Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 48
Föstudagur 26. september 200848 Helgarblað DV Sakamál Doktor Marcel Petiot Fáir fjöldamorðingjar hafa auðgast jafn vel vegna stryrjaldaróreiðu og marcel petiot læknir gerði. Þegar fallöxin skildi höfuð hans frá líkamanum að morgni 26. maí 1946 hafði hann aflað meira en einnar milljónar sterlingspunda með morðum. ef ekki hefði verið fyrir heimskulegt stolt hefði hinn tæplega fimmtugi læknir jafnvel getað notið ríkidæmis síns, en það átti ekki fyrir honum að liggja. talið er að hann hafi myrt yfir sextíu manns, en líkamsleifar tuttugu og sex manneskja fundust á heimili hans í parís í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Lesið um doktor petiot og þríhyrnda dauðaherbergið í næsta helgarblaði dV. umsjón: KoLbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is Peter Thomas Anthony Manuel var þriðji síðasti maðurinn sem var hengdur í Skotlandi. Þegar Camer-on, lávarður og dómari, dæmdi Pet-er Manuel til dauða í Glasgow í maí 1958 lét hann eftirfarandi orð falla: „Maður getur verið mjög vondur án þess að vera geð- veikur.“ Manuel, sem hafði án nokkurrar miskunn- ar orðið níu manneskjum að bana, var án efa mjög vondur maður. En er það andlega heill maður sem velur fórnarlömb sín af handa- hófi, myrðir þau án nokkurrar augljósrar ástæðu, reynir að kúga fé af manni sem hann hafði nýlega gert að ekkli og lætur síðan lög- reglunni í té sönnunargögn sem senda hann í gálgann? Sumir myndu segja að mafíósi í Chic­ago hefði verið stoltur af morðferli eins og Manu- els og Peter Manuel fæddist reyndar í Banda- ríkjunum árið 1927, í New York nánar tiltek- ið. Foreldrar hans höfðu flutt þangað á þriðja áratug tuttugustu aldar frá Skotlandi, en sök- um kreppunnar flutti fjölskyldan aftur til Bret- lands, til Coventry, og þess var ekki langt að bíða að sonurinn kæmist í vandræði. Fyrir sextán ára aldur hafði hann getið sér slæm- an orðstír og 1956 bættist morð á afrekaskrá hans. Þá var fjölskyldan komin á heimaslóðir í Glasgow í Skotlandi. Dregin í skóg og drepin Anne Kneilands var aðeins sautján ára og Peter Manuel hitti hana þar sem hún beið eft- ir kærasta sínum. Peter bauð henni á kaffihús og hún þáði boðið. Seinna þegar hann fylgdi henni heim dró hann hana skyndilega inn í skóg og barði hana til dauðs með járnröri. Lögreglan var furðu lostin vegna morðs- ins, enda engar vísbendigar sem sögðu til um tilgang þess. Fjöldi manns var yfirheyrður, þeirra á meðal Peter Manuel, en hann hafði áralanga reynslu í að tala við lögregluna og vissi hvað hann átti að segja. Sama sumar komst hinn uppreisnargjarni Peter að þeirri niðurstöðu að byssa væri nokkuð sem hann þarfnaðist sárlega. Glæpa- hneigð hans var að aukast og hann hafði framið morð og komist upp með það. Hann myndi gera það aftur. innbrot og kaldrifjuð morð Í september 1956 lagði Peter Manuel, ásamt tveimur karlmönnum og einni konu, land undir fót í ránsför. Þau fóru til High Burnside, örfáa kílómetra suður af Glasgow. Í High Burnside bjó auðugt fólk og þau létu greipar sópa um autt hús sem þau brutust inn í. Síðan ákvaðu þau að halda upp á rán- ið með því að setjast að drykkju í húsinu og skipuleggja næsta innbrot. En Peter Manuel fór einn í þann leiðangur. Peter braust inn á jarðhæð og fór rakleiðis upp. Þar sá hann tvær konur sem sváfu svefni hinna réttlátu. Hann kíkti inn í annað svefn- herbergi og rak augun í Vivienne Watt, sextán ára. Hún var vakandi og fylltist mikilli skelf- ingu þegar hún sá hann. Manuel skundaði að henni, rotaði hana og batt hana. Að því loknu fór hann aftur í hitt herbergið. Þar voru móð- ir Vivienne, Marion Watt, hálflömuð, og systir hennar Margaret Brown, báðar í fasta svefni. Peter Manuel hikaði ekki eitt andartak og skaut þær báðar af stuttu færi. Þegar hann kom aftur að Vivienne var hún við það að geta losað böndin af sér. Hann þrýsti henni niður í rúmið og skaut hana í vinstra augað. Sérfræðingar lögreglunnar komust að því að Manuel hafði átt við náttkjóla fórnar- lambanna, en ekki snert þau frekar. Klukkan þrjú um nóttina sneri hann til félaga sinna sem enn sátu að sumbli í auða húsinu og tveimur tímum síðar fór hópurinn heim til Glasgow. eiginmaðurinn sakaður um ódæðin Vivienne hafði, merkilegt nokk, ekki látist samstundis og var líkami hennar enn volgur þegar heimilishjálpin mætti um morguninn. Ef sú