Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 46
föstudagur 26. september 200846 Ferðir DV
Á ferðinni
Staðreyndir um Víetnam
Höfuðborg: Hanoi
Sjálfstæði: 2. september 1945 (frá Japan)
Stærð: 331.690 ferkílómetrar
Fólksfjöldi: 86 milljónir
tungumál: Víetnamska
trú: 85% búddatrúar, 8% kristin, 7% annað
umsJón: Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is
LeðurbLöku- og
snákaát í nam
Margir hoppa hæð sína af hræðslu við það eitt að sjá leðurblökur, snáka eða mýs. Krist-
ján Hrafn Guðmundsson og Heiðrún Grétarsdóttir hræðast þessi dýr líka allajafna.
En ekki kvöld eitt í Víetnam fyrir tveimur árum.
Ef ég væri spurður hvaða þrjú
dýr mér fyndist þau ófrýnileg-
ustu í þessari veröld myndi ég
líklega segja leðurblökur, snákar
og köngulær. Sú staðreynd kom
þó ekki í veg fyrir að ég smakkaði
tvö þessara kvikinda í Víetnam
kvöld eitt í nóvember fyrir bráð-
um tveimur árum. Og eins og það
væri ekki nóg fékk ég mér smá
smakk af mús í eftirrétt.
Frá apocalypse now
til skítabúllu
Þetta átti sér stað í bakpoka-
ferðalagi um Taíland, Kambódíu,
Víetnam og Laos sem ég fór í með
kærustu minni á haustmánuðum
2006. Til að gera langa sögu ekki
jafnlanga kynntumst við tveim-
ur þýskum strákum og breskri
stelpu á báti á leið frá Kambódíu
til Víetnam. Áin sem siglt var eftir
var Mekong sem komið hefur við
sögu í þó nokkrum Hollywood-
myndum. Með The Doors í eyrun-
um fannst mér ég hreinlega vera
kominn inn í Apocalypse Now.
Stefnan var tekin á Ho Chi
Minh sem Vesturlandabúar
þekkja betur sem Saigon. Þegar
í höfn var komið í bænum Chau
Doc, um 100 þúsund manna
þorpi við árbakka Mekong, um
tvöleytið eftir hádegi stóð valið á
milli þess að hoppa upp í mini-
bus með fótapláss passlegt fyrir
innfædda (meðalhæð Víetnama
er í mesta lagi einn og ilsig) til að
halda áleiðis til Ho Chi Minh –
ferð sem tekur um sex tíma – eða
gista eina nótt í Chau Doc. Völd-
um við skötuhjú seinni kostinn.
Við fórum því á eitt gistiheimil-
anna sem mælt er með í Lonely
Planet og fengum þar þetta líka
fína herbergi með loftkælingu og
heitu vatni fyrir skitna tíu dollara,
eða um 700 krónur eins og geng-
ið var þá.
Í ljós kom svo að Þjóðverjarnir
og breska stelpan ákvaðu líka að
gista í Chau Doc, og það á sama
gistiheimili, og æxluðust hlutirnir
þannig að við fórum með þeim út
að borða um kvöldið. Við enduð-
um svo á stað sem einn innfædd-
ur piltur sagði að byði upp á fínan
mat og ódýran og bragðgóðan ví-
etnamskan bjór. Í stuttu máli var
þessi „veitingastaður“ afar óað-
laðandi búlla, sumir myndu lík-
lega nota orðið „skítabúlla“, með
þeim allra minnstu plaststólum
og -borðum sem ég hef séð. En
við slógum til.
„roasted snake“, „fried bats“
Ég held að það sé óhætt að
segja að það hafi verið ákveð-
inn vendipunktur á kvöldinu
þegar matseðill þessarar búllu
var opnaður. Réttir eins og „ro-
asted snake“, „deep-fried snake“,
„steamed bats“ og „fried bats“
blöstu við okkur. Eftir að við höfð-
um öll fengið þvagfærasýkingu af
hlátri yfir því sem boðið var upp á
var að sjálfsögðu bara eitt að gera í
stöðunni fyrir evrópska bakpoka-
ferðalanga í leit að ævintýrum í
Austurlöndum fjær: panta helvít-
is snákinn og leðurblökurnar!
Fyrst komu vængjuðu ófreskj-
urnar, og ef ég hef einhvern tím-
ann verið brjálaður yfir því að
vera ekki með myndavél á mér
var það þarna. Á diskinum sem
þjónninn kom með voru átta litl-
ar leðurblökur, um það bil á stærð
við hamstra, kolsvartar að lit eft-
ir steikinguna. Það eina sem var
eftir af vængjunum voru tvö lítil
bein sem stóðu hvort út úr sinni
„öxl“ kvikindanna. En hausarnir
voru ennþá á!
