Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 4
föstudagur 26. september 20084 Fréttir DV Sandkorn n Framsóknarmenn, sem fyrir kosningarnar 1991 fóru fram und- ir slagorðinu XB en ekki EB, virð- ast sumir hverjir reiðubúnir að fara fram fyrir röðina og berjast fyrir aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Þó Samfylk- ingin hafi ein flokka lýst yfir að stefna skuli að ESB-aðild getur flokkur- inn sig hvergi hreyft nú meðan hann er í stjórn með sjálfstæð- ismönnum sem vilja vart heyra minnst á aðild. Á sama tíma boðar Birkir Jón Jónsson, þing- maður Framsóknarflokksins úr norðausturkjördæmi, þingsálykt- unartillögu um að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort sækja eigi um aðild. Segja menn að slagorðið hafi breyst úr XB en ekki EB í Frá XB til ESB. n Jón Þór Sturluson, aðstoðar- maður Björgvins G. Sigurðsson- ar viðskiptaráðherra, er nýjasti maðurinn til að vera orðaður við forstjórastól- inn í Lands- virkjun eins og lesa mátti á vefnum Eyj- unni. Jón Þór sem þykir vel menntaður og rökfastur hefur sýnt áhuga á orkumálum og þykir því ekki fráleitur kostur. Jón Þór hefur verið viðloðandi stjórnmálin af og til í gegnum tíðina og aðstoðar- mannsstarfið hjá Björgvini fráleitt það fyrsta á því sviði. Sem ungur háskólanemi var hann í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna, sem var ungliðahreyfing Alþýðu- flokksins, og mátti minnstu muna að hann yrði formaður þeirra samtaka. Þegar það gekk ekki eftir sneri hann sér meira að námi og fræðimennsku um skeið. n Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur löngum verið þekktur fyrir annað en að þegja þegar honum hefur þótt á sig eða sína hallað. Enda tók hann því ekki hljóðalaust þegar Bragi Kristjónsson bóksali sagði sögu af föður Kára í Kilju Egils Helga- sonar og fór rangt með staðreyndir. Söguna segir Kári markast meira af persónu- leika Braga en nokkru öðru. „Að mínu mati er sá persónuleiki stundum svolítið skemmtilegur, einstaka sinnum mjög skemmti- legur en sjaldan merkilegur,“ segir Kári og vill að hér eftir segi Egill áhorfendum í hvert sinn sem Bragi talar að þeir skuli trúa hon- um á eigin ábyrgð. n Frægt varð þegar Sarah Pal- in, varaforsetaefni repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, mundi ekkert eftir því að hafa hitt er- lendan þjóð- arleiðtoga – og það þrátt fyrir að hafa nokkrum mánuðum áður staðið andspænis Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Ólafur Ragnar virðist þó ekki láta hugfallast. Hann fór aftur til Alaska í vikunni. Þar var þó ekki Sarah Palin til að taka á móti hon- um heldur aðstoðarríkisstjórinn. Nú er víst svo komið að ríkis- stjórinn má minna vera að því að sinna starfi sínu, meðan á kosn- ingabaráttunni stendur. Séra Gunnar Björnsson er í fullum rétti til að sinna prestsverkum þó svo að Karl Sigur- björnsson biskup hafi leyst hann frá embætti sóknarprests. Hann verður hins vegar að fá starfandi sóknarprest til að gefa út könnunarvottorð og færa hjónabönd í kirkjubók. EINS OG PRESTUR Á EFTIRLAUNUM „Ég hef ekkert að segja, en þakka þér samt fyrir síðast,“ sagði séra Gunnar Björnsson við blaðamann þegar hann innti hann eftir því hver skyldi færa hjónavígslu sem hann annaðist í kirkjubók. Síð- an þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Eftir að hafa rætt við fjöld- ann allan af prestum, próföstum og Biskupsstofu eru málin farin að skýrast betur. Samkvæmt Biskupsstofu er séra Gunnar ennþá með réttindi til að sinna prestsstörfum. Hann er eins og prestur á eftirlaunum. Hann má ekki færa hjónaband í kirkjubók né gefa út könnunarvottorð fyrir fólk sem stígur það stóra skref að ganga í hjónaband. Hann hefur hins vegar full réttindi til að sinna prestsverk- um, honum er einungis vikið úr starfi um stundarsakir. Ekkert verið kvartað Eins og DV greindi frá á dögun- um sá séra Gunnar um hjónavígslu í kirkjunni á Stokkseyri síðasta laug- ardag. