Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 9Fréttir
„Við munum leita lausnar í málinu
með Fjölskylduhjálpinni og for-
svarsmönnum hennar. Við eigum
ekki von á öðru en að þetta gangi
vel og að málið muni leysast,“ segir
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
„Ég trúi ekki öðru en að við finnum
lausn sem báðir aðilar verða sátt-
ir við.“
Í samtali við DV í gær sagði Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálparinnar, að hún
hygðist á næstunni leggja niður
starfsemina vegna erfiðrar fjár-
hagsstöðu. Hún sagðist ósátt við
borgaryfirvöld en hún hefur síð-
ustu ár sótt um styrki til velferðar-
sviðs en ekki fengið.
Fjölskylduhjálpin hefur verið
starfrækt undanfarin fimm ár og
hefur á þeim tíma úthlutað mat-
vælum og öðrum nauðsynjum til
fátækra.
Vilja funda með
Fjölskylduhjálpinni
Stella Víðisdóttur, sviðsstjóri
Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
tekur undir með Jórunni og segir
mikinn vilja innan velferðarráðs til
að vinna með Ásgerði Jónu að far-
sælum málalyktum. „Við ætlum að
fá hana á fund og fara yfir málið.“
Hún bendir á að árlega sæki
mikill fjöldi um styrki til borgar-
innar og ekki sé mögulegt að verða
við öllum beiðnum. Fjölskyldu-
hjálpin getur því sótt um styrk á ný
en umsóknarfresturinn í ár rennur
út í októberbyrjun.
Milljónaskuld
Líkt og kom fram í DV í gær er
Fjölskylduhjálpin í leiguhúsnæði
hjá Reykjavíkurborg en hefur ekki
getað staðið í skilum með húsa-
leiguna frá nóvember 2006. Skuld-
in er nú orðin tæpar tvær og hálf
milljón króna með dráttarvöxtum
og öðrum kostnaði. Í síðustu viku
barst Fjölskylduhjálpinni bréf þar
sem skorað er á hana að greiða
skuldina innan viku. Að öðrum
kosti muni leigusali nýta rétt sinn
til að rifta samningi og krefjast út-
burðar.
Óvíst með niðurfellingu
Jórunn segist ekki hafa eina
lausn í huga fremur en aðra
fyrir fund sinn með Ásgerði
Jónu. „Ég held að það sé eng-
in ástæða til að ganga í málið
með fyrirfram myndaðar skoð-
anir heldur fara yfir það í sam-
vinnu við Ásgerði.“
Stella hefur yfirumsjón
með styrkveitingum Velferð-
arsviðs. Aðspurð hvort hún
telji möguleika á að skuld
Fjölskylduhjálparinnar
verði felld niður segir hún:
„Ég get ekkert sagt um það
á þessu stigi.“
Jórunn Frímannsdóttir óskar eftir fundi með formanni Fjölskylduhjálparinnar í því skyni að finna lausn
á vanda hennar. Fjölskylduhjálpin skuldar Reykjavíkurborg rúmar tvær milljónir króna vegna ógreiddrar
húsaleigu og var engin fær leið önnur en að hætta starfsemi. Mikill vilji er innan velferðarsviðs borgarinn-
ar til að koma til aðstoðar en óvíst er hvaða leið verður valin.
LEITA LAUSNAR
Erla HlynsdÓttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
REYKJAVÍK
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
n
a
s
a
g
la
u
m
b
a
r
n
O
r
r
æ
n
a
H
ú
s
Ið
V
O
n
a
r
s
a
lu
r
I
n
g
ó
lF
s
n
a
u
s
t
Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ
nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó
PO
RT
h
ön
nu
n
w
w
w.
m
idi
.is
JAZZHÁTÍÐ 2008
Fimmtudagur 28. ágúst •
• KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor
Philip Catherine, Kazumi Watanabe,
Maggi Eiríks, Þórður Árnason
RAUÐI JAZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000
Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur.
Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst
þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með
gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir
vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru
Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007
PhilipCatherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason
verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins Jóhanns
Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara.
Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar frá Tónastöðinni.
Ferðakostnaður Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra, Kristjáns Arasonar, eig-
inmanns hennar, og Guðmundar
Árnasonar ráðuneytisstjóra til og frá
Peking 23. og 25. ágúst var 1.856.790
krónur.
