Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 28
Miðvikudagur 27. Ágúst 200828 Fókus Getur mynd, sem er leikstýrt af Ben Stiller eftir handriti sem hann skrif- ar í félagi við Etan Cohen, með Still- er, Jack Black, Robert Downey Jr., Nick Nolte, Steve Coogan, Matt- hew McConaughey og Tom Cruise í helstu hlutverkum klikkað? Ekki sjens og Tropic Thunder er einfald- lega langbesta gamanmynd sem rek- ið hefur á fjörur íslenskra bíógesta á ansi köflóttu og á stundum daufu bíósumri. Þessi mynd er fáránlega fynd- in og það segir sína sögu að einn jafnleiðinlegasti leikari kvikmynda- sögunnar, sjálfur Tom Cruise, stel- ur senunni ítrekað og fer beinlín- is hamförum í hlutverki óprúttins og ómerkilegs kvikmyndaframleið- anda. Þessi snoppufríði dvergur sem hefur komist miklu lengra en hann á innistæðu fyrir nýtur sín hér í botn og tekur af öll tvímæli um að hann er bestur þegar hann leikur skíthæla. Cruise hefur ekki náð slíkum hæð- um frá því hann túlkaði síðast ógeð í Magnolia. Fyrir utan kúnstugt handrit og kostulegar persónur liggur aðal- styrkur Tropic Thunder í því að þessi úrvals leikarahópur sýnir allur sínar bestu hliðar og þótt Cruise og Robert Downey drottni yfir öllum sínum senum þá er í raun enginn að spila sóló. Krafturinn liggur í sterkri liðs- heildinni. Ferill hasarmyndaleikarans Tugg Speedman (Stiller) er á hraðri leið ofan í klósettið. Kempan hefur misst aðdráttaraflið og áhorfendur eru hættir að hópast á endalausar fram- haldsmyndir hans um harðhaus sem hefur ítrekað bjargað heimin- um á hvíta tjaldinu. Síðasta tækifæri hans til að rétta úr kútnum er Tropic Thunder, hádramatísk bíómynd um hetjudáð nokkurra bandarískra her- manna í Víetnamstríðinu. Gallarnir á þessari annars ágætu björgunartilraun eru nokkrir. Í fyrsta lagi stendur Speedman frammi fyrir því að á móti honum leikur fimm- faldur óskarsverðlaunahafi, Kirk Lazarus, sem gerir takmarkaða leik- hæfileika kempunnar enn meira áberandi. Lazarus, sem Downey leikur af takmarkalítilli snilld, tekur hlutverk sitt vægast sagt alvarlega. Hann er Ástrali en leikur harðsnúinn blökkumann og undirgekkst sérstaka húðlitunaraðgerð til þess að lifa sig sem best inn í hlutverkið. Downey er hreint út sagt brjálæðislega fynd- inn í túlkun sinni á Ástrala sem týn- ir sjálfum sér í þeldökkri persónu og þetta tvöfalda eðli persónunnar býð- ur upp á kostulega grínspretti. Vandamál Speedmans aukast svo enn við það að leikstjórinn (Coogan) er gjörsamlega hæfileikalaust Breta- grey sem hefur hvorki tök á mynd- inni né prímadonnunum sem leika í henni. Framleiðandinn (Cruise) er því alvarlega að íhuga að slá mynd- ina af þegar leikstjórinn grípur til örþrifaráða. Að undirlagi uppgjaf- arhermanns (Nolte) flýgur hann með stjörnur myndarinnar á afvik- inn stað í frumskógi og hyggst láta þær horfast í augu við raunveruleg- ar hættur til þess að ná fram raun- verulegum leik hjá þeim. Áætlunin fer vitaskuld í vaskinn og stjörnurn- ar standa uppi rammvilltar, án fjar- skiptatækja og vopnaðar byssum með púðurskotum, í skóginum og lenda í lífshættulegum átökum við miskunnarlausa eiturlyfjasmyglara. Sagan er sem sagt mátulega kjánaleg en svínvirkar í höndum þessa einvalaliðs sem frussar út úr sér kostulegum línum og rótar sér stöðugt í enn verri og fyndnari vand- ræði. Þá spillir ekki fyrir að myndin er löðrandi í vísunum í kvikmynda- söguna þannig að þeir sem eru vel verseraðir í þeim fræðum fá hell- ing af aukagóðgæti. Óspart er skot- ið á Platoon, hinn mikla Nam-ópus Olivers Stone, og Rambó fær, ásamt öðrum, einhverjar sneiðar líka. Tropic Thunder er auðvitað bölv- aður fíflagangur en liðið hlýtur að hafa skemmt sér stórkostlega við gerð hennar og það smitast út í sal. Og þegar annað eins leikaralið er leitt saman á góðum degi þar sem allir sýna sínar bestu hliðar, þá get- ur brandarinn ekki klikkað. Tropic Thunder er frábær gamanmynd sem stendur fyllilega undir fjórum stjörn- um og Tom Cruise, af öllum mönn- um, er hársbreidd frá því að landa henni þeirri fimmtu. Manngarmur- inn er svo fáránlega fyndinn hérna að maður kemst ekki hjá því að íhuga í nokkur augnablik að fyrirgefa hon- um öll þau leiðindi sem hann hefur kallað yfir mann í gegnum árin. Þórarinn Þórarinsson á m i ð v i k u d e g i Fjörudagur