Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 22
Söngvaskáldið Bubbi Morthens er einn af uppáhaldsmönnum Svarthöfða. Lífshlaup þessa konungs poppsins er einhvern veginn þannig að hann umbreytist stöðugt. Hann er næstum því eins og teiknimyndafígúran Barbapabbi sem gat með hugaraflinu breytt sér í næst- um hvað sem er. Varla er til sá minni- hlutahópur sem Bubbi hefur ekki holdgerst í. Í upphafi var hann barn og gekk í gegnum ákveðnar þrautir og ólst upp í blokk. Hann varð farand- verkamaður og beitti hnífi sínum á fiska milli þess að hann dópaði, drakk og djammaði. Svarthöfði þekkti í þá daga hvorki haus né sporð á þessum villingi sem þvældist af einum stað á annan með gítar. Það var ekki fyrr en farandverkamaðurinn kom með hljómplötu að þjóðin tók eftir þess- um syni sínum. Á ljóshraða ruku lög hans upp vinsældalista og allir sungu Ísbjarnarblús og lifðu sig inn í heim uppreisnarmannsins sem söng um vont auðvald og örlög lítilla manna. Rödd öreiganna small inn í þjóðar- hjartað. Barnið sem breyttist í upp-reisnarmann hélt áfram á þróunarbrautinni sem tekur við af spottanum sem liggur á milli manns og apa. Nú skal skýrt tekið fram að Svarthöfði er alls ekki að líkja Bubba við apa. Bubbi fór úr klofs- tígvélunum og tók af sér svuntuna. Fiskihnífurinn fór á haugana. Trúba- dorinn umbreyttist í poppstjörnu og fór að syngja um ástina. Dópið var ævinlega skammt undan og þjóðin sá poppara spretta fram. Hann gekk í hjónaband og auðvitað kom plata um þau ósköp. Hann fékk ímynd ást- fangins fjölskylduföður. Öðru hverju spratt fram þjóðfélagsgagnrýni en þó tempruð. Hinn hvassi, óheflaði tónn hins þjáða verkamanns var horfinn. Og hann fór í meðferð. Bakkus var tekinn á beinið og Bubbi breyttist í bindindismann og seldi þá ímynd að vera afturbata. Það var einmitt í framhaldi þess að hann var misnot- aður. Skemmtirit birti frétt sem bar þá ósmekklegu fyrirsögn: Bubbi fallinn! Hann upplifði þá niðurlægingu að vera misnotaður þar sem fallið átti einungis við um sígarettur. Hann varð fórnarlamb, fór í mál og Hæstiréttur úthlutaði hærri bótum en nauðgaðar konur fengu. Popparinn var lengi vel ofan í lífi Bubba og hann söng um ástina. Þegar útrásarævin-týrið hófst bárust þær fréttir að tryggingafélag hefði keypt rétt- inn að lögum hans. Bubbi breyttist úr stífmáluðum og uppdressuðum poppara í auðmann. Hann baðaði sig í ljóma eigin gulls og fjárfesti í hlutabréfum út og suður. Hinn ís- lenski Che Guevara var orðinn að auðjöfri sem eyddi tíma sínum í að spá í vísitölur hlutabréfa. Það fennti í spor uppreisnarmannsins á her- mannaklossunum og við tók fágaður bísnessmaður á lakkskóm. Aðdáunin dvínaði ekki við þessa umbreytingu. Miðaldra konur og karlar sungu um stál og hníf, ást og loks skilnað. Rétt eins og það kom plata um ástina kom önnur um þá þjáningu sem fylgir hjúskaparslitum. En það var huggun harmi gegn að hann var ennþá auð- ugur. En mölur og ryð vinna gjarnan á veraldlegum hlutum. Allt sem fer upp, kemur aftur niður. Þegar vísi- tölur Mammons tóku að falla varð Bubbi eitt fyrsta fórnarlambið. Hann fór úr jakkafötunum og spariskónum og tók upp málstað fátækra, rétt eins og á uppreisnarárunum. Enn ein um- breytingin varð að veruleika. Bubbi var aftur orðinn venjulegur borgari og þurfti að fara af stað með gítar- inn. Svarthöfði á allar plötur Bubba og hann dáist að þessum íslenska Barbapabba sem stöðugt gengur inn í ný hlutverk. Nú er fram undan að öreiginn, uppreisnarmaðurinn, poppstjarnan, auðmaðurinn og fórn- arlamb hrunsins stígi enn eitt skrefið. Ríkisútvarpið hefur áttað sig á því að þetta er rödd sem þarf að heyrast annars staðar en á hljómplötum. Hann fær sinn eigin þátt á Rás 2 til að fjalla um hvað