Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 20
FRAMTÍÐ KRÓNUNNAR AÐ VEÐI föstudagur 26. september 200820 Fréttir „Staða krónunnar í dag er óeðlilega veik. Þegar algengar neysluvörur eru orðnar dýrari í nágrannalönd- um okkar en hér er eitthvað skrýtið í gangi,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. „Í mínum huga er alveg ljóst að við erum að kljást við erfiðar aðstæður, við erum að kljást við framtíð krón- unnar. Hún er hér að veði,“ segir hann. Gjaldmiðill er hitamælir Krónan hefur aldrei verið veikari en síðustu daga og hafa margir velt því fyrir sér hvort kominn sé tími á að segja skilið við hana. Bjarni bendir á að Samtök iðnaðarins hafi lengi vilj- að taka skrefið til fulls, ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evru. „Gjaldmiðill er í eðli sínu ákveðið tæki og virkar eins og hitamælir á ástand- ið í efnahagslífinu. Staða krónunnar núna er þannig að endur- spegla hvað er að gerast í hagkerfinu. Krónan nýtur ekki mikils trausts. Smæð myntarinn- ar er líka vandamál því það magnar upp sveiflur. Ef menn eru svartsýnir á stöðu efnahagslífsins hér er krón- an næm fyrir því. Þar sem verðbólga er nátengd gengisþróun krónunn- ar gera gengissveiflur okkur nánast ókleift að ná tökum á verðbólgunni,“ segir Bjarni. Önnur vandamál með evru Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningardeildar Kaup- þings, telur að ástandið væri annað ef við hefðum þegar tekið upp evru: „Við hefðum fengið þenslu en hún hefði jafnvel verið meiri en hún er nú. Hins vegar hefðum við ekki upp- lifað þetta fall á fjármálamarkaðin- um. Allar hagsveiflur á Íslandi hafa endað með gengisfalli og verðbólgu. Verðbólgan leiðréttir að einhverju leyti stöðuna. Þetta háa gengi var búið að skapa allt of háan kaup- mátt fyrir fólk hvað varðar erlendar vörur,“ segir hann. „Ef við værum með evru myndi leiðréttingin ekki ger- ast með gengisfellingu heldur með samdrætti og meira atvinnuleysi,“ segir Ásgeir. „Þau vandamál sem við glímum við núna væru ekki til stað- ar ef við værum með evru. Við vær- um hins vegar með aðrar tegundir vandamála, líkt og Danir. Fjármála- kerfið væri þó sterkara fyrir og fólk byggi við meira öryggi.“ Vantrúin hjá okkur sjálfum Ásgeir vísar til áhrifa er- lendra aðila á íslensku krónuna. „Við verðum að hafa í huga að erlendir spákaupmenn koma inn á markað- inn árið 2005. Þá styrkist hún gíf- urlega og gengis- vísitalan verður um 100,“ segir hann og bendir á að fall henn- ar nú í mars megi að stór- um hluta rekja til þess að við- skipti við erlenda aðila fóru fram með skiptasamningum en skiptamarkaðurinn datt þá út að verulegu leyti. Bjarni veltir fyrir sér af hverju íslenskir aðilar sem eiga eignir í útlönd- um nýti sér ekki tækifær- ið, þegar krónan er eins veik og raun ber vitni, og selji þær í stórum stíl. Það myndi styrkja stöðu krón- unnar. Ef íslenskir fjárfest- ar hefðu fulla trú á krónunni væri þetta eðlilegt skref. „Það virðist liggja í loftinu að það eru ekki bara erlendir fjárfestar sem hafa vantrú á krónunni. Við virðumst ekki hafa nægilegt traust á henni sjálf,“ segir Bjarni. Seðlabankinn liðkar ekki til Vangaveltur hafa verið uppi um að íslensku bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna þar sem ársfjórð- ungsuppgjör þeirra er í vændum. Ás- geir segir ljóst að bankar vilji gjarnan sýna mikið lausafé við uppgjör. „Það á við alla banka í heimi. Þess vegna myndast oft hálfgerðar krísur fyr- ir ársfjórðungsmót. En ég held að Krónan hefur aldrei verið veikari en undanfarna daga og hefur verðgildi hennar fallið um helming frá ára- mótum. Bjarni Már Gylfason telur heillavænlegast fyrir íslenskt efnahagslíf að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ásgeir Jónsson segir ekki rétt að kenna krónunni um allt sem illa fer en þó væri betra ef óstöðugleikinn væri minni en raun ber vitni. Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is JapanSkt JEn t 62,40% SViSSnESkur franki t 58,90% BandaríkJadalur t 53,69% EVra t 53,19% StErlinGSpund t 42,35% krónan fEllur OG fEllur - svona hefur krónan fallið frá áramótum „Þegar algengar neysluvörur eru orðnar dýrari í nágrannalönd- um okkar en hér er eitt- hvað skrýtið í gangi.“ Heimatilbúið vandamál bjarni már gylfason telur vantrú á krónuna ekki síður vandamál hér á landi og vísar því á bug að erlendum fjárfestum og áhrifum erlendis frá sé einum um að kenna veiking hennar. Evran ekki algóð Ásgeir Jónsson segir að vandamálin sem við glímum við nú væru ekki til staðar ef við værum með evru. Við værum hins vegar með aðrar tegundir vandamála. Mynd StEfÁn karlSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.