á álFtanesi Fjörudagur verður haldinn á Álftanesi þann 31. ágúst í fjörunni við HrakHólma sem er norðvestan við Álftanes. Á sama tíma verður þess minnst að sveitarfélagið er hundrað og þrjátíu ára. góð dagskrá verður allan daginn og mun Tryggvi m. Baldvinsson bæjarlistamaður kynna hana og hefst hún klukkan ellefu. Formleg dagskrá lýkur um klukkan fjögur síðdegis. stríðsbrölt fábjánasýning Viggos MortensenÁ ljósmyndasafni Reykjavíkur í sum- ar hefur verið sýning á verkum Vigg- os Mortensen. Heiti sýningarinar, Skovbo, kemur úr öðru móðurmáli ljósmyndarans, dönsku, og gæti út- lagst sem „skógarbýli“ eða í víðara samhengi það að eiga heima í skóg- inum. Margir tengja eflaust Viggo fremur við leiklist en ljósmyndun en hann hefur notið mikillar velgengni sem kvikmyndaleikari og hlaut ný- verið tilnefningu til hinna eftirsóttu Óskarsverðlauna. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er til húsa í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, á 6. hæð og verður sýningin opin til 7. september. Klikk í klipp Myndlistarsýningin Klikk í klipp opnar í austursal efri hæðar Starf Art á morgun, fimmtudag, klukkan fimm. Myndlistarkonan er Harpa Dögg Kjartansdóttir og er þetta hennar fyrsta einkasýning eftir út- skrift. Hún hefur ekki einskorðað sig við ákveðna miðla, heldur gert ýmiskonar innsetningar, ljósmynd- ir, klippimyndir og fleiri verk með blandaðri tækni. Klippimyndirnar sem Harpa sýnir eru afrakstur til- rauna sem hún hefur verið að vinna að undanfarin ár og hafa nýst henni sem góð leið til að láta hugann flæða. Sýningin verður opin frá 28. ágúst til 24. september og er aðgang- ur ókeypis. tríó sigurð- ar Flosason- ar í iðnó Tríó Sigurðar Flosasonar held- ur tvenna tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld og á morg- un. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og eru á efri hæð Iðnó. Auk Sigurðar skipa tríóið Lennart Ginman, einn fremsti kontra- bassaleikari Dana, og gítarleik- arinn þjóðsagnakenndi Jón Páll Bjarnason.Tríóið mun fytja valda djassstandarda sem tilheyra hinni sígrænu amerísku söngbók djassbókmenntanna. Báðir tón- leikarnir verða teknir upp með mögulega útgáfu í huga. Sjaldan eða aldrei hef ég orðið fyr- ir jafn miklum vonbrigðum með mat og síðustu tvö skipti sem ég hef farið á American Style uppi á Höfða. Í fyrra skiptið keypti ég há- degistilboð mánaðarins sem var hamborgari, franskar og kók. Það er skemmst frá því að segja að það var einn versti hamborgari sem ég hef fengið. Að öllu gríni slepptu, þá var ein gúrka, einn laukhringur og paprik- usneið á hamborgaranum. Hann var skraufþurr og ofeldaður. Við vorum sennilega sjö saman í hóp og það var sömu sögu að segja hjá öllum hinum. Það var reyndar lít- ið mál að fá auka grænmeti á ham- borgarann en það bætti ekki upp bragðið og þurkinn. Síðan lét plata mig aftur á Am- erican Style á Höfða og þá ákvað ég að fara í pítuna þar sem borg- arinn var svo vondur síðast. Píta klikkar nú varla. Þar snarskjátlaðist mér. Pítubrauðið var það hart að ég gat brotið það eins og kex. Það var brotið í tvennt þannig að pítan var eins og hamborgari en ekki lok- að eins og píta. Kjötið var ofeldað og það eina sem var í raun fínt var grænmetið sem var nokkuð ferskt. En fyrir tæpar 1.400 krónur var þetta satanískt. Ég hef farið töluvert mikið á Am- erican Style í gegnum tíðina og allt- af litið á staðinn sem lúxus-ham- borgarastað en þetta var í síðasta skipti sem ég legg leið mína þang- að. Í það minnsta upp á Höfða. Kannski er þetta bara bundið við staðinn upp á Höfða. Ég man reyndar ekki eftir því að hafa far- ið ósáttur útaf staðnum í Skipholti. En það er ljóst að það þarf virki- lega að taka til á þessari búllu upp á Höfða því það er geðveiki að vera rukka fólk um þetta mikinn pen- ing fyrir jafn slakan mat og raun ber vitni. Ég hefði kannski sætt mig við svona sjoppufæði fyrir 300 kall á götuhorni í Kaupmannahöfn. Ásgeir Jónsson Ásgeir jónsson fór á American Style Bíldshöfða 14 Hraði: HHHHH VeiTingar: HHHHH ViðmóT: HHHHH UmHVerfi: HHHHH Verð: HHHHH 3. flokks sjoppufæði í skyndi tropic thunder HHHHH Leikstjórn: Ben stiller aðalhlutverk: Ben stiller, robert downey Jr., Jack Black, Brandon t. Jackson kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.