Þetta kemur fram í svari ráðu-
neytisins við fyrirspurn um út-
lagðan kostnað vegna seinni ferð-
ar ráðherra til Peking. Ferðina fór
Þorgerður Katrín til að vera við-
stödd úrslitaleik Íslands og Frakk-
lands á Ólympíuleikunum. Flogið
var til Helsinki með Flugleiðum og
þaðan til Kína með Finnair, að því
er segir í svarinu. Ekki er komið í
ljós hver kostnaður við gistingu var
en dagpeningar ríkisstarfsmanna
sem ferðast til Kína eru um 30 þús-
und krónur. Ferðin tók þrjá daga og
starfsmennirnir voru tveir. Af því
má áætla að greiðslur vegna dag-
peninga hafi numið um 180 þúsund
krónum. Því lætur nærri að kostn-
aður vegna seinni ferðar ráðherra
og föruneytis hafi numið tveimur
milljónum króna, að gistikostnaði
undanskildum.
Menntamálaráðherra fór í tví-
gang til Kína á meðan á leikunum
stóð. Fyrri ferð ráðherra var farin
þann 5. ágúst og komið var aftur til
Íslands þann fjórtánda. Í för með
ráðherra voru maki hennar og ráðu-
neytisstjóri ásamt maka hans.
Í það skiptið var flogið um Kaup-
mannahöfn með Flugleiðum og til
Kína með SAS. Fargjald á mann var
rúmar 446 þúsund krónur. Kostnaður
við gistingu í það skipti liggur heldur
ekki fyrir en miðað við að tveir starfs-
menn ráðuneytisins hafi fengið 30
þúsund krónur á dag í dagpeninga í
þessa tíu daga nemur kostnaðurinn
600 þúsund krónum. Heildarkostn-
aður ferðanna til Peking nemur því
tæpum fjórum milljónum króna, að
undanskilinni gistingu.
baldur@dv.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og fylgdarlið tvisvar til Kína:
Til Peking fyrir fjórar milljónir
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
Fór tvisvar til Peking á meðan á
Ólympíuleikunum stóð.
dvMynd: guðmundur vigfússon
„Ég held að það sé engin ástæða til að ganga í
málið með fyrirfram myndaðar skoðanir heldur
fara yfir það í samvinnu við Ásgerði.“
þriðjudagur 26. ágúst 20082
Fréttir
„Þetta er árás á fátæka fólkið í borg-
inni og ótrúlegt hversu mikið skiln-
insgleysi er hjá borgarfulltrúum yfir
neyð fólks í borginni,“ segir Ásgerð-
ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálpar Íslands, sem verður
lokað á næstunni. „Þessir fulltrúar
eru þó kjörnir af þessu fólki í von
um að þeir sjái til þess að það hafi
í sig og á.“
Fjölskylduhjálpin hefur undan-
farin fimm ár starfað í þágu fátækra
og vikulega úthlutað matvælum til
þeirra sem minnst mega sín. Hún
leigir húsnæði sitt að Eskihlíð 2 til
4 af Reykjavíkurborg en hefur ekki
getað staðið í skilum með leiguna
frá nóvember 2006. Því er svo komið
að Reykjavíkurborg hótar góðgerð-
arfélaginu útburði.
Fékk aldrei styrk
Samkvæmt samningi Fjölskyldu-
hjálparinnar hefur hún leigt rúm-
lega 300 fermetra atvinnuhúsnæði
af Skipulagssjóði Reykjavíkurborg-
ar frá árinu 2003. Greiðslan var
sjötíu þúsund krónur við upphaf
leigutímabils en er nú orðin um 88
þúsund krónur á mánuði. Ásgerður
hefur undanfarin ár sótt um styrk til
velferðarsviðs borgarinnar en ávallt
verið hafnað.
Skuld Fjölskylduhjálparinnar er
nú orðin tæpar tvær og hálf milljón
króna með dráttarvöxtum og öðrum
kostnaði. Í síðustu viku barst Fjöl-
skylduhjálpinni bréf þar sem skor-
að er á hana að greiða skuldina inn-
an vikutíma. Að öðrum kosti muni
leigusali nýta rétt sinn til að rifta
samningi og krefjast út-
burðar.
Ás-
gerð-
ur
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI LOKAÐ
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Mynd dV: stefán Karlsson
ósátt við borgaryfirvöld
ásgerði jónu Flosadóttur finnst
borgaryfirvöld vanrækja fátæka.
Margir í neyð Fjölskylduhjálpin
hefur úthlutað matvælum
vikulega undanfarin fimm ár. allt
að þrjú hundruð manns hafa í
hverri viku fengið aðstoð.
