöfnum hönd- um við grafík og málverk. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, hér á landi og víða erlend- is. Meðal einkasýninga hennar má nefna sýningu í Ásmundarsal 1989, í Gallerí Úmbra 199, Gallerí Greip 1995, hjá SPRON – Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis 1997, sýninguna Spor í Listasafni ASÍ, á Kaffi Nauthóli 1999, sýn- inguna Lífsmynstur í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, 2001, sýninguna Lífið, tíminn, eilífðin í Hallgrímskirkju 2002, Tímaflæði í Studio Grettisgata 3 2005, Tíma- flæði í Borgarbókasafni Reykja- víkur – Grófarhúsi 2005, í Skálholti 2006 og sýninguna Vendipunktar í gallery Turbentine, Ingólfsstræti 5 2007. Aðalheiður starfrækti, ásamt fleirum, galleríið Meistara Jakob á árunum 2003-2004. Hún hefur unnið að félagsmálum myndlist- armanna í SÍM og Íslenskri grafík, sat m.a. í stjórn SÍM, er varafor- maður sóknarnefndar Hallgríms- kirkju og situr í framkvæmda- nefnd Hallgrímskirkju. Aðalheiður hefur hlotið styrki frá Myndstefi og menntamála- ráðuneytinu og verðlaun fyrir málverk á sýningunni Lilla Eur- opa árið 2002 í Örebro í Svíþjóð. Fjölskylda Eiginmaður Aðalheiðar er Er- lendur Hjaltason, f. 21.11. 1957, for- stjóri Exista. Hann er sonur Hjalta Geirs Kristjánssonar, fyrrv. for- stjóra, og Sigríðar Erlendsdóttur sagnfræðings. Synir Aðalheiðar og Erlendar eru Hjalti Geir Erlendsson, f. 4.5. 1987, nemi í lögfræði við HÍ; Val- geir Erlendsson, f. 23.9. 1990, nemi við VÍ. Systkini Aðalheiðar eru Sigríð- ur Valgeirsdóttir, f. 7.8. 1964, líf- fræðingur í Reykjavík; Emil Hannes Valgeirsson, f. 30.9. 1965, grafískur hönnuður í Reykjavík. Foreldrar Aðalheiðar eru Valgeir Jón Emilsson, f. 6.7. 1934, prent- meistari í Reykjavík, og Unnur Krist- insdóttir, f. 16.2. 1934, húsmóðir og fyrrv. starfsmaður hjá SKÝRR. Til hamingju með afmælið! Sveinbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík frá sex ára aldri. Hún var í Grunnskóla Keflavíkur, Gagnfræðaskólanum á Reykjum í Hrútafirði, Menntaskólanum á Ísa- firði, var á námssamningi hjá Ísal og lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1992, stund- aði nám við Myndlistarskóla Akur- eyrar og lauk þaðan prófum 2007. Sveinbjörg var vélvirki hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur 1993-2003. Hún hóf störf sem vélvirki hjá Blikk- rás á Akureyri haustið 2007 og hefur starfað þar síðan. Sveinbjörg hefur stundað list- sköpun frá því á námsárunum í Myndlistarskólanum en hún vinn- ur einkum í málverki og í skúlptúr úr því efni sem hentar hverju sinni. Hún hefur tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og sýnir nú á sam- sýningunni Grálist – enginn smá- list, sem stendur yfir í Deiglunni á Akureyri. Þá hefur hún haldið tvær einkasýningar, á Kaffi Kidda Rót, í Hveragerði, 2006, og á Gráa svæð- inu í Þelamerkurskóla, 2007. Sveinbjörg er félagi í Grálist á Akureyri. Fjölskylda Dóttir Sveinbjargar er Sólrún Friðlaugsdóttir, f. 4.2. 1993. Systkin Sveinbjargar eru Sigur- páll Daníel Ásgeirsson, f. 24.9. 1963, vélfræðingur í Njarðvíkum; Kristrún Sædís Ásgeirsdóttir, f. 24.4. 1966, hjúkrunarfræðingur í Danmörku. Foreldrar Sveinbjargar: Ásgeir B. Erlendsson, f. 17.2. 