Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 52
Google kynnti í vikunni nýj- an fjölnotasíma, T-Mobile G1, í samvinnu við T-Mobile-fjar- skiptafyrirtækið í Bandaríkjun- um, síma sem er búinn 3,5G, snertiskjá, GPS, 3 megapixla myndavél, þráðlausum netað- gangi, G-mail, Google Maps með innbyggðum kompás, YouTube, stóru lyklaborði og netvafra. Fyr- irtækið HTC framleiðir sjálfan vélbúnaðinn en Google þróaði stýrikerfið fyrir símann, kallað Android. Síminn kemur á mark- að í Bandaríkjunum 22. október næstkomandi, í nóvember í Bret- landi en það verður ekki fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2009 sem aðr- ar Evrópuþjóðir hefja sölu á sím- anum. Meginástæðan fyrir innreið Google á símamarkaðinn er aug- lýsingatekjur. Því fleiri símnot- endur sem geta vafrað á netinu, því meiri auglýsingatekjur fyrir Google. Android Það er líklegt að Android-stýri- kerfið muni höfða til breiðari hóps en iPhone þar sem það er búið bæði Java- og Flash-tækni sem margar vefsíður byggjast á í dag, ekki síst YouTube sem er í eigu Google. Stýri- kerfið er líka opið, sem þýðir að allir geta breytt því eða bætt, forritasmið- ir og viðmótshönnuðir munu hafa frjálsari hendur og uppfærslur verða að líkindum örari en ella. Android-stýrikerfið er að auki frítt, sem gefur símaframleiðend- um um heim allan kost á að nýta sér það í síma sína á næstu mánuðum og misserum. Google mun þó líkt og Apple halda utan um ýmsa þætti tengda Android, sett hefur verið á laggirnar sams konar vefverslun og AppStore hjá Apple, hjá Google nefnist hún Android Marketplace og þaðan getur hinn almenni not- andi hlaðið niður forritum fyrir símann, fríum eða gegn gjaldi. Það sem helst hefur verið gagn- rýnt varðandi símann er að ýmis- legt mikilvægt hefur verið skilið eftir fyrir forritaþróendur að ljúka. Til dæmis er ekki hægt að taka upp hreyfimyndir með myndavél sím- ans þrátt fyrir að tæknin sé fyrir hendi. Ekki er hægt að spila höf- undarvarðar tónlistarskrár eins og keyptar eru í gegnum iTunes nema breyta þeim fyrst í mp3- snið. Og reyndar er ekki iTunes í símanum en honum fylgir þó tón- listarspilari. Og að sjálfsögðu er síminn að mörgu leyti einskorðaður við þjónustu Google. Ekki er enn sem komið er hægt að „synca” símann við tölvu ef þú notar aðra þjón- ustu en þær sem Google býður upp á varðandi póst og dagatöl. Þetta mun þó allt koma til með að birtast þegar forritarar bretta upp ermarnar og dæla inn forritum og lausnum á vefverslunina. Fleiri Android-símar Við fyrstu sýn er síminn ágætis svar við iPhone, hann er ekki eins fallegur eða notendaviðmót eins einfalt í meðförum, en hann hefur alla burði til að þróast hratt og vel. Aðrir framleiðendur munu koma með sínar útgáfur síma búna And- roid-stýrikerfinu þannig að valið mun aukast fyrir almenning. palli@dv.is Afmæli medAl of Honor Í tilefni af tíu ára afmæli tölvu- leiksins Medal of Honor ætlar EA að gefa út sérstakt afmælisbox. Boxið mun innihalda fimm Metal of Honor-leiki sem saman eru um 50 single player-borð og þó nokkur multiplayer-borð. Einnig verður alls kyns aukaefni með boxinu svo sem 14 laga geisla- diskur, myndefni um gerð leiksins og fleira góðgæti. EA mun svo koma með fleiri útspil í tilefni af afmælinu. föstudagur 26. september 200852 Helgarblað DV Tækni umsjón: pÁLL sVanssOn palli@dv.is AdoBE MEð uppFærslu Í Cs4 Adobe-fyrirtækið kynnti í vikunni uppfærslu á Creative suite sem er einn þekktasti forrita- pakki á sviði hönnunar fyrir prentvinnslu, myndvinnslu og vefvinnslu í heiminum í dag. uppfærslan, Cs4, kemur á markað í næsta mánuði og skartar að venju ýmsum nýjungum og má þar nefna aukið og auðveldara samræmi í vinnslu á efni fyrir ólíka miðla. iPHone seldur á ÍslAndi? Við síðustu uppfærslu á iphone- stýrikerfinu ráku margir íslenskir notendur símans augun í að því fylgir íslenskt lyklaborð en áður var erfiðleikum háð að fá fram íslenska sérstafi í símanum nema með ákveðnum viðbótum. Þetta gefur til kynna að Ísland sé ekki gleymt í höfuðstöðvum Apple- fyrirtækisins og það sé í bígerð að síminn verði seldur hér á landi í náinni framtíð. Vitað er að fulltrúar eins af stóru símafyrir- tækjunum á Íslandi heimsóttu Apple-fyrirtækið í sumar til að kynna sér símann. Bílar & Dekk ehf. Akursbraut 11 S: 578 2525 Svar GooGle við iphone-Síma apple Google-síminn Þrátt fyrir að vera ekki eins fallega hannaður og iphone-sími apple-fyrirtækisins er síminn góður kostur fyrir stóran hóp almennings. Google og T- Mobile kynntu nýjan fjölnota- síma í vikunni en stýrikerfi símans er þróað hjá Google. Sím- inn hefur verið kallaður svar Google við iPhone.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.