Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 16
14'
Iðnaðarskýrslur 1953
Hugtakið fyrirtœki er oft notað í annarri merkingu en sem sjálfstæð fram-
leiðsluheild. Stundum á betur við að leggja til grundvallar fjármálalega eða lög-
formlega heild („enterpriseíl, sbr. ISIC), sem gæti vitaskuld verið eigandi margra
aðgreindra verkstæða í ólíkum iðnaðargreinum. Ef slíkur skilningur væri lagður í
hugtakið fyrirtæki, mundi verða erfiðara að fá nákvæma skiptingu milli hinna mis-
munandi greina iðnaðarins. Hins vegar verður því ekki neitað, að reikningshald
fyrirtækja liér á landi er enn þá aðallega miðað við slíkt fjármálalegt uppgjör
liinnar lögformlegu lieildar (skattauppgjör). Ef horfið yrði að því ráði að vinna
iðnaðarskýrslurnar upp úr framtölum til skatts, mundi sennilega vera nauðsynlegt
að skoða fyrirtækið sem lögformlega heild, en ekki sérstaklega sem framleiðsluheild.
Þótt liugtökin „enterpriseíí og „establishmentlí séu þannig ekki sömu merkingar,
þá falla þau mjög oft saman, og hér á landi a. m. k. hefur skattalöggjöfin stuðlað
mjög að því á þann hátt, að fyrirtæki, sem stækkar, vegna þess að nýrri fram-
leiðslugrein er bætt við, og verður þannig í raun og veru tvær framleiðsluheildir, er
gert að tveimur sjálfstæðum lögforinlegum aðilum (t. d. tveimur hlutafélögum).
Stundum er talið æsldlegt að þrengja hugtakið ,,fyrirtæki“ enn meira en gert
er með því að skoða það sem verkstæði eða verksmiðju. Það er liægt að gera með
því að telja alla starfsemi, tem er bundin við framleiðslu á ákveðinni afurð, eem
sjálfstætt fyrirtæki („technical anit1 11, sbr. ISIC), en kostnaðarreikningur fyrirtækis-
ins þarf að vera mjög fullkominn, ef slíkt á að vera framkvæmanlegt. Sama er að
segja, ef reynt er að þrengja verkstæðishugtakið á þann hátt að skoða ákveðna
tegund starfa (ekki nauðsynlega öll störf við framleiðslu sömu afurðar) sem sjálf-
stætt fyrirtæki (,,operational unit11, sbr. ISIC).
í sambandi við tölur um tryggingarskylda aðila og tryggðar vinnuvikur er þess
að geta, að langflestir þeirra, sem vinna við iðnaðarstörf, eru slysatryggðir (sbr. lög,
sem getið er um fremst í þessum inngangi). Eigendur fyrirtækjanna eru þó ekki
tryggingarskyldir, en þeir mega tryggja sig, ef þeir óska. Hafa ýmsir hinna smærri
atvinnurekenda, sem vinna sjálfir að iðnaðarstörfum, gert það. Heimavinna er ekki
heldur tryggingarskyld. Tölurnar um tryggðar vinnuvikur ná því ekki til allra,
sem vinna að iðnaðarstörfum, og nokkur lítil fyrirtæki eru því alls ekki talin með
í iðnaðarskýrslunum (þ. á m. engin heimaslátrun). Yísast til töflu IV i því sambandi,
þar sem hverri iðnaðargrein er gefið tákn um það, hvort óslysatryggt vinnuafl í
henni sé mikið eða lítið (L=lítið, M=mikið, N=nokkuð)d) Þar, sem það er mikið,
mun talsvert vanta á, að tölur iðnaðarskýrslnanna um viðkomandi grein séu tæm-
andi. Hins vegar liefur verið áætlaður fjöldi tryggðra vinnuvikna fyrir verkstæði
vinnuheimilisins að Reykjalundi, þar sem um er að ræða allmikið óslysatrvggt
vinnuafl á sama stað.
Eins og áður er greint frá, er hvert fyrirtæki (,,establishment“) látið tillieyra
þeirri iðnaðargrein, sem mest er framleitt í, ef um blandaðan rekstur er að ræða,
án þess að hægt sé að greina þar á milli tveggja eða fleiri bókhaldslega aðgreindra
framleiðsluheilda. Nú getur hins vegar verið, að til sé aðgreining tryggðra vinnu-
vikna milli liinna mismunandi iðnaðargreina, sem unnið er í innan fyrirtækisins,
og er þá fyrirtækið talið tveir eða fleiri tryggingarskyldir aðilar. Tala hinna trygg-
ingarskyldu aðila í hverri iðnaðargrein gefur betri hugmynd um það, hve víða sé
unnið að þeirri framleiðslu, en tala fyrirtækja. Sama fyrirtækið getur verið trygg-
ingarskyldur aðili í fleiri en einni iðnaðargrein.
1) Auk þcss scm óslysatryggt vinnuníl cr mi«inunnndi mikið í hinum ýmsu greinum, getur verið um að rœða slyaa-
vinnuafl við iðnaðaratörf, sem alls ekki kemur fram í töflu IV, þar sem það cr talið til annarra flokka atvinnulífsins
en iðnaðar (t. d. kaffimölun í verzlunum verður ekki grcind frá verzlun).