1937, d. 1996, vélstjóri, og Hlíf Pálsdóttir, f. 16.12. 1944, sölumaður í Kópavogi. Jón Ágúst fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Seyðisfjarðar, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, stundaði nám í landafræði við HÍ og lauk þaðan BS-prófi 1994. Jón Ágúst var verslunarmað- ur hjá ÁTVR á Seyðisfirði á sumr- in á námsárunum. Hann hóf störf hjá Byggðarstofnun 1994 og var þar landfræðingur til 1996, starfaði hjá Iðntæknistofnun Íslands 1996-2000, hjá Snertli í Kópavogi 2000-2004, en hefur verið landfræðingur hjá Verk- fræðistofu Suðurlands frá 2004. Jón Ágúst flutti á Laugaland í Holtum 1999 en þau hjónin festu síðan kaup á 50 hektara landi í Holt- unum 2004 og byggðu þar lögbýlið Selás þar sem fjölskyldan hefur búið síðan með nokkur hross og kindur. Jón Ágúst hefur sungið með Karlakór Rangæinga og verið undir- leikari með kórnum. Þá syngur hann með sönghópnum Öðlingum í Rang- árvallasýslu. Fjölskylda Eiginkona Jóns Ágústs er Herdís Styrkársdóttir, f. 7.7. 1970, leikskóla- kennari og bóndi. Börn Jóns Ágústs og Herdísar eru Bára Jónsdóttir, f. 2.8. 1992; Helgi Jónsson, f. 13.8. 1993; Hildur Jóns- dóttir, f. 10.9. 2002. Foreldrar Jóns Ágústs eru Reyn- ir Júlíusson, f. 14.3. 1940, ráðsmað- ur Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, og Að- alsteinunn Bára Björnsdóttir, f. 28.6. 1942, starfsmaður við Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Jón Ágúst heldur upp á afmælið í Brúarlundi í Landsveit, laugardaginn 30.8. frá kl. 20. sveinbjörg Ásgeirsdóttir vélvirki og Myndlistarkona Á akureyri Jón Ágúst reynisson landfræðingur hjÁ verkfræðistofu suðurlands „Vonandi verð ég á leiðinni austur á hreindýraveiðar á af- mælisdaginn en það er ekki al- veg komið á hreint,“ segir Jón Högni Stefánsson vélstjóri frá Vestmannaeyjum sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag. „Ég hef sótt fjórum sinnum um hrein- dýraleyfi og fengið það þrisvar og þetta er alltaf jafngaman. Ég er á svæði sjö núna sem er Ham- arsfjörður og Berufjörður og þar í kring.“ Ekki var ákveðið hvort Jón Högni væri að fara strax á hrein- dýraveiðarnar. „Ef ég kemst ekki verð ég ábyggilega bara að undirbúa veisluna sem verð- ur væntanlega á laugardaginn. Ég ætla að bjóða vinum og ætt- ingjum hingað heim og vænt- anlega verður eldaður einhver fiskur,“ segir Jón Högni en hann hefur aldrei haldið upp á stór- afmælin sín áður og því má bú- ast við mikilli gleði þegar hóp- urinn kemur saman, því sagt er að það sé alltaf mikil gleði þegar fleiri en tveir Vestmannaeyingar koma saman. Jón Högni hefur verið meira og minna á sjó frá árinu 1986 og aðspurður um eftirminnilegasta afmælisdaginn segir hann að það hafi verið þegar hann var átján ára. „Það er sennilega átj- án ára afmælisdagurinn þegar ég var úti á sjó. Ég tilkynnti kokk- inum það tímalega svo ég fengi nú gott að borða en hann trúði mér ekki og eldaði saltfisk,“ segir Jón Högni og bætir við: „Það var nú ekki mikil ánægja með það.“ berglindb@dv.is 40 ára í dag 40 ára í dag Jón Högni Stefánsson fagnar fertugsafmæli sínu í dag: á leið á hreindýraveiðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.