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir, verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála hjá Biskupsstofu, gerir ekki athugasemdir við þetta. „Það hefur ekkert verið kvartað undan þessu könnunarvottorði til okkar og ég á ekki von á öðru en að hann hafi staðið löglega að þessu,“ segir Stein- unn Arnþrúður. Steinunn Arnþrúður segir að alls ekki sé ólíklegt að séra Gunn- ar hafi gengið frá þessu áður en honum var vikið úr embætti. Hún bendir einnig á að Biskupsstofa skipti sér ekki af prestum sem ekki eru í embætti. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að fara að lögum og það er sá rammi sem við vinnum við. Það er því Gunn- ars að neita prestsverkum ef fólk biður hann um þau.“ Heldur áfram prestsverkum Séra Gunnar fór í námsleyfi eftir að tvær stúlkur kærðu hann til lögreglu. Síðar áttu þrjár stúlk- ur til viðbótar eftir að bætast í þann hóp. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að sinna prestsverk- um. Biskup og hans fólk töldu að séra Gunnar ætti ekki að fram- kvæma embættisverk á meðan hann væri í leyfi. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, settur sóknar- prestur við Selfosskirkju, skrif- aði séra Gunnari bréf þar sem hún sagði að þess væri ekki ósk- að að hann sinnti prestsverkum í Selfosskirkju meðan á rannsókn máls hans stæði. Enn sér séra Gunnar þó um hjónavígslur og önnur prestsverk. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup leysti séra Gunnar svo úr embætti eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. Séra Gunnar hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands fyrir tveimur vikum. SKEMMTILEGT Í SKÓLA Skáldið Skrifar Nýlega var ég minntur á það að í háskólum eru konur víðast hvar í miklum meirihluta ef litið er til nemenda. Og mér er tjáð að þetta sé vegna þess að strákum leiðist svo skelfilega á efri stigum grunnskóla og í menntaskóla að brottfall þeirra sé nánast óhjákvæmilegt. Ég veit að vandi okkar er líklega því að kenna að kvenleg gildi, eins og: varfærni, framsýni, yfirvegun og fleiri stórkostlegir eiginleikar hafa ekki verið hafðir að leið- arljósi í viðskiptalífi heimsins, af þeim sök- um búum við nú við gósenkreppu. Kennum karlrembuímynd um ófögnuðinn – verra hefur nú verið viðhaft. Kannski erum við með ómenntaða stráka í störfum þar sem menntaðar stelpur ættu að vera. En þótt skortur sé á konum (eða jafnvel offramboð af körlum) í þeirri stétt sem stjórnar fjármálum og græðgi, þá er það samt sem áður áhyggjuefni og til um- hugsunar hvernig það má vera, að nám barna og unglinga skuli vera þannig mið- að að drengjum stendur stuggur af. Sjálf- sagt liggur þetta allt í genum og boðefnum – stelpur eru stilltar en strákar eru óþekk- ir. Þegar þessi staðreynd er viðruð þá átt- um við okkur á því að stelpur hafa forskot í skólakerfinu, því þar miðast allt við að börn séu stillt. Jafnréttiskrafa dagsins er því nokkuð skýr: Leyfum öllum börnum að haga sér illa! Gott og vel. Stelpur geta lært í ró og næði á meðan testósteron strákanna gerir þá kröfu að þeir iði í skinni og hafi hugann frek- ar við stelpurnar en námið. Strákar geta, nær undantekningalaust, ekki verið kyrrir nema í nokkrar mínútur í senn. Og niður- staðan er sú að strákar eru til vandræða. Já, kæru landamenn, það sem okkur – þessu vitiborna apafólki – hefur dottið í hug til að koma til móts við hreyfiþörf drengja, er að gefa þeim flestum hverjum sjúkdóms- greiningu og fyrirheit um ævarandi athygl- isbrest og ofvirkni. Ég hvet fólk til að hugleiða það af alvöru hvort ekki sé kominn tími til að skoða skólakerfið allt útfrá þeirri staðreynd að kynin eru tvö og þau eru alveg gríðarlega ólík... þegar öllu er á botninn hvolft. Öllum sem um æðri mennt eitthvað vilja segja af heiðarleik er hérna kennt að halda kjafti og þegja. Ó Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Jafnréttiskrafa dagsins er því nokkuð skýr: Leyfum öllum börnum að haga sér illa!“ Boði loGaSon blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Við eigum ekki annarra kosta völ en að fara að lögum og það er sá rammi sem við vinnum við. Það er því Gunnars að neita prestsverkum ef fólk biður hann um þau.“ Til prestsverka séra gunnar björnsson sést hér ganga til stokkseyrarkirkju ásamt stefáni Hilmarssyni síðasta laugardag. séra gunnar gaf brúðhjónin saman og stefán söng í kirkjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.