Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 23
föstudagur 26. september 2008 23Umræða Á hverjum einasta degi berast okk- ur fréttir af ofbeldi gagnvart börnum sem þrífst eins og púkinn á fjósbitan- um í skjóli heimila og annarra þeirra staða þar sem börn eiga að njóta ör- yggis, verndar og umhyggju. Þessar fréttir eru oft svo fjand- samlegar öllu eðlilegu lífi að maður verður dapur og reiður og hlýtur að spyrja: Hvað er það eiginlega í sálar- tetri fullorðins fólks – bæði karla og kvenna því konur eru ekki undan- skildar – sem gerir það að verkum að það nýtur þess að kvelja lítið fólk og varnarlaust? Auðvitað er þetta spurning sem engin leið er að svara til fulls, svörin verða eflaust fleiri en ofbeldisbrotin, en hverju og einu okkar ber að spyrja hennar því án svaranna, þótt ófull- komin séu, heldur ofbeldið áfram í allri sinni grimmd og leynd. Ég segi leynd því það er með of- beldið eins og ísjakann; við sjáum bara lítinn hluta hans, stærsti hlut- inn er falinn í hafinu og sést ekki nema kafað sé. Í skjóli leyndarinnar þar sem skelfingin ræður ríkjum eru framin ofbeldisbrot á börnum sem aldrei munu komast upp um nema við hlífum okkur ekki, spyrjum okkur erfiðra spurninga, lítum aldrei und- an og segjum að okkur komi ofbeld- ið ekki við. Ef við leitum ekki svara berum við ábyrgð þótt óbein sé; við ber- um sameiginlega ábyrgð á ofbeldi gagnvart börnum ef við segjum að við getum ekki rætt svona mál, ekki hugsað um þau, ekki lesið um þau, ekki horft á afhjúpun þeirra vegna þess að ofbeldið særi vitund okk- ar og trufli vellíðan og sakleysi hins verndaða lífs okkar. Árið 1965 var 16 ára stúlka myrt á heimili fóstru sinnar, en þar dvaldi hún vegna fjarveru foreldranna. Fóstran lét skap sitt fljótt bitna á stúlkunni og snemma hóf hún að beita hana líkamlegu ofbeldi sem óx dag frá degi. Hún kom henni fyrir í kjallara hússins þar sem hún kvaldi hana og píndi og svo fór að hún fékk börnin sín og félaga stúlkunnar til að níðast á henni líka; hún sagði þeim að það gerði ekkert til vegna þess að stúlkan ætti ofbeldið skilið og væri gjörsamlega tilfinningalaus. Börnin trúðu fóstrunni og nutu þess að kvelja stúlkuna og ekki skorti þau ímyndunaraflið í aðferðunum frek- ar en fóstruna. Að endingu lét stúlkan lífið. Morðið á Sylvíu Likens var eitt voðalegasta sakamál í sögu Banda- ríkjanna. Fólki varð tíðrætt um hvernig á því stæði að slíkur glæpur hefði get- að átt sér stað í miðju hverfi í Indi- anapolis? Og svarið var: Nágrann- arnir létu sem þeir heyrðu ekki kvalaópin sem bárust frá húsinu og vildu heldur ekki skipta sér af því sem þeir töldu að þeim kæmi ekki við. Það var því hið meinta afskipta- leysi sem dæmdi saklausa stúlku til dauða og á því er engin réttlæting. Þannig er það! Hver er maðurinn? „Vesturbæing- ur, mamma og bíóáhugamaður.“ Hvað drífur þig áfram? „að vinna að einhverju sem mér finnst skipta máli og svo auðvitað góður félagsskapur.“ Hvaðan ertu ættuð? „reykjavík.“ Hvert er uppáhaldsnammið þitt? „prins póló og popp.“ Hvert myndir þú helst vilja ferðast í heiminum? „Væri til í að fara til argentínu.“ Hvernig kvikmyndir eru í uppáhaldi? „Ég er mest fyrir dramatík.“ Besta íslenska myndin? „Það er erfitt að gera upp á milli þeirra.“ Hvaða mynd lét þig síðast fá gæsahúð? „myndin skelfilega hamingjusamur.“ (danska myndin frygtelig lykkelig.) Hversu mikið hefur RIFF stækkað og breyst á undanförn- um árum? „Ég myndi segja að rIff væri komin vel á unglingsárin.“ Er raunhæft markmið að RIFF verði A-hátíð? „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Íslensk kvikmyndagerð er...? „...að springa út.“ Ef þú mættir leika í einhverri mynd sem þú hefur séð, hvaða mynd væri það? „Ég myndi vilja leika skassið í With Your permission.“ En hver myndi leika þig? „Kannski paprika steen.“ (dönsk leikkona sem lék meðal annars í festen.) Af hverju ætti fólk að fara á RIFF? „af því að þar eru sýndar svo svalar myndir.“ Um börn, ábyrgð og ofbeldi SnjóAR á HálEndInu Hálendið er þegar farið að taka á sig hvítan lit og víst að veðurguðirnir eru ekki í neinu sólskinsskapi lengur. Þó létu sólargeislar sjá sig á höfuðborg- arsvæðinu í gær eftir miklar rigningar. MYnd dV / HEIðA HElgAdóttIR Hvað finnst þér um að bílum sé lagt ólöglega? „Það getur verið rosalega pirrandi en fer eftir því hvar þeim er lagt.“ HInRIk áSgEIRSSon, 19 ára nemI „Það er mjög neikvætt að leggja ólöglega og getur skapað mikla hættu.“ kRIStÍn SIgtRYggSdóttIR, 57 ára marKaðsstjórI „Ég geri það nú stundum sjálfur, það er samt mjög heimskulegt.“ HöRðuR HARðARSon, 28 ára lagerstjórI „ef menn leggja ólöglega geta þeir skapað hættu.“ SIguRðuR ERlEndSSon, 61 árs málarI Dómstóll götunnar HRönn MARÍnóSdóttIR er framkvæmdastjóri Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík sem hófst í gær. Hátíðin stendur til 5. október. Hrönn segir íslenska kvikmynda- gerð vera að springa út og RIFF einungis vera ungling á þroskaskalanum. RIFF eR unglInguR „Það er alveg glatað og getur verið mjög hættulegt.“ BEnEdIkt SIguRðSSon, 36 ára prentsmIður kjallari mynDin maður Dagsins VIgdÍS gRÍMSdóttIR rithöfundur skrifar „Nágrannarnir létu sem þeir heyrðu ekki kvalaópin sem bárust frá húsinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.