Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 30
Miðvikudagur 27. Ágúst 200830 Fólkið Dr. Gunni verður með bás í Kolaportinu á laugardaginn kem- ur. Doktorinn er búinn að búa til þrælöfluga auglýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann spyr lesend- ur hvað Leoncie og Bukowski eigi sameiginlegt. Jú, að verk þeirra beggja verða til sölu á bás Dr. Gunna í portinu. Alls kyns dót verð- ur til sölu svo sem bækur, geisla- diskar, plötur, teiknimyndablöð og síðast en ekki síst föt. En Dr. Gunni hefur ávallt verið vel til fara. Neyt- endafrömuður Íslands lofar svo auðvitað „engu okri“. Ásdís Rán Gunnarsdóttir at- hafnakona hefur tekið að sér enn eitt starfið. Ásdís mun verða með opnu í blaðinu Monitor sem kemur út mánaðarlega þar sem hún mun svara spurningum lesenda og ráðleggja þeim. „Undanfarið hefur mér borist nokkur skemmtileg tilboð frá dag- blöðum og tímaritum í Rvk sem vilja fá mig til að skrifa hina ýmsu dálka tengda tísku, fegurð, heilsu, lífstíl og bara öllu milli himins og jarðar. Ég ákvað að taka einu áhugaverðu til- boði sem ég fékk frá Monitor,“ segir Ásdís á bloggi sínu. „Þeir sem eru í vanda og hafa áhuga á að fá ráðlegg- ingar frá mér geta sent inn spurningar í gegnum vefsíðuna hjá Monitor fyrir október blaðið.“ „Þú spyrð og ég svara“ með fjórar einkaÞotur Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovitsj hefur dval- ið á landinu frá því um helgina en Roman er einna þekktastur fyrir það að vera eigandi breska knattspyrnuliðsins Chelsea og vera í hópi ríkustu manna heims. Þrátt fyrir að hafa einung- is verið hér í sannkallaðri fjöl- skylduferð, með börnum sín- um og kærustu, fylgdu fjórar einkaþotur auðkýfingnum til landsins samkvæmt heimild- um DV. Ein einkaþotan ku hafa flogið frá Zagreb í Króatíu en með þeirri vél komu börn Rom- ans til landsins, önnur þotan kom frá Frakklandi en barna- píurnar voru ferjaðar á Klakann með þeirri vél frá Nice. Þriðja þotan flaug svo frá Moskvu en þar innanborðs voru lífverð- irnir sem fylgdu fjölskyldunni í Íslandsfríinu en sjálfur flaug Roman beint frá London. Allar lentu vélarnar á Keflavíkurvelli. Eftir að hafa hagað sér eins og sannur túristi á Íslandi og meðal annars skoðað Gullfoss og Geysi og skellt sér í ýmiss konar jeppaferðir um hálendið lauk Roman Íslandsför sinni á tónleikum Bjarkar Guðmunds- dóttur, Brassbandsins og Jónas- ar Sen í Langholtskirkju í gær- kvöldi. Uppselt var á tónleikana og mætti Rom- an og fylgdarlið hans snemma í kirkjuna til að forðast óþarfa athygli. Nærstaddir sáu þó ekki bet- ur en Roman skemmti sér kon- unglega á tónleikunum sem voru hinir glæsilegustu. Þess má geta að þrátt fyrir að venja sé hjá erlendum stór- stjörnum sem heimsækja land- ið að skella sér í verslunarleið- angur og fjárfesta í íslenskri hönnun gerði rússneski auð- kýfingurinn ekkert slíkt. Þvert á móti ku hann hafa verið hinn sveitalegasti og einstaklega jarð- bundinn og ekkert að stressa sig á því að eyða örlitlu af auðæfum sínum í íslenskan há- tískufatnað. krista@dv.is Rússneska auðkýfingnum Roman Abramovitsj fylgdu fjórar einkaþotur til landsins en auðkýf- ingurinn var staddur hér ásamt ástkonu og börnum í fjölskyldufríi. Fríinu luku Roman og fylgdarlið hans á tónleikum Bjarkar Guð- mundsdóttur í Langholtskirkju í gær. „Þetta eru auðvitað brot á höf- undarrétti,“ segir Halldór Þor- geirsson framleiðandi Veðramóta og eiginmaður Guðnýjar Halldórs- dóttur leikstjóra, en myndin hef- ur verið sett í ellefu hlutum inn á kvikmyndavefinn Youtube. „En svona er nú heimurinn í dag,“ bæt- ir Halldór við og segir að búið sé að tilkynna um myndbrotin inni á youtube. Notandinn sem setti Veðramót á youtube.com heitir krissimar92 og segir að hann sé þrítugur Ak- ureyringur búsettur í Reykjavík. krissimar92 hefur einnig sett inn hina frægu Sódómu Reykjavík í nokkrum brotum. Sömu sögu er að segja um myndina Djöflaeyjan eft- ir Friðrik Þór Friðriksson sem og þættina Sönn íslensk sakamál. Þá hefur krissimar92 einnig dundað sér við að setja inn myndina Home Alone 2 og hrollvekjuna Slither. „Við erum búnir að kæra þetta til Smáís og láta Youtube vita,“ seg- ir Konstantín Mikaelsson vöru- stjóri hjá Senu sem er með dreif- ingarrétt á myndunum þremur. „Þetta eru klár brot á höfundar- rétti en því miður er lítið sem við getum gert í svona málum.“ asgeir@dv.is sódóma á youtube ÓpRúttinn AðiLi setuR ísLenskAR myndiR á netið: Veðramót Hefur verið sett á Youtube í 11 hlutum. Roman abRamovitsj: doktor- inn í kola- portinu Roman Abramovitsj var í fjölskyldufríi á Íslandi rússneska auðkýfingn- um fylgdu fjórar einkaþotur til landsins, hver frá sínu landinu. Skelltu sér á Bjarkartónleikana í Langholtskirkju abramovitsj og fylgdarlið hans luku Íslandsheimsókn sinni á glæsilegum Bjarkartónleikum í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.