Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 14
föstudagur 26. september 200814 Nærmynd ráðuneytinu 1988. Hann fluttist til starfa í sendiráð Íslands í París 1991 og árið 1994 var hann fluttur til starfa hjá sendiráði Íslands í Brussel. Jóhann var aðstoðarmaður að- alsamningamanns Íslands um Schengen og var fulltrúi Íslands í hinum ýmsu stofnunum og nefnd- um Schengen eftir að Ísland hóf þátttöku í samstarfinu 1. maí 1996. Hann var skipaður sendiráðunaut- ur 1996 og kom aftur til starfa á við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins sumarið 1998. Yngstur sjö systkina Jóhann hefur setið í stjórn Lög- fræðingafélags Íslands, var varafor- maður Sýslumannafélagsins, í stjórn Samkeppniseftirlitsins, var fulltrúi Íslands í stjórn landamærastofnun- ar Evrópu og hefur setið í fjölda op- inberra nefnda, íslenskum sem er- lendum. Eiginkona Jóhanns er Sigríður G. Guðmundsdóttir, viðskiptafræðing- ur og kennari. Þau eiga saman þrjú börn sem fædd eru hvert í sínu land- inu. Benedikt Ragnar er 16 ára og fæddist í Reykjavík, Ólafur Örn er 15 ára, fæddur í París, en Gyða er fædd í Brussel, hún er 12 ára gömul. Jóhann er yngstur sjö systkina. Sigrún er ein þeirra. Hún lýsir bróður sínum þannig að hann sé afar hress og mikill stemningsmaður. „Hann er mikill pabbi og er annt um sína. Ég er sjö árum eldri en hann og við tengd- umst snemma mjög sterkum bönd- um, enda var ég mikið með hann. Hann naut þess að vera yngstur á margan hátt,“ segir hún og hlær. Kröftugur fjörkálfur Sigrún minnist þess aldrei að Jó- hann hafi verið í vondu skapi. Hún segir þrátt fyrir það að í Jóhanni sé mikið skap. „Hann er mikill fjör- kálfur en getur snöggreiðst ef hon- um finnst á sér brotið. Auðvitað er hann ekki fullkominn frekar en aðr- ir. Hann er mjög kröftugur og á auð- velt með að sjá allt sviðið. Hann er snöggur til ákvarðana og slíkum kar- aktereinkennum fylgja auðvitað allt- af einhverjir gallar. Þessi kostur er auðvitað ekki alfarið góður,“ segir Sigrún létt í bragði. Faðir þeirra Jó- hanns var Benedikt heitinn Kristj- ánsson, deildarstjóri hjá Samvinnu- tryggingum, en móðir þeirra er Ólöf Jónsdóttir húsmóðir. Skipt upp aftur 19.mars var Jóhann kallaður á fund dómsmálaráðherra þar sem honum voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á embættinu. Skipta átti embættinu upp á nýjan leik. Fyrir lá rekstraráætlun um 200 milljóna króna fjárvöntun. Árið áður hafði embættið verið rekið með 80 millj- óna króna tapi. Við breytingarnar var gert ráð fyrir því að lögreglulið Suð- urnesja væri skipað í kringum 90 lög- reglumönnum auk yfirstjórnar. Ráð- gert var að flugvöllurinn heyrði undir samgönguráðuneytið, tollurinn, 52 menn, undir fjármálaráðuneytið og lögreglumenn myndu heyra und- ir dómsmálaráðuneytið. Við þessar breytingar yrði fjárhagsvandi emb- ættisins úr sögunni. Óánægja lögreglumanna Jóhann og aðrir yfirmenn voru hlynntir því að skipta embættinu upp en samkvæmt heimildum DV hafði þessi útfærsla aldrei verið rædd. Hún var ekki borin undir Suð- urnesjamenn heldur tilkynnti ráð- herra Jóhanni ákvörðunina um miðj- an dag og birti svo fréttatilkynningu um klukkan sex. Í millitíðinni fund- aði Jóhann með sínum mönnum en eins og fram kom í fjölmiðlum þenn- an dag voru blendnar tilfinningar hjá félögum Lögreglufélags Suðurnesja og Tollvarðafélags Íslands varðandi tíðindin. Óánægja var með þá óvissu sem skapast hafði um yfirstjórn þessa nýja fyrirkomulags. Ekki lá fyrir hvort yfirmenn þessa nýja fyrirkomulags yrðu einn, tveir eða jafnvel þrír. Jón Halldór Sigurðsson, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, sagði að kvöldi 19. mars að við þessar breyt- ingar yrði hættan sú að gott samstarf í fíkniefnamálum yrði fyrir bí, þrátt fyrir orð um að lögð yrði áhersla á að ekki yrði hróflað við hinu nána og góða samstarfi við lög- og tollgæslu á svæðinu. Hann sagði að einn hús- bóndi ætti auðveldara með að segja tveimur fylkingum að vinna saman en tveir húsbændur. Óskaði eftir fundi um starfslok 28. mars bárust fregnir af því að Jóhann hefði sagt upp störfum sem lögreglu- og tollstjóri. Reyndin var sú að hann hafði óskað eftir fundi við dómsmálaráðherra um starfslok sín. Það gerði hann í mótmælaskyni við þá einhliða ráðstöfun ráðuneytisins að skipta embættinu upp á þennan hátt. