Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 27. Ágúst 200812 Fréttir Pólsk stjórnvöld neituðu á sínum tíma tilvist leynifangelsa CIA: Pólsk yfirvöld rannsaka nú hvað sé hæft í þeim fullyrðingum að banda- ríska leyniþjónustan, CIA, hafi yfir- heyrt, á pólskri grundu, menn grunaða um aðild að hryðjuverkum. Rannsókn pólskra yfirvalda hófst fyrir þremur vik- um. Í skýrslu frá Evrópuráðinu sem gef- in var út í júní á síðasta ári var sagt að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði starfrækt leynileg fangelsi í Póllandi og Rúmeníu árin 2003 til 2005, og þar hefðu grunaðir al-Kaída-liðar verið í haldi. Þegar skýrslan kom út neituðu stjórnvöld beggja landa þeim fullyrð- ingum sem haldið var fram. Nú kveður við annan tón, og tals- maður pólska dómsmálaráðuneytisins staðfesti við fréttastofu AFP að málið væri í rannsókn. Svissneskur þingmað- ur, Dick Marty, sem fór fyrir rannsókn Evrópuráðsins sagði að leynilegt sam- komulag á meðal bandamanna NATO gerði CIA kleift að starfrækja leyni- fangelsi. Marty vitnaði í ónafngreindan heimildamann innan leyniþjónustunn- ar sem hafði sagt að Pólland væri hinn „svarti staður“ þar sem átta mikilvægir fangar hefðu sætt yfirheyrslum. Þeirra á meðal var Khalid Sheikh Mohammed sem talinn er skipuleggjandi árásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Rannsókn breska blaðamannsins Nick Hawton, hjá BBC, árið 2006, leiddi í ljós að „svarti staðurinn“ var á Szym- any-flugvelli, afskekktri flugbraut á veg- um hersins, í norðaustur-Póllandi. Þegar skýrsla Evrópuráðsins kom út neitaði Aleksander Kwasniewski, for- seti Póllands árin 1995 til 2005, tilvist leynifangelsa. „Það voru engin leyni- fangelsi í Póllandi,“ sagði hann. Kanna svarta staðinn Szymany-flugvöllur í Póllandi talið að bandaríska leyniþjónustan hafi rekið þar leynifangelsi. Lögreglan í Denver handtók fjóra einstaklinga eftir að grunur vaknaði um að þeir ætluðu sér að ráða forsetaframbjóðanda demókrata, Barack Obama, af dögum. Hinir handteknu eru sagðir vera kynþáttahatarar sem háðir eru hörðum fíkniefnum. Lögreglan rannsakar trúverðugleika hót- ananna, en segir líklegt að um hóp vitleysingja sé að ræða. Þetta er ekki fyrsta líflátshótunin sem hinum þeldökka frambjóðanda hefur borist. Hinir handteknu tharin gartrell og Nathan Johnson voru handteknir vegna málsins. Johnson segir gartrell hafa ætlað sér að drepa Barack Obama. drepa Obama Lögreglan í Denver í Bandaríkjun- um rannsakar nú hvort maður sem handtekinn var með riffla, skotfæri og fíkniefni nærri flokkþingi demó- krata hafi ætlað sér að ráða Barack Obama af dögum ásamt félögum hans. Lögreglan handtók fjóra vegna málsins og er fólkið í haldi lögreglu. Fólkið er sagt kynþáttahatarar sem háðir eru hörðum fíkniefnum. Hoppaði út á sjöttu hæð Tharin Gartrell, 28 ára eftirlýst- ur glæpamaður, var handtekinn á sunnudaginn eftir að lögreglan hafði stöðvað hann fyrir vafasamt aksturslag og fundið tvo kraftmikla riffla með sjónauka, nokkra kassa af skotfærum, skothelt vesti, talstöðv- ar og metamfetamín í bifreið hans. Gartrell vísaði lögreglunni á hótel- herbergi í grenndinni, en þegar lög- regluna bar að garði gerði maðurinn sem þar var innandyra, Shawn Ro- bert Adolph, sér lítið fyrir og