Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 15
Iðnaðarskýrslur 1953
13*
10) í flokki 339, annar steinefnaiðnaður, er sand-, malar- og grjótnám nú talið
með, en ekki með námuvinnslu. Er hér bæði um að ræða frávik frá ISIC og iðn-
aðarskýrslum 1950.
11) Skermagerð er af hagkvæmnisástæðum talin grein í 370 (smíði og viðgerðir
rafmagnstækja), en ekki í grein 399. Hér er um frávik frá ISIC að ræða.
12) Flugvélaviðgerðir (grein 386) eru ekki taldar með í töflum um tryggðar
vinnuvikur í iðnaðarskýrslum 1953, en voru það hins vegar í iðnaðarskýrslum 1950.
í engum öðrum töflum eru flugvélaviðgerðir meðtaldar, hvorki í skýrslunum 1950
né þessum, þar sem ekkert fyrirtæki liefur flugvélaviðgerðir að aðalatvinnurekstri.
Er þessi starfsemi öll í höndum flugfélaganna sjálfra og hefur ekki verið mögulegt
að fá skýrslur um hana sérstaklega. — Ekki er hægt að segja, að þetta sé frávik
frá ISIC, þar sem ekkert fyrirtæki hefur flugvélaviðgerðir sem aðalrekstur, eins
og áður segir.
Þó að iðnaðarskýrslusöfnunin 1953 liafi ekki náð til byggingarstarfsemi (flokkur
4) og rafmagns- og gasframleiðslu (greinar 511 og 512 úr flokki 5), svo sem algengt
er í hliðstæðri skýrslusöfnun erlendis, þá er yfirlit yfir tryggðar vinnuvikur um þá
starfsemi birt aftast í þessum inngangi. Námuvinnsla er heldur ekki meðtalin, nema
sand-, malar- og grjótnám (að svo miklu leyti sem það er talið fram til slysatrygg-
ingar), sem hefur verið fellt inn í grein 339 (annar steinefnaiðnaður), eins og áður
greinir. önnur námuvinnsla er svo til engin hér á landi.
3. Skýring hugtaka.
Definition of concepts.
í þessum kafla verður leitazt við að skýra ýmis hugtök í dálkafyrirsögnum í
yfirlitum og töflum hér fyrir aftan.
a. Hugtökin fyrirtœki, tryggingarskyldur aðili, tryggðar vinnuvikur.
Með fyrirtœki er í þessum skýrslum átt við verkstæði, verksmiðju eða aðra
tegund vinnustaðar, þar sem framleiðsla er stunduð eða þjónusta innt af hendi
(þ. e. ,,establishment“ samkvæmt ISIC). Málið er einfalt, þegar um er að ræða fyrir-
tæki staðsett út af fyrir sig og undir sjálfstæðri stjórn og með framleiðslu, sem öll
tilheyrir sömu iðnaðargrein. En ýmis vandamál koma til sögunnar, þegar um er
að ræða dreifð verkstæði í sömu grein undir sömu stjórn, eða mörg verkstæði í
ólíkum greinum á sama stað og undir sömu stjórn. Þegar þannig stendur á, er
hvert verkstæði (eða hver deild) tahð sjálfstætt fyrirtæki, svo framarlega sem
rekstur þess er að verulegu leyti sjálfstæður og hægt að gefa sérstakar skýrslur
um einstaka þætti hans. Þannig eru útibú og sjálfstæðar deildir talin sérstök fyrir-
tæki, þegar því verður komið við. Hugtakið fyrirtæki, sem þýðing á orðinu „establish-
ment“, táknar því, eins og áður segir, verkstæði eða verksmiðju, sem er sjálfstæð
framleiðsluheild og að verulegu leyti með sérstakt reikningshald. Þegar iðnaðar-
fyrirtæki eru flokkuð eftir greinum, þá er hvert fyrirtæki tahð í þeirri grein, sem
framleiðslan er mest í, ef um er að ræða fjölþætta starfsemi, sem fellur undir mis-
munandi greinar. Ef starfsemi fyrirtækisins tekur yfir mörg framleiðslustig, sem taka
hvert við af öðru og eru í nánum tengslum hvert við annað, þá er fyrirtækið flokkað
eftir lokastiginu.
Hagstofa Sameinuðu þjóðanna mælir með notkun hugtaksins ,,estabhshment“,
þegar framkvæmt er fyrirtækjatal eins og það, sem þessar iðnaðarskýrslur eru byggð-
ar á. Nágrannaþjóðir okkar styðjast einnig við þetta hugtak í grundvaharatriðum
í iðnaðarskýrslum sínum.