Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Side 31
Iðnaðarskýrslur 1953
29
lið, en 57,5% eru með minna en 5 manna starfslið. Meðal þeirra síðast töldu eru
flest þau fyrirtæki, sem ekki hafa skilað skýrslu fyrir árið 1953. Við söfnun iðn-
aðarskýrslna hjá sumum nágrannaþjóðum okkar er ekki krafizt skýrsla af fyrir-
tækjum með minna en 5 manna starfslið, heldur eru allar tölur áætlaðar fyrir þær
á grundvelh úrtaksathugunar, enda skipta þau htlu máli fyrir heildina. Hér á
landi eru þessi litlu fyrirtæki tiltölulega miklu fleiri (og í sumum greinum nær
eingöngu svo lítil fyrirtæki) og því þýðingarmciri fyrir heildina. Þess vegna er
hæpið að láta sér nægja úrtaksrannsókn á svipuðum grundvehi og gert er annars
staðar.
Tæplega 16% iðnaðarfyrirtækja liafa meira en 2 millj. kr. heildartekjur hvert
og rúmlega 10%% meira en 2 millj. kr. bundnar í fasteignum, vélum, tækjum,
áhöldum (vátryggingaverðmæti) og vörubirgðum (skv. efnahagsreikningi).
3. Mannahald.
Employment.
í 6. og 7. yfirliti eru ýmsar upplýsingar um mannahald iðnaðarfyrirtækja árið
1953, eftir aðalgreinum. í töflum VI og VII eru hliðstæðar upplýsingar eftir undir-
greinum iðnaðarins.
Heildartala verkafólksins var 11 787 að meðaltah árið 1953, og tala annars
starfsliðs var 921. Aukningin í tölu verkafólksins nemur rúmlega 7% frá 1950, en
þá var tala þess áætluð 11 000. Tryggðum vinnuvikum hefur á sama tíma fjölgað
um tæplega 7°/0.
í 4 af 16 aðalgreinum eru tæplega 77°/0 verkafólksins (9 058) og tæplega 70%
annars starfsliðs (641). Þessar greinar eru matvælaiðnaður annar en drykkjarvöru-
iðnaður, með tæplega 47°/0 verkafólksins og tæplega 36°/0 annars starfsliðs, málm-
smíði önnur en flutningstækja- og rafmagnstækjagerð (12 %°/0 verkafólks og 14 %°/0
annars starfsliðs), skógerð, fatagerð og framleiðsla á öðrum fullunnum vefnaðar-
munum (9°/0 verkafólks og 8%°/0 annars starfsliðs) og smíði og viðgerðir flutninga-
tækja (8x/2°/0 verkafólks og 11% annars starfsliðs). Aðeins ein aðalgrein, tóbaks-
iðnaður, hefur minna en 50 manna starfshð, en þar eru aðeins 6 menn.
Af einstökum undirgreinum er flest verkafólk við frystingu, herzlu, söltun,
verkun og þurrkun fisks (greinar 204a-b), eða 4 375 menn. í fiskiðnaðinum (greinar
204 og 312) vinna alls 4 828 menn, eða tæplega 41% verkafólks í iðnaði.
Sveiflur í mannahaldi eru misjafnar eftir iðnaðargreinum. Ef htið er á iðnað-
inn í heild, er verkafólkið 21°/0 fleira í þeim mánuði, sem það er flest (apríl), en í
þeim mánuði, sem það er fæst (janúar). í aðeins 5 aðalgreinum af 16 er sveiflan
minni en í mannahaldi iðnaðarins í heild. Þessar greinar eru tóbaksiðnaður (jafn-
margt verkafólk allt árið), málmsmíði önnur en flutningstækja- og rafmagnstækja-
gerð (8%), prentun, bókband og prentmyndagerð (12%), smíði og viðgerðir flutn-
ingstækja (12%) og annar iðnaður (15%). Langmest er sveiflan í kemískum iðn-
aði, einkum mjöl- og lýsisvinnslu (117%), en einnig mikil í eftirtöldum aðalgreinum:
Skinna- og leðurvöruiðnaður (52%), gúmiðnaður (50%), matvælaiðnaður annar en
drykkjarvöruiðnaður, einkum fiskiðnaður og slátrun (49%), drykkjarvöruiðnaður
(49%) og steinefnaiðnaður annar en málm-, kola- og olíuiðnaður (47%). í öðrum
greinum er sveiflan nokkurn veginn jafnmikil og í iðnaðinum í heild.
Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því, að sveiflurnar í matvælaiðnaði
öðrum en drykkjarvöruiðnaði og í kemískum iðnaði — en þar eru þær mestar —
vega livor á móti annarri. í kemíska iðnaðinum er hásveiflan um sumartímann
(júlí—ágúst), en í matvælaiðnaðinum á vetrarvertíð suðvestanlands (febrúar—maí)