Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 11Neytendur Lof&Last n Lofið fær Nordica hótel fyrir einstaklega liðlega þjónustu. Á bakka í High tea sem tvær konur fengu var matur sem þær gátu af ákveðnum ástæðum ekki borðað. Þjónninn brást svo vel við að hann útbjó annað í staðinn svo þær gátu notið máltíðarinnar sem best. Einstaklega vel gert. n Lastið fær stöð 2 fyrir að hækka afnotagjöldin hjá sér í annað skiptið á þessu ári en þau munu hækka 5. september. síðan í janúar hafa gjöldin hækkað um næstum þúsund krónur. Hækkunin nemur 7,16 prósentum. segjast þeir hafa reynt að halda hækkunum í lágmarki. Skipuleggðu barnaafmælið fram í tímann: Sparaðu með Skipulagi Það getur orðið mikið umfang í kringum eitt barnaafmæli. Það þarf að taka til, kaupa inn, baka og bjóða fólki. Oft lendir allt stússið á tveimur dögum og getur það gert hvert foreldri úrvinda. Auk þess sem buddan fær að finna fyr- ir því. Það er hægt að fara aðra leið og það er að skipuleggja fram í tímann. Farðu að huga að afmælinu mánuði áður en það er. Finndu út hverjum þú ætlar að bjóða og áætlaðu hvað þeir þurfa. Í kreppunni kostar allt miklu meira og alger óþarfi að kaupa of mikið. Gríptu með í næstu Kringluferð eitthvað snið- ugt úr Tiger á afmælisborðið. Í Krón- unni er einnig gott úrval af afmælis- pappírsvörum sem gott er grípa með í innkaupunum. Í afmælum þurfa ekki alltaf að vera í boði risastórar hnallþórur fyrir bæði börn og fullorðna. Börn borða það sem er sett fyrir framan þau og því tilvalið að nýta sér það. Búðu til skemmtileg form úr heimabökuðum bollum eða snúð- um. Hafðu svo bara einfalt álegg eins og skinku og ost. Börn vilja það. Einn- ig er sniðugt að baka litlar pitsur. Þetta er hægt að gera nokkru fyrir afmælið á lausum stundum eins og um helgar. Með brauðmetinu er nóg að hafa af- mæliskökuna og svo til dæmis rískökur. Djús með og veislan er tilbúin. Ekkert of mikið umfang. Með því að undirbúa matinn í tíma er nógur tími í að taka til og dekka af- mælisborðið. Koma afmælisbarninu í sturtu og klæða það í föt. Það skapar líka minna stress og betra andrúmsloft. Álfheimum 165,70 181,60 Bensín dísel Sprengisandi 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarhlíð 164,20 180,00 Bensín dísel Grafarvogi 164,00 179,80 Bensín dísel Melabraut 164,10 179,90 Bensín dísel Vatnagörðum 164,10 179,90 Bensín dísel Stórahjalla 164,20 180,10 Bensín díselel d sn ey t i Í kreppan getur legið mikið sóknarfæri fyrir þá sem hegða sér rétt í fjármálum. Vext- ir eru svo háir að sá sem leggur eina milljón í peningamarkaðsbréf í fimm mánuði hækkar innistæðuna um tæpar 80 þúsund krónur. Á venjulegri bankabók fuðra pen- ingarnir hins vegar upp. Græddu á kreppunni Heilhveitibrauð Brauðið í bakaríunum er ekki það ódýrasta í bænum. verð á brauði hefur hækkað mjög mikið á síðastliðnu ári. Í könnun á höfuðborgarsvæðinu á heilhveiti- brauði er ódýrasta brauðið í korninu og það dýrasta hjá Oddi bakara. Best er að fjárfesta í peningamark- aðsbréfum ef marka má tölur frá verðbréfaráðgjöfum bankanna. Hægt er að græða tæpar 80 þúsund krónur fjárfesti maður fyrir eina milljón í fimm mánuði. Ráðgjafar mæla með á þessum kosti fremur en öðrum á þessum krepputímum, að fólk sem á peninga og vill græða fjárfesti í skammtímaskuldabréfum með lítilli áhættu og hárri ávöxtun. Peningamarkaðssjóðir bestir Hjá Kaupþingi