Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 24
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 200824 Fókus
u m h e l g i n a
Brotahöfuð til Danmerkur
SkáldSagan Brotahöfuð eftir Þórarin eldjárn hefur verið Seld til danmerkur til
forlagSinS Poul kriStenSenS. Bókin hefur Þegar verið gefin út í Bretlandi, finnlandi og
frakklandi auk ÞeSS að vera tilnefnd til ýmiSSa verðlauna, meðal annarS Bókmenntaverð-
launa evróPu og vera með Því eina íSlenSka Bókin Sem hlotnaSt hefur Sá heiður. erlendir
gagnrýnendur hafa tekið vel og meðal annarS Sagt hana SérStaklega Skemmtilega.
fyrsta tóm-
asarmessan
Fyrsta Tómasarmessan í Breið-
holtskirkju á þessu hausti fer fram
á sunnudagskvöldið klukkan átta.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinn-
ar en slík messa hefur verið haldin
í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði frá hausti til vors
síðustu ellefu árin og verður engin
breyting þar á í ár. Framkvæmdaað-
ilar þessa messuhalds eru Breið-
holtskirkja, Kristilega skólahreyf-
ingin, Félag guðfræðinema, hópur
presa og djákna. Tómasarmessan
einkennist af fjölbreytilegum söng
og tónlist, mikil áhersla er lögð á
fyrirbænaþjónustu og sömuleiðis á
virka þátttöku leikmanna.
Páls saga
í kilju
Bókaforlagið Veröld hefur gefið út
í kilju Páls sögu eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson. Saga Ólafs Jóhanns
af Páli Jónssyni blaðamanni kom
út í þremur hlutum á árunum
1955-1983 og er hér að finna
fyrstu tvo, Gangvirkið og Seið og
hélog. Lokaþáttur bálksins, Drek-
ar og smáfuglar, er væntanlegur á
markað á nýju ári en þríleikurinn
hefur verið ófáanlegur um langt
árabil. Ólafur Jóhann Sigurðs-
son hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1976, fyrst-
ur Íslendinga. Á bókarkápu Páls
sögu er vitnað í Vigdísi Finnboga-
dótur, fyrrverandi forseta Íslands,
Arnald Indriðason rithöfund, og
Véstein Ólason prófessor um verk
Ólafs Jóhanns.
Charlie Bartlett er fínn gaur,
skynsamur, vinalegur og fær sam-
stundis samúð manns. Hann er
vissulega hástéttarnörd sem á tæpa
mömmu en hann er metnaðarfullur
í að ná vinsældum og oftar en ekki
með vafasömum aðferðum. Þetta
gerir að hann fær hvergi inni í skól-
um þrátt fyrir drjúgan efnahag fjöl-
skyldu hans. Hann vill öllum vel,
tekur að sér að hlusta á vandamál
allra annarra og reynir að leysa úr
þeim eftir fremsta megni. En til að
komast í þá stöðu stundar hann eit-
urlyfjasölu, skjalafals og fleira í þeim
dúr.
Þessi mynd er enn eitt dæm-
ið um misræmi milli „treilera“ og
svo sjálfrar kvikmyndarinnar. Treil-
erinn leit mjög óspennandi út, en
það gerði líka Juno-treilerinn og sú
mynd var frábær. Charlie Bartlett er
ekki alveg svo góð en engu að síður
prýðileg í marga staði. Sérstaklega
í flóði unglingamynda á vitsmuna-
stigi einfrumunga. Hún minnir um
margt á Pump Up the Volume með
undirstrikun sinni á því að ungling-
ar standi sem einstaklingar á þeim
aldri sem það er hvað erfiðast. Ekki
á þann hátt að „nördið“ endi á að
kýla aðalhrekkjusvínið í tertu fyrir
framan klappstýrurnar á einhverju
kjánalegu „prom-balli“. Heldur með
því að fylgja eftir eigin draumum og
búa til sinn eigin hóp ef aðrir hópar
vilja ekki leika.
Mestu böl Vesturlanda eru heró-
ín, alnæmi og bandarískar unglinga-
myndir. Þessi mynd er ekki í þeim
hópi og sneiðir snyrtilega framhjá
klisjum. Hinn rússnesk fæddi Ant-
on Yelchin er vafalaust góður leik-
ari þrátt fyrir að vera bara nítján
ára. Aðrir standa sig með einnig
með prýði. Charlie Bartlett væri fínt
efni í sjónvarpsþáttaröð og kannski
myndi það form jafnvel henta bet-
ur en kvikmynd. Unglingamynd um
stelpur, stefnumót, uppreisn, sleik,
þunglyndi, fjölskylduvandamál,
vinsældir og hversu miklu má fórna
fyrir þær. Charlie Bartlett hefur þetta
allt en er í grunninn gáfuleg ungl-
ingamynd um að standa með sjálf-
um sér.
Erpur Eyvindarson
Dæmisaga hástéttarnörds
Krissý verður sextán ára í lok
desember og lauk þar af leiðandi
grunnskólanámi síðasta vor.
Ásamt því að vera í fullu námi í
Tónlistarskóla Reykjavíkur er Krissý
í þremur fögum í Fjölbrautaskólan-
um í Ármúla og nú þegar komin inn
í diplómanám í Listaháskóla Íslands
en hefur þó ekki nám í skólanum
fyrr en næsta haust. Það má því með
sanni segja að þessi unga dama hafi
nóg fyrir stafni.
