Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 3Fréttir „Það var æðislegt að vakna í gær- morgun og þetta var friðsælasti dagur síðustu mánaða,“ segir Paul Ramses Odour um fyrsta morgun- inn á Íslandi en hann hitti konu sína Rosemary Atieno og soninn Fídel Smára í fyrsta skipti í tvo mánuði aðfaranótt þriðjudags. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hnekkti úrskurði Útlend- ingastofnunar síðastliðinn föstu- dag og nú verður mál þeirra hjóna tekið fyrir hér á landi. Ramses og Rosemary segjast ekki vita hvert framhaldið verður en þau muni tala við Katrínu Theódórsdóttur lögfræðing um næstu skref. Öskraði í símann „Halló, ákvörðunin hefur verið tekin og ég hef mjög góðar fréttir handa þér,“ voru orð- in sem Ramses heyrði þegar lögfræðingur hans, Katr- ín Theód- órsdótt- ir, færði honum fregnirnar um úrskurð dómsmála- ráðuneyt- isins. „Ég hélt mig væri að dreyma, hún spurði mig hvort ég væri sofandi og ég svaraði með því að segja já, en svo fattaði ég hvað hún hafði sagt og ég vaknaði samstundis,“ segir Ramses glaður í bragði. „Ég æpti bara í símann þegar ég fékk fregnirnar,“ segir Rosem- ary Atieno, eiginkona Pauls Ram- ses, um það þegar hún fékk fregnir af úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins. Hjónin segja undanfarna daga hafa verið dásamlega en mjög til- finningaríka. Þakkar dómsmálaráðherra Ramses segist vilja þakka Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra fyrir að hafa hnekkt úrskurði Út- lendingastofnunar. „Á tíma- bili hélt ég að Dyflinarsamn- ingurinn myndi ganga frá mér en svo fór ekki og ég er þakklátur fyrir að okkur hafi verið gefinn sá mögu- leiki að sameinast á nýjan leik sem fjölskylda,“ seg- ir Ramses við DV. Hann segist einnig vera þakklát- ur íslensku þjóðinni fyrir stuðning sinn. Hann segist gríðarlega þakklátur öllum þeim fjölda kvenna sem hafi hringt í Rosemary og stutt við bakið á henni á meðan fjöl- skyldan var aðskilin. Minnti á gamla tíma „Þegar ég var tekinn af lögregl- unni og sendur til Rómar var ég viss um að ég myndi aldrei aft- ur sjá Rosemary og Fídel. Þannig að þegar ég loks sá þau á flugvell- inum var ég ekki viss um að það væri raunverulegt,“ segir Ramses um tilfinningar sínar undanfarna sólarhringa. „Síðustu dagarnir í Róm voru mjög erfiðir, ég þurfti að flakka um götur borgarinnar og ég fékk engan mat allan daginn, ekk- ert nema kvöldmat,“ segir Ramses og bætir því við að þar hafi hann verið minntur á lífið sem hann lifði þegar hann var ungur maður í Keníu og borðaði ekki svo dögum skipti. Nú segist hann vilja slappa af og koma sér fyrir á nýjan leik, vegna þess að síðustu mánuðir hafi verið honum erfiðir á sál og líkama. Ótryggt ástand í Keníu Í vefriti Daily Nation í Keníu er því haldið fram að Paul Ram- ses hafi ekkert að óttast í landinu, leiðtogi flokks hans sé forsætisráð- herra og sterkur leiðtogi. Ramses segir það ekki allskostar rétt: „Ra- ila Odinga hefur verið að biðja for- setann um að sleppa fólki sem er í fangelsi en forsetinn hefur ekki sleppt þeim af pólitískum ástæð- um. Ég spyr: Ef hann er svona sterkur leiðtogi, af hverju hefur þessu fólki þá ekki verið sleppt?“ Ramses segir stöðuna ekki í lagi fyrir þá sem hafa tekið þátt í stjórnmálum og þeim hefur verið hótað, ástandið í stjórnmálum sé of óljóst. „Ég vona að við getum fundið frið hér og þá er draumur- inn okkar sá að lifa hér, starfa og eignast fjölskyldu á Íslandi,“ segir Ramses að lokum. ÞAKKLÁTUR DÓMS- MÁLARÁÐHERRA Paul Ramses Odour frá Keníu segir fyrsta daginn með fjöl- skyldunni þann friðsælasta í langan tíma. Hann segir frétta- flutning þess efnis að Kenía sé ekki hættulegt land ekki alls- kostar réttan. Rosemary Atieno, eiginkona Ramses, æpti í símann þegar hún fékk fregnir þess efnis að mál hans yrði tek- ið upp hér á landi. Sjálfur hélt Ramses að hann væri að dreyma þar til hann áttaði sig á því að símtalið var raunverulegt. JÓn bJARKi MAgnússOn blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is gleðidagur Fjölskyldan ætlar að taka því rólega næstu daga og njóta samvist- anna áður en þau ræða við lögmann og sjá hver næstu skref verða. Mynd HeiðA HelgudÓttiR „Ég hélt mig væri að dreyma, hún spurði mig hvort ég væri sofandi og ég svaraði með því að segja já, en svo fattaði ég hvað hún hafði sagt og ég vaknaði samstundis.