græðir maður 78.500 krónur á fimm mánuðum ef maður fjárfestir í peningamark- aðssjóði fyrir eina milljón króna. Hjá Landsbankanum hefur ávöxt- unin síðasta árið farið í 18,7 pró- sent og gefur það því 77.916 krónur. Hjá Glitni fær maður 71 þúsund og 68.750 krónur hjá Spron. Ráðgjafar hjá Kaupþingi hafa ráðlagt sínum viðskiptavinum að setja peninga í tvo sjóði ef þeir ætli að fjárfesta í skamman tíma. Annars vegar í óverðtryggt skuldabréf og hins veg- ar í skammtímaskuldabréfasjóð. Þetta eru áhættuminnstu sjóð- irnir og henta best einstaklingum sem vilja reyna að græða á stuttum tíma. Hæstu vextirnir Nú þegar vextir og vaxtakostn- aður eru háir og verðbólgan held- ur áfram að aukast ráðleggja flest- ir viðskiptavinum sínum að leita leiða á skuldabréfamarkaðnum fremur en í venjulegum bókum. Innlánsvextir á venjulegum banka- bókum gefa yfirleitt ekki hærri vexti en 14 prósent, og þá gegn því að upphæðin sé visst há eða binditím- inn visst mikill. Hæstu vextir á pen- ingamarkaðsbréfum hafa farið upp í 18,7 prósent og eru hjá Lands- bankanum. Sjóðirnir eru tiltölulega áhættulitlir en gefa um leið hæstu mögulegu ávöxtun. Peningurinn er alltaf laus og viðskiptavinurinn getur alfarið ráðið sjálfur hvenær hann leggur inn og hvenær hann tekur út. Önnur leið er að festa fé sitt til lengri tíma, til dæmis eins til fjög- urra ára, á verðtryggðum reikning- um. Þá hækkar upphæðin í takt við verðbólguna, ofan á vexti sem yf- irleitt eru á bilinu 6 til 7,5 prósent, allt eftir binditíma. Upphæðin get- ur því hæglega hækkað um fimmt- ung á einu ári, allt eftir verðbólgu. Hins vegar ber að athuga að vegna verðbólgunnar fæst minna fyrir féð en áður. Besti tíminn núna Besti tíminn til að kaupa verð- bréf eða fjárfesta er núna. Sá sem á dágóða upphæð ætti að nýta sér efnahagsástandið og ávaxta hjá verðbréfasjóðum bankanna. Verð- bréfadeild Landsbankans telur að háir stýrivextir muni halda áfram að skila sér í bréfin fram í janúar á næsta ári. Það er því enn tími fyr- ir þá sem vilja nýta sér tímann áður en aðrar vaxtatölur koma fram. HeilHveitibrauð kornið 285 kr. Bernöftsbakarí 295 kr. Bæjarbakarí 370 kr. passion 380 kr. Hjá Jóa Fel 385 kr. mosfellsbakarí 410 kr. Oddur bakari 416 kr. Íslendingar skulda 963 milljarða Heildarskuldir íslenskra heimila voru í lok júlí 963 millj- arðar króna. Höfðu þá skuldirnar hækkað um 14 millj- arða síðan í júní. Þetta kemur fram á vef seðlabankans sem nýlega birti tölur um inn- og útlán í bankakerfinu. Hlutfall gengisbundinna lána breyttist ekkert frá því í júlí en hefur hækkað um 6 prósent síðan í janúar. skýr- ingin á þessari gríðarlegu auknginu á skuldum er talin verð gengisfall krónunnar í mars. neytendur@dv.is uMsjóN: ÁsdÍs Björg jóHaNNEsdóttir, asdis@dv.is Neyten ur ÁsdÍs BjÖrg jÓHannesdÓTTir blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is Peningar eru ekki auðfengnir Það er um að gera að græða á kreppunni með því að fjárfesta í skammtíma- skuldabréfum í stuttan tíma. „Besti tíminn til að kaupa verðbréf eða fjárfesta er núna.“ virði einnar milljÓnar – eftir fimm mánuði sem peninga- markaðsbréf kaupþing: 1.078.500 landsbankinn: 1.077.916 glitnir: 1.071.000 spron: 1.068.750 undirbúðu afmælið í tíma Það getur sparað mikið stress og pening að vera búinn með það mesta á sjálfan afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.