„Ég er fædd og uppalin í Hvera-
gerði og bý þar núna. Mamma mín
keyrði mig alltaf fram og til baka í
fiðlutíma frá 2001 til 2006. Þegar ég
var svo orðin nógu gömul fór ég að
taka rútuna á milli en undanfarið
hef ég getað fengið far hjá pabba í
bæinn en hann keyrir ísbíl á milli
Hveragerðis og Reykjavíkur. Svo tek
ég bara rútuna heim.“
Komin með diplóma átján ára
Krissý hóf fiðlunám sitt í Hvera-
gerði tæplega sjö ára. „Vinkona mín
var að læra á fiðlu svo ég ákvað að
prófa líka. Ég var í þrjú ár í fiðlunámi
í Hveragerði hjá Guðmundi Páls-
syni. Svo byrjaði ég í Zuzuki-tónlist-
arskólanum hjá Lilju Hjaltadóttur
þar sem ég var í fjögur ár og byrjaði
svo árið 2006 hér í Tónlistarskólan-
um í Reykjavík hjá Auði Hafsteins-
dóttur,“ segir hún en kennari Krissý-
ar í dag er Guðný Guðmundsdóttir.
Eins og áður sagði lýkur Krissý
áttunda stigi í fiðluleik í vor og má
með því segja að hún ljúki jafnframt
svokölluðu framhaldsstigi.
„Þetta skiptist eiginlega í grunn-
stig, miðstig og framhaldsstig en
sjöunda og áttunda stig eru fram-
haldsstigin svo þegar ég lýk náminu
héðan verð ég búin með öll stigin.
Ég hætti hérna á næsta ári til að fara
í Listaháskólann en ég komst inn
í hann í vor en mig vantaði aðeins
upp á í tónheyrn og hljómfræði til
að geta byrjað strax.
Ég komst alveg inn á spiliríinu
sjálfu en þar sem ég sótti um dipl-
ómanámið sem er tveggja ára nám
vantaði mig tónheyrnina og hljóm-
fræðina upp á. Það hefði verið öðru-
vísi ef ég hefði sótt um bachel-
or-námið sem er fjögur ár. En mig
langar bara til að klára þetta sem
fyrst og stefni á að vera komin með
diplóma átján ára.“
Ætlar út í framhaldsnám
Krissý hefur því verið á sumar-
námskeiði í tónheyrn og hljóm-
fræði en hún byrjaði ekki að læra
neina tónfræði fyrr en á fimmta ári
sínu í fiðlunámi.
„Tónfræðin var ekki kennd á
þeim tíma í Hveragerði. Í Zuzuki
er notast við þá aðferð að nemend-
ur læra eftir eyranu og maður lær-
ir aldrei með nótur fyrir framan sig.
Ég fékk bara disk til að hlusta á og
læra að spila eftir. Þetta er mjög
flott aðferð.“
Þrátt fyrir að ætla sér að klára
diplómanámið einungis átján ára
segir Krissý þó að hún gæti verið
búin mun fyrr ef hún hefði feng-
ið nægilega góðar aðstæður til að
stunda námið við í upphafi.
„Ef ég hefði til dæmis verið í
námi í Reykjavík allan tímann hefði
ég klárað miklu fyrr en átján ára
er svo sem fínn aldur. Sautján ára
er talið svolítið ungt,“ segir hún en
Krissý stefnir á framhaldsnám er-
lendis.
„Ég er ekkert búin að ákveða ná-
kvæmlega hvert ég ætla en það tala
allir um að það sé mjög góð kennsla
í Bretlandi, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum svo ég stefni örugglega
eitthvað þangað. Ég gæti hugsað
mér að taka mastersnám úti í fimm
ár og koma svo annaðhvort hingað
heim eða halda áfram að vera úti
og vinna annaðhvort sem einleikari
eða kennari.“
Þurfti að hlusta á klassíska
tónlist í tvo tíma á dag
Spurð um Sinfóníuhljómsveit-
ina viðurkennir Krissý að hafa lítinn
sem engan áhuga á að starfa í sveit-
inni í framtíðinni.
„Það er allavega alls enginn
draumur hjá mér að fara í Sinfóní-
una. Ég er búin að heyra að það sé
allt of mikið að gera hjá þeim sem
eru í sveitinni og ég er hrædd um
að þá hafi maður ekki tíma í neitt
annað. Ég myndi frekar vilja vera
kvikmyndir
Charlie Bartlett
Leikstjórn: Jon Poll
Aðalhlutverk: Anton Yelchin, Robert
Downey Jr., Hope Davis, Tyler Hilton
eð ísbíl
í fiðlutíma
Á áttunda stigi í fiðluleik Krissý
Thelma lýkur áttunda stigi í fiðluleik
frá Tónlistarskóla Reykjavíkur í vor.
Hún er nú þegar komin inn í
diplómanám við Listaháskóla
Íslands næsta haust sem hún stefnir
á að ljúka átján ára gömul og halda
þá utan í frekara nám. mynd heiðA
hreyfing
kristínar
Kristín Tryggvadóttir opnar myndlist-
arsýningu sína í Reykjavík Art Gallery,
Skúlagötu 30 á morgun, laugardag,
klukkan tvö. Kristín hefur undan-
farin fjórtán ár unnið að listsköpun,
haldið átta einkasýningar og tekið
þátt í fimm samsýningum. Hún rek-
ur ásamt tíu öðrum listamönnum
vinnustofuna ART 11 í Auðbrekku í
Kópavogi. Auk þess er Kristín félagi
í Sambandi íslenskra myndlistar-
manna. Í sýningu Kristínar sem nefn-
ist Hreyfing er minimalisminn meg-
inmálið. Engin mörk eða höft voru
sett en frelsi og flug haft að leiðarljósi.