Eftir að þvagfærasýkingin var
kölluð fram að nýju með væn-
um af skammti af hlátri yfir út-
liti kvöldverðarins og vitanlega
tilheyrandi upphrópunum um
hversu viðbjóðslega þetta liti út,
var komið að hinu óumflýjan-
lega: að smakka á réttinum. Þessi
blessuðu kvikindi voru nánast
bragðlaus enda voru þau algjör-
lega grilluð í gegn. Ekki fór mik-
ið fyrir kjötinu þannig að það sem
við tugðum með viðbjóðssvip í
framan var fyrst og fremst skinn
og bein, og væntanlega einhver
óbjóðs innyfli. Við létum hausana
vera, enda ekki framkvæmanlegt
að renna þeim niður fyrir minna
en milljón dollara.
mús er lostæti
Næst kom snákurinn, bútaður
niður í munnstóra bita og til að
vera ekki með einhverjar mála-
lengingar smakkaðist hann ótrú-
lega vel. Á hinn bóginn má velta
fyrir sér hvað smakkast ekki vel
eftir að þú hefur nýlokið við að éta
leðurblöku. Þegar hér var komið
sögu vorum við hin fimm fræknu
orðin það óstöðvandi í ógeðsát-
inu að þegar í ljós kom að nokkrir
Víetnamar á næsta borði voru að
éta steiktar mýs (for the record:
þær voru hvegi sjáanlegar á mat-
seðlinum) kröfðumst við þess að
sjálfsögðu að fá að smakka. Það
var sjálfsagt af „Namanna“ hálfu,
og viti menn: steikt mús er lost-
æti, enda bragðast hún nánast al-
veg eins og kjúklingur! Eftir þetta
ævintýri hafa ég og betri helming-
urinn hlegið að íslenskum þorra-
mat. Að borða hann er nú eins og
að drekka íslenskt kranavatn.
Kristján Hrafn Guðmundsson
Friðlýsing
Skjálfandafljóts
stofnaður hefur verið áhugahópur
um friðlýsingu skjálfandafljóts.
Það er markmið hópsins að vinna
að friðlýsingu alls vatnasviðs
skjálfandafljóts, stuðla að friðun
og varðveislu landslags þess,
náttúrufars og menningarminja
ásamt því að það verði notað til
útivistar, ferðaþjónustu og
hefðbundinna nytja. Heimasíða
hópsins er skjalfandafljot.is og má
þar nálgast frekari upplýsingar um
starfsemi hópsins.
LeðurbLöKuætur
frá vinstri: rebecca frá bretlandi, markús
frá Þýskalandi og greinarhöfundur.
HíbýLi Við baKKa meKonG
fasteignamarkaðurinn við mekong-
ána ku vera nokkuð stöðugur.
Jarlhettur, Silf-
urgata og Aust-
urstræti
Jarlhettur, Jarlhettutraðir,
Langleiðin, silfurgata, farvegur og
austurstræti eru á meðal
tilnefninga að nafni á nýrri
gönguleið ferðafélags Íslands sem
liggur frá skálpanesi, um
Jarlhettudal að skála fÍ við einifell,
yfir nýja brú fÍ yfir farið, að
Hlöðuvöllum undir Hlöðufell, að
Karli og Kerlingu undir skjaldbreið,
inn Langadal, um Klukkuskarð og
að Laugarvatni. ferðafélagið fór
þessa leið fyrst árið 2006 og hefur
leiðin notið vaxandi vinsælda.
ólafur örn Haraldsson, sem hefur
verið fararstjóri fÍ í þessum ferðum
og hugmyndasmiður að leiðinni,
taldi tímabært að gefa henni nafn
og var því óskað eftir tillögum.
borist hafa um fimmtíu tillögur en
tilkynnt verður um sigurvegara í
desember.
Lífríki Íslands
flestir íslenskir ferðalangar eru
væntanlega áhugasamir um lífríki
Íslands og velferð þess. Því er vert
að benda áhugasömum á
fræðsluerindi sem dr. snorri
baldursson og dr. bjarni diðrik
sigurðsson flytja um rannsóknir á
loftslagsbreytingum og áhrif
þeirra á lífríki lands og sjávar í
öskju við Háskóla Íslands á
mánudaginn. erindið er byggt á
rannsóknum síðustu ára og
nýútkominni skýrslu umhverfis-
ráðuneytisins um hnattrænar
loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á
Íslandi. erindið verður haldið
klukkan 17.15 í stofu 132 í öskju.