Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 19
ónæði. Nágrannar hans könnuðust ekki við að hafa sent kvörtun til bæj- arstjórnar. Tíminn leið þar til Svan- ur fékk bréf 14. apríl þar sem honum var tjáð að vegna ítrekaðra kvartana nágranna yrði leigusamningi hans rift. Í kjölfarið fékk hann bréf þess efnis að hann yrði að yfirgefa íbúð- ina innan tveggja vikna. Hann mót- mælti því skriflega og fékk tveggja daga frest þrátt fyrir að leigusamn- ingurinn gerði ráð fyrir sex mánaða uppsagnarfresti. Dæmt gegn Bolungarvík „Þarna er fólk sem álítur mig enn- þá sekan fyrir það sem ég gerði 1986. En ég tók út minn dóm og losnaði árið 1993,“ segir Svanur við DV. Hann er sannfærður um að svona hafi ver- ið komið fram við hann vegna fortíð- ar hans. Í kjölfar seinna bréfsins fór Svanur á bæjarstjórnarskrifstofuna og sagðist myndi leita réttar síns, jafnvel fyrir dómstólum, og ef til þess kæmi myndi hann verja sig. Svanur yfirgaf íbúðina 10. maí en bærinn fór með málið fyrir dóm. Niðurstaða kom 19. ágúst og þar var kröfu Bolungarvíkur- kaupstaðar um að bera Svan út hafnað og var bænum gert að greiða Svani 50 þúsund krónur. Grímur Atlason, sem þá starfaði í bæjarstjórn Bolungarvík- ur, segir einhvern formgalla hafa ver- ið á málinu. Hann segist þó ekki geta tjáð sig um mál einstaklinga í þessu samhengi enda njóti fólk trúnaðar. Ég grét „Það virðast önnur lög og regl- ur gilda í Bolungarvík, allavegana á bæjarstjórnarskrifstofunum,“ segir Svanur sem segist alltaf hafa vitað að hann myndi vinna málið. Hann hefur nú krafist miskabóta frá bæjarfélag- inu en hann hefur seinustu mánuði búið í húsbíl sínum á höfuðborgar- svæðinu. Hann segir þetta vera mikla niðurlægingu fyrir sig og skömm fyrir bæinn. „Það fólk sem hefur rægt mig mest þarna fyrir vestan er fólk sem hefur þekkt mig lítið eða ekkert,“ segir Svanur og bætir því við að smábæjar- andinn og íslensku kjaftasögurnar lifi góðu lífi. Þegar Svanur er spurður hvort hann ætli aftur vestur í kjölfar dóms- ins segir hann að hann langi til þess en hann segist hafa áhyggjur af því að hann yrði flæmdur í burtu. Svan- ur segist ekki bera neinn kala til eins né neins í Bolungarvík en hann óskar þess að þetta mál leysist á sem farsæl- astan hátt fyrir alla aðila. Hann seg- ir tilfinninguna hafa verið sára þegar hann keyrði í burtu frá Bolungarvík. „Ég stoppaði við Óshólavitann og horfði yfir víkina, og ég grét, það var mjög sár tilfinning.“ föstudagur 26. september 2008 19Helgarblað Suðurlandsbraut 10 - ff@simnet.is - sími: 568 3920 - fax: 568 3922 FLÆMDUR AF ÆSKUSLÓÐUM „Þarna er fólk sem álít- ur mig ennþá sekan fyrir það sem ég gerði 1986. En ég tók út minn dóm og losnaði árið 1993.“ Greinaskrif svanur hefur skrifað pistla á vef bb.is til að vekja athygli á málum sínum. mynDir Heiða HelGaDóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.