Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 27. Ágúst 200816 Heilsa og líkamsrækt „Við erum einkaþjálfarar í Sport- húsinu og megintilgangurinn með síðunni body.is er að setja inn efni sem hingað til hefur ekki verið að- gengilegt áður fyrir fólk sem er að koma sér í form,“ segir Björn Þ. Sig- urbjörnsson sem í félagi við Kristján Samúelsson heldur úti mjög fram- sækinni vefsíðu. „Við setjum á vef- síðuna næringarprógrömm, mat- arprógrömm og matardagbækur. Þetta er eina vefsíða landsins sem inniheldur líkamsreiknivélar en þær eru mikið notaðar til að svara ýms- um spurningum. Við höldum líka úti fjarþjálfun. Þannig getur fólk sett sig í samband við okkur og við spyrjum fólk eftir hverju það er að leita. Þetta er í rauninni einkaþjálfun á netinu.“ Fjarþjálfun Þegar fólk setur sig í samband við Björn og Kristján til þess að fara í fjarþjálfunina fær það not- andanafn og lykilorð inn á ákveð- ið æfingaforrit þar sem æfinga- prógrammið er sett saman auk matarprógramms. „Þetta er að- allega hugsað fyrir fólk sem þarf þetta aðhald og er að koma sér af stað og auðvitað fyrir alla aðra líka. Þjálfunarprógrömmin eru eng- in fjölföldun og við gerum þetta að sjálfsögðu einstaklingsmiðað. Þannig persónugerum við pró- gramm fyrir hvern og einn.“ Frumkvöðlar í vefsíðugerð „Á vefsíðunni eru greinar eftir okkur, við höfum verið svo lengi í þessum bransa og safnað mikl- um fróðleik að okkur. Í hverri viku kemur inn ný æfing, við erum að reyna að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Edda Björgvins byrj- ar í september með vikuleg skrif um heilsusamlegt mataræði og hvernig hún lítur á heilsusamlegu hliðina eins og henni einni er lag- ið,“ segir Björn. Strangur undirbúningur „Ég og Kiddi erum báðir að und- irbúa okkur fyrir fitnessmót. Kiddi fer á Norðurlandamótið og ég stefni á að fara á Bikarmót IFBB þannig að nú eru æfingarnar mjög strangar hjá okkur. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn eftir að við settum upp vef- síðuna, upp undir þúsund manns fara inn á síðuna á hverjum degi. Við byrjuðum í maí með síðuna en það er með ólíkindum og maður trúi því ekki hvað þetta er búið að vinda mikið upp á sig,“ segir Björn að lokum. Björn og Kristján halda úti framsækinni vefsíðu, body.is. Þeir bjóða líka upp á fjarþjálfun og eru í óða önn að æfa fyrir fitnessmót sem þeir fara á eftir nokkrar vikur. Líkamsrækt á netinu Björn og KriStján Einkaþjálfararnir í sporthúsinu geta hjálpað þér að komast í form á netinu eða með fjarþjálfun. Hefur þú áhyggjur af holdafari barnsins þíns? Á heimasíðu Lýðheilsustofnunar má finna tólf reglur sem gott er að fara eftir til að halda þyngd barna innan eðlilegra marka með eðlilegum hætti. Mjög mikilvægt er að foreldrar gæti þess að vera góðar fyrirmynd- ir og lifi eftir reglunum rétt eins og börnin. Er barnið þitt að þyngjast? 01. Höfum reglu á máltíðum, þrjár aðalmáltíðir og tveir til þrír millibitar á dag henta fyrir börnin og er þá minni hætta á að seilst sé í óholla millibita. 02. gefum börnunum hollan morgunverð þá sækja þau síður í ruslfæði þegar líður á daginn. 03. sköpum rólegt andrúmsloft við matarborðið og fáum börnin til að gefa sér góðan tíma til að borða. Látum líða tíma áður en barnið fær ábót þá finna þau ef til vill að þau eru orðin södd og þurfa ekki á ábótinni að halda. 04. kennum börnunum að skammta sér hæfilegt magn á diskinn. 05. Eigum alltaf nóg úrval af girnilegu grænmeti og ávöxtum til á heimilinu og höfum það aðgengilegt. Þannig gerum við börnunum auðveldara með að grípa til þess ef þau verða svöng milli mála. 06. Hvetjum börnin til að drekka vatn við þorsta, auk þess að bjóða þeim upp á vatn með matnum. 07. Höfum sælgæti, kex, kökur og gosdrykki ekki aðgengileg fyrir barnið á heimilinu dagsdaglega. Notum laugardaga og hátíðisdaga til að gera þeim dagamun. 08. Hvetjum börnin til að hreyfa sig. Það hefur verið sýnt fram á að sú hreyfing sem stunduð er daglega eins og að ganga eða hjóla í skólann eða ganga upp tröppur í stað þess að taka lyftuna skilar árangri. 09. Hvetjum börnin til að fara frekar út að leika sér en að setjast fyrir framan sjónvarpið. Þegar horft er á sjónvarp fylgir oft aukið nart og lokkandi auglýsingar geta aukið á neysluna og löngunina í mat eða sælgæti það er því gild ástæða til að draga úr sjónvarpsáhorfi barnanna. 10. Hvetjum börnin til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða tómstundastarfi skólanna. 11. stundum hreyfingu og útivist með börnunum. Förum í göngu, á skíði, skauta, út að hjóla. Það hefur sýnt sig að aukin hreyfing foreldra leiðir til aukinnar hreyfingar barna. 12. Foreldrar eru sem uppalendur og fyrirmyndir í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á lifnaðarhætti barna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.