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi Jóhanns, sagði þá að með þessu væri verið að brjóta niður áratuga starf. Málið tók nýja stefnu fyrsta apríl þegar forsætisnefnd Alþingis ákvað að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á rekstri embættisins frá því sameiningin varð 16 mánuðum áður. Ákveðið var að fresta uppskiptingu lögreglu- og tollembættisins þar til skýrsla Ríkisendurskoðunar myndi liggja fyrir. Um kvöldið spurðist það út að Jóhann hygðist ekki hætta, eins og áður hafði verið gefið í skyn. Hann ætlaði þess í stað að vinna að lausn á þeirri erfiðu stöðu sem upp var kom- in. Aukafjárveiting nauðsynleg Í lok maí kom skýrsla Ríkisend- urskoðunar út. Þar sagði að rétt væri að hrinda tillögum dómsmálaráðu- neytisins um skiptingu embættis- ins í framkvæmd. Á sama tíma ætti að skoða fjárhagslega hagkvæmni þess að þessar þrjár rekstrareingar ættu að lúta sömu stjórn. Í skýrsl- unni sagði einnig að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þess hversu mikla lög- og tollgæslu þyrfti vegna starf- seminnar á Keflavíkurflugvelli sem heyrði undir lögreglustjórann á Suð- urnesjum. Ef halda ætti óbreyttum mannafla væri ljóst að auka þyrfti fjárveitingar til löggæsluverkefna um 315 milljónir króna. Það væri nauð- synlegt til að bæta upp tekjutap og ná rekstri löggæsluhluta embættis- ins hallalausum án frekari sparnað- araðgerða. Ráðherra hafnar samskiptavanda Í skýrslunni var einnig talað um alvarlegan samskiptavanda milli að- ila frá því lögreglustjóraembættið færðist undir dómsmálaráðuneyt- ið. Þar kom fram að vandinn snerist ekki bara að boðuðum breytingum á embættinu. Björn Bjarnason kom af fjöllum þegar þessi vandi var borinn upp á hann. „Ég hef ekki orðið var við neinn samskiptavanda og líklega hef ég síðan um áramót 2007 ekki rætt meira við nokkurn forstöðu- mann en Jóhann R. Benediktsson. Að þessi aðferð við stjórnun leiði til samskiptavanda er af og frá – ég skil satt að segja ekki, hvað í þessum orð- um ríkisendurskoðunar felst, enda kemur fram, að hafi þessi vandi ver- ið fyrir hendi sé hann úr sögunni!“ sagði Björn í samtali við Vísi. Stirð samskipti staðfest Í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson sendi fjölmiðlum í vik- unni kemur fram að samskipti ráðu- neytisins og embættisins hafi verið afar stirð frá því í mars. Embættið hafi á undanförnum mánuðum lagt sig fram við að vinna markvisst að lausn deilunnar og mætt kröfum ráðuneyt- isins um fjárhagslega aðgreiningu tollgæslu, lögreglu og öryggisdeild- ar á meðan fagleg yfirstjórn þeirra yrði óbreytt. Sú vinna hafi ekki feng- ið hljómgrunn ráðuneytisins. Í til- kynningunni sagði einnig að tilraun- ir yfirstjórnar embættisins til að bæta samskipti við ráðuneytið hafi ekki borið árangur. Algjör trúnaðarbrest- ur væri á milli aðila. Jóhann sagði í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi í fyrrakvöld að hann hefði einungis átt einn fund með ráðherra frá því í mars. Í viðtalinu gagnrýndi hann dóms- málaráðherra og sagði að gjá hafi myndast á milli ráðherra og þjóðar. Meint hryðjuverkavá væri á kostnað almennrar löggæslu. Almenningur hefði mun meiri þörf fyrir næröryggi. Eins sagði hann að stækkun og styrk- ing embættis ríkislögreglustjóra væri á kostnað annarra lögregluembætta, þar sem takmarkað fjármagn væri í boði. Naut mikillar virðingar „Hann er heiðarlegasti maður sem ég þekki,“ segir Grétar Már Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins, spurður álits á Jó- hanni. „Hann er leiðtogi, fær fólk til að vinna með sér og mikill manna- sættir,“ bætir hann við en þeir unnu saman þegar Jóhann var hjá ráðu- neytinu. Grétar Már segir að Jóhann hafi tekið við embætti sínu suður með sjó á gríðarlegu umbreytingaskeiði, meiru en menn geri sér grein fyr- ir. „Hann náði á skömmum tíma að vinna sér virðingu varnarliðsins og Mikill mannþekkjari „einn af hans stærstu kostum er að hann gefur næstráðendum svigrúm til að þroskast sem stjórnendur,“ segir fyrrverandi samstarfsmaður hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.