Jóna harmar þessa niðurstöðu.
„Við ætlum að vera með blaða-
mannafund á föstudag þar sem
við tilkynnum formlega hvenær
við lokum og hvenær við borgum
borginni þessa skuld sem leiðir til
þess að við getum ekki haldið starf-
inu áfram.“
Borgin hirðir rekstrarféð
Um tuttugu sjálfboðaliðar starfa
hjá Fjölskylduhjálpinni. Fjöldi fyr-
irtækja sendir þeim reglulega mat-
væli sem úthlutað er til þeirra sem
þangað leita. Vikulega er hins vegar
keypt ýmis ferskvara, svo sem mjólk
og kjöt. Ásgerður Jóna segir að um
þrjú hundruð manns njóti aðstoð-
ar Fjölskylduhjálparinnar í hverri
viku. Á þessu ári veitti Alþingi þeim
einnar og hálfrar milljónar króna
styrk sem nýst hefur til rekstrar-
kostnaðar. „Reykjavíkurborg er að
hirða þetta af okkur,“ segir Ásgerð-
ur en styrkurinn verður nýttur til að
greiða skuldina við borgina.
Fjölskylduhjálpin hefur einn-
ig safnað um hálfri milljón króna í
lyfjasjóð sem notaður er til þess að
aðstoða fólk við lyfjakaup. Ásgerð-
ur Jóna segir fénu hafa verið safnað
með sölu á fatnaði í Kolaportinu en
sjóðurinn muni nú allur renna upp í
skuldina við borgina. Þá verður ekk-
ert fé eftir til að halda rekstrinum
áfram.
Beitir sér fyrir niðurfellingu
Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa
minnihlutans í velferðarráði, þykir
miður að loka þurfi Fjölskylduhjálp-
inni og ætlar að beita sér fyrir því að
skuldin við borgina verði felld niður.
Á sama tíma og velferðarráð hefur
hafnað styrkumsóknum Fjölskyldu-
hjálparinnar hefur það styrkt Hjálp-
arstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrks-
nefnd. Þorleifur bendir á að þar sé
unnið mikið og gott starf og segist
ekki viss um að hjálparstarf af þessu
tagi sé mjög dreift. Þannig gæti það
verið til hagsbóta fyrir þá sem þjón-
ustuna þiggja að hún sé veitt undir
einu þaki.
Gátu ekki veitt lengri frest
Jórunn Frímannsdóttir, formað-
ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
vildi ekki tjá sig um málið þegar DV
náði tali af henni í gær. Hún vísaði
alfarið á Stellu Víðisdóttur, sviðs-
stjóra velferðarsviðs, og Kristínu
Einarsdóttur, aðstoðarsviðssjóra
framkvæmda- og eignasviðs. Krist-
ín bendir á þann langa frest sem
Fjölskylduhjálpin hefur fengið til að
greiða skuldina. Fresturinn var
veittur þar sem Ásgerður
Jóna var að sækja um
styrk til velferðar-
sviðs sem nota átti
til að greiða húsa-
leiguna. Þar sem
styrkbeiðninni
var hafnað og
ekkert bólaði
á greiðslu
sá fram-
kvæmda-
og eign-
asvið
borgarinn-
ar sér ekki
annað fært
en að fara
þessa leið.
Þær upp-
lýsingar feng-
ust hjá Reykja-
víkurborg að
Stella væri í
sumarleyfi.
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 3
Fréttir
„Við ætlum að vera
með blaðamannafund
á föstudag þar sem við
tilkynnum formlega
hvenær við lokum.“
Hafnað á hverju ári Fjölskyldu-
hjálpin hefur sótt um styrki til
reykjavíkurborgar undanfarin ár
en ávallt verið synjað.
Í innheimtu Bréfið þar sem Fjöl-
skylduhjálpinni er hótað riftun
leigusamnings og útburði.
Harmar niðurstöðuna Þorleifur
gunnlaugsson ætlar að beita sér fyrir því að skuld Fjölskylduhjálparinnar við
borgina verði felld niður. 26. ágúst 2008
Funda um vandann Jórunn Frímannsdóttir
vill fund með Ásgerði Jónu Flosadóttur þar
sem framtíð Fjölskylduhjálparinnar verður
rædd með það að markmiði að finna lausn
sem báðir aðilar eru sáttir við.
Mynd siGurJÓn raGnar siGurJÓnsson