“ Feðgarnir saman sonurinn Fídel smári er skírður í höfuðið á Eiði smára fótboltakappa. með viðmótið á spítalanum í Banda- ríkjunum. „Læknarnir vilja ekki stofna lífi hennar í hættu út af pen- ingaskorti okkar og munu þess vegna klára meðferðina. En þegar hún verður útskrifuð á föstudaginn kem- ur að því að við þurfum að reiða fram sex milljónir króna í viðbót fyrir utan lyfjakostnað. Ég vildi gjarnan að ég ætti hús til þess að selja ofan af mér til þess að greiða fyrir meðferðina, en svo er ekki.“ sár út í heilbrigðiskerfið „Mér finnst það ömurlegt að dótt- ir mín, sem er íslenskur ríkisborgari, fái ekki meiri stuðning frá heilbrigð- iskerfinu en þetta. Ég var búin að gefa læknunum heima þrjú tækifæri með því að leggja hana undir hnífinn. Það var hins vegar bara verið að gera út af við hana með öllum þessum að- gerðum. Þeir voru farnir að tala um það við mig að hún væri bara að fara. Mér fannst að ég þyrfti að gera það sem þurfti að gera. Það var algjört ör- þrifaráð að fara með hana til Banda- ríkjanna,“ segir Ragna. Hún er sár yfir því að svo virð- ist sem heilbrigðiskerfið hér á landi líti á það sem endastöð fyrir dóttur hennar að íslenskir læknar séu svart- sýnir á lífslíkur hennar. Ragna segir í ljósi aðstæðna sinna og dóttur sinn- ar að sér hafi fundist afar sárt að sjá fréttir af því nýlega að íslenska ríkið hafi greitt sjúkrareikning upp á um það bil 15 milljónir króna fyrir Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur heitna, eftir læknismeðferð sem hún þurfti að sækja í Bandaríkjunum. „Ég vil að heilbrigðisráðuneyt- ið eða Tryggingastofnun þekki sögu mína og þó þeir hafi sagt að þeir myndu ekki hjálpa, þá finnst mér samt að þeir eigi að gera það. Fólk- ið í landinu hefur hins vegar verið rosalega duglegt að styrkja okkur og fyrir það er ég þakklát,“ segir hún og vísar þar til landssöfnunar sem fram fór í maí til þess að safna fyrir ferð mæðgnanna til Kína til þess að Ella Dís gæti gengist undir stofnfrumu- aðgerð. Í þeirri söfnun söfnuðust yfir fimm milljónir króna á fimm dögum. Ella Dís gat hins vegar ekki þolað svo langt ferðalag til Kína og því notaði Ragna peningana til þess að borga fyrir meðferðina í Bandaríkjunum. Styrktar- reikningur Ellu Dísar Reikningsnúmer: 0525-15-020106 Kennitala: 020106-3870 Paul Ramses: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Helgarblað ÞoRsteinn KRagh: Helgin 18. – 20. júlí 2008 dagblaðið vísir 130. tbl. – 98. árg. – verð kr. 395 hásKólaKennaRi: Bjargaði konu ur eldi Heimsótti vatíkanið ung, einhleyp og eftirsótt bRyndís jaKobsdóttiR,ingó og haRPa einaRsdóttiR: alltafí lífshættu Ella Dís, rúmlEga tvEggja ára, var hEilbrigð fyrir ári En Er nú lömuð. ragna ErlEnDsDóttir, móðir hEnnar, hElDur í vonina:sjúkDómurinn samEinar Ragna Erlendsdóttir og Marc Laurens, foreldrar Ellu Dísar, voru skilin. Eftir að dóttir þeirra veiktist hræðilega hafa þau náð saman og eru allan sólar-hringinn við sjúkrabeð hennar. Foreldrunum var sagt að sjúkdómurinn myndi eldast af henni. Ella Dís fékk ranga greiningu en nú hefur hún verið greind með sjálfsofnæmi eftir að móðir hennar hefur eytt milljónum í rannsóknir. Foreldrarnir berjast fyrir lífi dóttur sinnar. D V- m yn D G ú n D i RaðmoRðingjaR: Hjónin myrtu saman vissi að Hann væri perri 18. júlí 2008 NÆR EKKI AÐ FJÁRMAGNA LÍFSBJÖRG ELLU DÍSAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.