stökk út um gluggann á sjöttu hæð í von um að komast undan. Lögreglan fann hann hins vegar skammt undan með illa brotinn ökkla. Hinn 33 ára Ad- olph bar stóran hakakross á sér þeg- ar hann var handtekinn. Vitorðsfólk Gartrells og Adolph, kærustuparið Natan Johnson og Nat- asha Gromekm, var einnig handtek- ið. Johnson á að hafa viðurkennt fyrir lögregluyfirvöldum við handtöku að Gartrell og Adolph hafi ætlað sér að drepa Barack Obama þar sem hann heldur ræðu í Denver, Colorado, á fimmtudaginn. Sveitalubbar og dópistar Talið er að mennirnir séu tengd- ir mótorhjólasamtökunum Sons of Silence, sem hafa verið grunuð um bein tengsl við samtök öfgakynþátta- hatara. Lögreglan í Denver hefur látið alríkislögregluna vita af hand- tökunni og málavöxtum. Heimildir innan alríkislögreglunnar herma að ekki sé um trúverðulega ógn við líf Obama að ræða og að málið tengist fremur fíkniefnum en morðtilræði. „Það gæti vel komið í ljós að þetta séu ekkert nema sveitalubbar og dópist- ar,“ er haft eftir heimildarmanni hjá lögreglunni. Leyniþjónustan rannsakar nú trúverðugleika þessara meintu hót- ana, og hefur öryggisgæslan á flokks- þingi Demókrataflokksins í Denver verið hert til muna fyrir vikið. Barack Obama verður opinberlega kynntur sem fyrsti þeldökki forsetaframbjóð- andinn í sögu Bandaríkjanna á ráð- stefnunni. Þrátt fyrir að yfirvöld dragi trúverðugleika hótananna í efa þá er ljóst að brenglaður hugur rasista á metamfetamíni getur leitt til ýmis- legs. Ekki fyrsta hótunin Leyniþjónustan í Bandaríkjunum hefur reyndar vaktað Barack Obama í rúmt ár vegna fjölmargra líflátshót- ana sem hann hefur fengið. Frétta- skýrendur segja að sú staðreynd að Barack Obama verði fyrsti þeldökki forsetaframbjóðandinn í sögu Banda- ríkjanna marki vissulega tímamót, en því geti fylgt vandamál að auki. Öfga- menn og kynþáttahatarar séu líklegir til að taka því ekki með sitjandi sæld- inni að þeldökkur maður bjóði sig fram til forseta og búast megi við fleiri hótunum sem þessum þegar vitl- eysingar og öfgamenn víðsvegar um Bandaríkin vakni til lífsins. Yfirlýsing- ar frá lögregluyfirvöldum segja hins vegar að öryggi Obama og ráðstefnu- gesta hafi ekki verið stefnt í voða. Eiginkonan ítrekar ættjarðarást Flokksþingið hófst engu að síður eins og ekkert hefði í skor- ist á mánudagskvöldið með því að eiginkona Barack Obama, Mi- chelle, hélt mikla ræðu og þá lét öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy einnig sjá sig. Kennedy, sem undirgekkst aðgerð í júní vegna heilaæxlis, hélt sína fyrstu ræðu síðan þá við gríðar- legar undirtektir viðstaddra. Hann lýsti því yfir að ný von hefði fæðst hjá bandarísku þjóðinni, sem væri Barack Obama. Barack Obama fylgdist náið með öllu saman sem fram fór í gegnum gervihnattasjónarp, þar sem hann er staddur í Kansas í herferð sinni. Hann er væntanlegur til Denver á flokksþingið í fyrsta lagi á miðviku- daginn, fyrir ræðu sína á fimmtu- daginn kemur. Sigurður MikaEl jónSSOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is SögðuSt ætla að klettur í hafi Michelle Obama, með dætrum sínum Maliu og söshu, vakti mikla lukku á flokksþinginu. Næstu mánuðir verða þeim efalítið erfiðir. MyNd / aFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.