sem er. Svarthöfði vill meira. Senn styttist í að það þurfi að velja nýjan forseta í stað núverandi. Engin spurning er um arftakann. Það er auðvitað Bubbi kallinn! föstudagur 26. september 200822 Umræða BuBBi kallinn! svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Nú falla hliðverðir forsjárhyggjunnar hver á fætur öðrum. Harða blaðamennskan sigrar Leiðari slensk blaðamennska hefur lengst af verið mun mýkri held- ur en blaðamennska í öðrum lýðræðisríkjum. Tiltölulega stutt er síðan blöð á Íslandi voru gefin út af stjórnmálaflokkum og eftir að sú andlýðræðislega tilhögun leið að mestu undir lok gegndu fjölmiðlar sjálfskipuðu forsjárhlutverki gagnvart almenn- ingi. Fréttamat byggðist fremur á því sem var almenningi hollt heldur en því sem almenningur hafði áhuga á. Fjölmiðlar töldu sig hafa þeim skyldum að gegna að hindra aðgang almennings að ákveðnum upplýsingum, sérstaklega um viðkvæm mál og að- ild persóna að umdeildum atburðum í samfélaginu. Í stuttu máli litu þeir svo á að samfélagið væri samansafn stofnana og fyrirtækja frekar en fólks. Íslenskir blaðamenn hafa á undanförnum árum barist fyrir forræð- ishyggju í blaðamennsku. Haldnir hafa verið fundir á vegum Blaða- mannafélagsins, meðal annars til að spyrna fótum við fréttamati sem byggist á vilja fólksins í landinu. Blaðamenn hafa gagnrýnt það sem þeir kalla „infotainment“, eða skemmtifréttir, á þeim grund- velli að þær stuðli að forheimskun þjóðarinnar. Nú sækir hið nýja fréttamat sífellt í sig veðrið með auknum upplýsingum og meiri hörku við öflun upplýsinga sem almenningur lætur sig varða. Á tímabili var DV eina blaðið sem stundaði harða blaðamennsku. Síðar bættust Kompás á Stöð 2 og Vísir.is undir ritstjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í hópinn. Nú þegar skammt er liðið af frétta- stjóratíð Óskars á fréttastofu Stöðvar 2 er augljóst að hún stefnir á harða „tabloid“-blaðamennsku. Hérlendis hefur hópur þeirra sem haldinn er fordómum gagn- vart harðri blaðamennsku farið mikinn. Það sem erlendis er kall- að tabloid er hér kallað slúðurblað. Líkt og fréttir þessara blaða séu í reynd óstaðfest slúður og lúti öðrum lögmálum en aðrar fréttir. Reyndin er hins vegar sú að fyrst og fremst er um áherslumun að ræða. Fréttamat tabloid-blaðs lýtur lögmálum eftirspurnar. Það tekur mið af þeim málum sem fólk hefur áhuga á. Vel heppnað tab- loid endurspeglar vilja almennings, eins vel og það er hægt. Að því leytinu til er tabloid lýðræðislegur fréttamiðill en andstæðan er á sinn hátt kommúnísk eða í besta falli sósíaldemókratísk. Sumir hafa gagnrýnt harða blaðamennsku á þeim forsendum að þar sé „bara verið að reyna að selja blöð“. Í sjálfu sér er fátt lýðræðis- legra en að vera valinn af stórum hluta almennings sem upplýsinga- miðill. Rétt eins og lýðræði felst í því að vinsælir stjórnmálamenn eru kosnir til metorða. Þá gildir orðspor ekki síður en dagsform. Nú falla hliðverðir forsjárhyggjunnar hver á fætur öðrum. Með til- komu bloggmiðla hefur reynst erfiðara fyrir fjölmiðlamenn að halda upplýsingum frá fólki. Blaðamenn verða ekki lengur ósýni- leg hönd hliðvarðanna. Best er að almenningur og upplýsingarnar njóti vafans. Fólk getur ekki metið hvort upplýsingar séu mikilvæg- ar nema það fái tækifæri til þess fyrir hliðvörðum fjölmiðlanna. spurningin „Nylon er ekki með umboðsmann eins og stendur og sér bara um sig sjálf,“ segir Klara Ósk Elíasdóttir söng- kona. einar bárðar- son tilkynnti fyrr á árinu að hann væri hættur sem um- boðsmaður Nylon. Í viðtali við dV í vik- unni tóku stúlkurnar skýrt fram að þær væru ekki í pásu, þær væru einfaldlega að elta það sem þeim þætti flott. Hver er nýi umBinn? sandkorn n Mjög hefur hitnað undir Dav- íð Oddssyni seðlabankastjóra, innan flokks sem utan. