Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 26
24*
Iðnaðarskýrslur 1953
aukningin 63%, en hún er ekki raunverulcg, þar eð sand-, malar- og grjótnám
hefur verið flutt úr námuvinnslu í þessa grein.
í 3 undirgreinum hefur tryggðum vinnuvikum fœkkað um meira en helming frá
1950 til 1955, þ. c. í leirsmíði og postulínsiðnaði (82%), skóviðgerðum (68%) og
sútun og verkun skinna (57%). í þremur öðrum nemur fækkunin 40—50%, þ. e.
í höfuðfata- og regnhlífagerð (49%), bókbandi (44%) og óflokkuðum iðnaði (41%).
Vegna þess hve erfitt er að greiua bókband frá prentverki, má gera ráð fyrir, að
hluti þessarar lækkunar sé ekki raunverulegur. Varðandi lækkun tryggðra vinnu-
vikna í höfuðfata- og regnhlífagerð skal það tekið fram, að hún er ekki raunveru-
leg að öllu leyti, þar sem hanzkagerð liefur verið flutt úr flokki 243e í flokk 292.
Skipting hinna tryggðu vinnuvikna verkafólks (nema afgreiðslujólks) milli lands-
hluta var þessi árið 1950 (sjá töflu II): Reykjavík 54%, aðrir kaupstaðir 29%,
sýslur 17%. Árið 1953 voru samsvarandi tölur: Reykjavík 50%, aðrir kaupstaðir
32%, og sýslur 18%. Ef einstök ár frá 1950 til 1955 eru athuguð, kemur í ljós, að
hin sívaxandi lilutdeild Reykjavíkur í iðnaðinum (miðað við tryggðar vinnuvikur),
sem verið hafði, hefur breytzt í minnkandi hlutdeild. Árið 1955 er lilutur Reykja-
víkur kominn niður í 47%, og veldur þar mestu hinn stóraukni fiskiðnaður í kaup-
stöðum og sjávarþorpum. Af einstökum kaupstöðum er aukningin frá 1950 til 1953
mest að tiltölu í Ólafsfirði, en mestur hluti aukningarinnar kemur þó á Hafnar-
fjörð og Akranes. Akureyri er árið 1953, eins og áður, mesti iðnaðarbærinn utan
Reykjavíkur, með um 40 þús. tryggðar vinnuvikur, en Hafnarfjörður og Vest-
mannaeyjar í öðru og þriðja sæti með um 30 þús. og 26]/2 þús. tryggðar vinnu-
vikur. Á Akureyri er alls konar vefjariðnaður og fatnaðariðnaður þýðingarmestur,
en fiskiðnaður á hinum stöðunum. Gullbringu- og Kjósarsýsla hefur flestar tryggðar
vinnuvikur við iðnaðarstörf af sýslunum, eða rúml. 24 þús. Næstar koma Árnes-
sýsla og ísafjarðarsýsla með 11 % og 10% þús. í Árnessýslu er mjólkuriðnaður og
trésmíði alls konar þýðingarmestu greinarnar, en í hinum fiskiðnaður. Fjölgun
tryggðra vinnuvikna við iðnaðarstörf frá 1950 til 1953 er þó einna athyglisverðust
í Snæfellsnessýslu, Barðastrandarsýslu, Þingeyjarsýslu og Suður-Múlasýslu, og
ræður fiskiðnaðurinn þar mestu um.
í töflu III eru talin upp 56 sveitarfélög með yfir 500 tryggðar vinnuvikur við
iðnaðarstörf árið 1953. Þar af eru 9 í Gullbringu- og Kjósarsýslu og 6 í ísafjarðarsýslu.
Hlutdeild fiskiðnaðarins (iðnaðargreinar 204 og 312) í tryggðum vinnuvikum við
iðnaðarstörf 1953 nam 36%, á móti 26% árið 1950, og gefa þær tölur glögga hug-
mynd um liinn gífurlega vöxt í þessum þætti iðnaðarins. í Reykjavík hefur hlut-
fallstala fiskiðnaðarins breytzt úr 8% í 15%, í öðrum kaupstöðum úr 41% í 53%
og í sýslum úr 54% í 64%.
Af kaupstöðunum er lilutdeild fiskiðnaðarins hæst í Ólafsfirði 94% (77% 1950),
Vestmannaeyjum 78% (69% 1950), Neskaupstað 76% (50% 1950) og Akranesi
71% (62% 1950), en lægst á Akureyri 14% (5% 1950), Sauðárkróki 39% (17%
1950) og Seyðisfirði 42% (42% 1950). Af sýslunum er hlutdeild fiskiðnaðarins mest
í Borgarfjarðarsýslu (hvalvinnsla talin með fiskiðnaði) 100% (100% 1950), ísa-
fjarðarsýslu 89% (79% 1950), Snæfellsnessýslu 87% (62% 1950) og Barðastrandar-
sýslu 83% (62% 1950), en minnst í Dala-, Vestur-Skaftafells- og Rangárvallasýslu,
þar sem hún var engin bæði árin. í Mýrasýslu var hún engin 1950, en 1/2°/0 2953.
í 2. yfirliti er sýnd hlutfallsleg skipting tryggðra vinnuvikna eftir aðalgreinum
árin 1947, 1950, 1953 og 1955. Skýrir það sig að mestu leyti sjálft og bendir á ótví-
ræðan vöxt útflutningsiðnaðar (fiskiðnaðar) og framleiðsluvöruiðnaðar (framleiðsla
og viðhald ýmissa framleiðslutækja), en hlutfallslegan samdrátt í neyzluvöruiðnaði.