staðreynd veitti Peter Manuel aukna ánægju átti þróun rannsóknar lögreglunnar eftir að bæta um betur. Lögreglan handtók William Watt, eiginmann Marion, og sakaði hann um morðin. William var bakari og hafði reyndar verið í hundraða kílómetra fjarlægð um nóttina, á hóteli í Argyll. Vitni höfðu séð hann þar um miðnæturleytið og klukkan átta um morgun- inn. En lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði getað keyrt fram og til baka, og vitni bar að bíll Williams hefði verið í ferju á milli Glasgow og Argyll um nóttina. William Watt eyddi tveimur mánuðum á bak við lás og slá áður en lögreglan sannfærð- ist um sakleysi hans, en raunum Williams var ekki lokið. Peter Manuel hafði samband við lögfræð- ing Watts og sagðist geta sagt til um morð- ingjann í Burnside gegn greiðslu. Síðan mælti hann sér mót við William og bauðst til að fjar- lægja skugga sektar frá honum með því að myrða Burnside-morðingjann og láta það líta út eins og sjálfsvíg. Það myndi aðeins kosta William Watt eitt hundrað og tuttugu sterl- ingspund. Bakarinn afþakkaði boðið. Gaf kettinum að éta Peter Manuel var engan veginn búinn að fá nægju sína af morðum og í desember 1957 hoppaði hann um borð í lest til Newc­astle, rétt sunnan skosku landamæranna. Þangað kominn tók hann leigubíl og skipaði bílstjór- anum, Sidney Dunn, að aka að auðri heiði og skaut hann og stakk til bana. Ekki fylgir sög- unni hvort tilgangur með ferðalaginu til New- c­astle hafi verið annar. Skömmu eftir jól rakst Peter á Isabelle Cooke í útjaðri Glasgow. Isabelle var dregin út á akur og Peter reif flest fötin utan af henni og kyrkti hana. Þessa sautján ára stúlku, sem Peter hafði aldrei augum litið fyrr, gróf hann síðan í grunnri gröf. Á nýársdag 1958 braust Peter inn í glæsi- villu Peters Smart í Glasgow. Þar fann hann tuttugu og fimm sterlingspund í veski og hefði getað komist á brott óséður, þar sem öll fjölskyldan var í fastasvefni. En nei, Peter fór inn í svefnherbergi Smart-hjónanna og skaut þau til bana og sonur þeirra fékk sömu útreið. Áður en Peter yfirgaf heimili fórnarlambanna gaf hann sér tíma til að taka upp tvær dósir af túnfiski og gefa heimiliskettinum. Feðgar handteknir En þótt lögreglan hefði aldrei getað tengt Peter Manuel við neina alvarlega glæpi var ekki þar með sagt að hún fylgdist ekki með honum. Og það varð honum að falli, því skömmu eftir morðin á Smart-fjölskyldunni sást hann handfjatla spánnýja fimm punda seðla, svipaða þeim sem Smart hafði tekið út af reikningi sínum daginn fyrir morðin. Lögreglan gerði húsleit á heimili foreldra Peters, þar sem hann hélt einnig til. Þar fund- ust tæki til innbrota og í kjölfarið voru bæði Peter og faðir hans handteknir. Peter bauðst til að gefa út yfirlýsingu gegn því að föður hans yrði sleppt úr haldi. Frásögn Peters af ódæðum sínum var með öllu laus við iðrun eða tilfinningar og jafn- vel hörðustu löggur voru slegnar óhug. Þeg- ar Peter fylgdi lögreglunni að gröf Isabelle Cooke sagði hann með glens í rómnum: „Þetta er staðurinn. Reyndar held ég að ég standi á henni núna.“ Peter Manuel þarfnaðist þess að fólk ótt- aðist hann og hann þarfnaðist sviðsljóssins. Hann var óheimskur og þegar réttarhöldin yfir honum voru hálfnuð rak hann verjanda sinn og sá um vörn sína sjálfur. Honum fórst vörnin svo vel úr hendi að Cameron dómari hrósaði honum fyrir frammistöðuna. Engu að síður var Peter Manuel dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir sjö þeirra átta morða sem hann var ákærður fyrir. Vegna skorts á sönnunargögnum var hann ekki sakfelldur fyrir morðið á Anne Kneilands og morðið á leigubílstjóranum í Newc­astle var framið utan skoskrar lögsögu. Peter Manuel var hengdur í Barlinnie- fangelsinu í Glasgow 11. júlí 1958. Þegar hann kom aft- ur að ViVienne Var hún Við Það að geta losað böndin af sér. hann Þrýsti henni niður í rúmið og skaut hana í Vinstra augað. illur en andlega heill Peter Manuel var kaldrifj- aður morðingi. Engin augljós ástæða virtist vera að baki þeim ódæðum sem hann hafði á samviskunni og hann kaus að myrða þótt hann kæmist hjá því. Hann var þriðji síðasti maðurinn sem var hengd- ur í Skotlandi og sá næst- síðasti sem hengdur var í Barlinnie-fangelsinu í Glasgow í Skotlandi. Peter Manuel Virtist haldinn óslökkvandi morðþorsta og tilviljun réð vali á fórnarlömbum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.