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gaf Davíð langt nef með því að samþykkja að Elín Hirst yrði tekin úr sæti fréttastjóra og sett á gólfið. Davíð varð æfur og hefndi sín með því að fara í frægt drottningarviðtal á Stöð 2 þar sem hann var ekki spurður einnar gagnrýninnar spurningar. Nú hefur Þorgerð- ur enn reitt til höggs og lýst því sem sitjandi forsætisráðherra að nauðsynlegt sé að endurskoða peningastefnuna sem er jú á ábyrgð Davíðs. n Ekki þykir ólíklegt að Geir Haarde forsætisráðherra sé með Þorgerði Katrínu í ráðum um að sækja að Davíð Oddssyni seðl- bankastjóra. Hugsanlegt er þannig að verið sé að undirbúa leiftursókn gegn hinum óvinsæla seðlabanka- stjóra. Innan úr bankanum heyrist að ofríki formanns bankastjórnar sé slíkt að hinir bankastjórarnir vilji sem minnst með hann hafa. Kuldi og fálæti einkennir því tríóið sem á að framfylgja peningamálastefn- unni. n Óhætt er að segja að súlu- kóngurinn og veitingamaður- inn Ásgeir Davíðsson eigi ekki auðvelt uppdráttar í heima- bæ sínum, Kópavogi. Ásgeir er góðvinur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra sem deilir áhuga- málum með Ásgeiri. Nú stendur baráttan um nektardansinn sem hæst. Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, gerði lokatilraun til að afstýra því að bæjarráð veitti leyfið en bæjar- stjórinn og hans lið sáu til þess að tillagan var felld. n Líkamsræktartröllið Benjamín Þór Þorgrímsson hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki eftir að Kompás sýndi myndbrot þar sem hann gekk í skrokk á hinum skuldseiga Ragnari Magnússyni, oft kennd- um við brunabíla. Benjamín hefur gengið illa að hrekja af sér þann orðróm að hann sé vaskur handrukkari og ekki var Komp- ásþátturinn beinlínis til að slá á þann orðróm. Benjamín hefur starfað sem einkaþjálfari í World Class en í kjölfar sýningar Kompáss sá Dísa í World Class sig tilneydda til að senda frá sér yfirlýsingu um að Benjamín hefði verið látinn fara. Hann virðist þó síður en svo af bakki dottinn og líkamsræktendur sáu til hans pumpa járnið í jötun- móð í World Class í Laugum á miðvikudag. Heldur þótti kapp- inn þrútinn og reiður ásýndum en pirringurinn er þó ekki meiri en svo að hann stundar enn lyft- ingar á sínum gamla vinnustað. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dV á NetiNu: dV.is aðalNúmer: 512 7000, ritstjórN: 512 7010, áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsiNgar: 515 70 50. Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Mér finnst þú geðveikislega flottur.“ n Beggi, kærasti Pacasar, við Arnar Grant líkamsræktartröll þegar hann sá hann í sturtunni í Wolrd Class. – DV „Ég get ekki séð að nokkur manneskja með fötlun komist þarna niður.“ n Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar, um stoppistöð Strætó við Select á Vesturlandsvegi. Þegar út er komið er maður úti á miðri götu og við tekur þverhnípt brekka. – DV „Ég finn fyrir anda Snorra á hverjum degi. Mér finnst ég jafnvel sjá gamla manninn skondra um hlöðin.“ n Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og íbúi í Reykholti í Borgarfirði þar sem Snorri Sturluson bjó. – DV „Konungar eru aldrei ódýrir.“ Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Útvarps, um hvað það kostaði að fá Bubba Morthens til að stjórna útvarpsþætti á Rás 2. – Fréttablaðið „Félagi minn hringdi í mig eftir þáttinn og sagðist ætla að hætta með kon- unni sinni og fara að leigja með mér niðri í miðbæ.“ n Davíð Guðbrandsson, aðalleikari Svartra engla, um þá athygli sem hann hefur fengið eftir að þátturinn fór í sýningar. – 24 stundir bókstafLega Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.