Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 13
M I Ð V I K u d a g u r 2 7 . á g ú s t 2 0 0 8 uMsjón: ásgEIr jónssOn, asgEIr@dV.Is HEILSA& líkamsrækt „Núna eru tveir og hálfur mánuð- ur þangað til ég fer til Jóhannesar- borgar til að taka þátt í Ungfrú heimi og því nóg að gera í ræktinni,“ segir hin 19 ára gamla, fegursta kona Ís- lands, Alexandra Helga Ívarsdóttir. Alexandra sem æfði í mörg ár bæði ballett og djassballett telur þann grunn hafa hjálpað sér mikið í líkamsræktinni. „Ég bý vel að því að hafa æft vel á mínum yngri árum.“ Alexandra hefur enga hvíld tek- ið frá því að hún hóf undirbúning- inn fyrir Ungfrú Reykjavík snemma á þessu ári. „Fyrir keppnina fékk ég mér einkaþjálfara og hef verið hjá honum síðan. Hann hefur verið með mig í stífu prógrammi og breytt því reglulega. Núna er ég til dæmis farin að lyfta aðeins meira en það geri ég í þeim tilgangi að móta líkamann bet- ur.“ Keppendur í Ungfrú heimi þurfa eins og þekkt er orðið að koma fram í bikiní og ætti Alexandra ekki að eiga í neinum erfiðleikum með það. „Maður gerir bara sitt besta og reynir að vera í eins góðu formi og maður getur,“ segir Alexandra yfirveguð. Keppnin um fegurstu konu heims átti upphaflega að fara fram í Úkra- ínu en vegna stríðsins í Georgíu var henni seinkað og ákveðið að halda hana annars staðar af öryggisástæð- um, að sögn Alexöndru. „Ákveðið var því að halda keppnina þann 12. desember í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku en ég legg af stað 16. nóv- ember,“ segir Alexandra sem hlakkar mikið til að heimsækja landið. Aðspurð um góð ráð fyrir ungar stúlkur sem hafa áhuga á að byrja í líkamsrækt og jafnvel taka þátt í feg- urðarsamkeppnum segir Alexandra mjög mikilvægt að æfa skynsamlega. „Það má ekki taka hlutina of alvarlega, auðvitað er gott fyrir alla að hreyfa sig, borð hollt og lifa heilbrigðum lífsstíl en öllu skiptir að finna hinn gullna meðalveg,“ segir Alexandra að lokum. kolbrun@dv.is Mikilvægt að æfa skynsamlega Alexandra Helga Ívarsdóttir sem vann keppnina Ungfrú Ísland 2008 æfir nú hörðum höndum fyrir Ungfrú heim:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.