Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 54
föstudagur 26. september 200854 Tíska DV Bæker og Blúndur Þessi frábæri blúndu-bæker- jakki er eftir hönnuðina Edward Medham og Benjamin Kirchoff en þeir hanna undir merkinu Medham Kirchoff. Jakkinn er úr vor- og sumarlínunni 2009 frá hönnuðunum en þeir hafa meðal annars hannað töffaralega línu fyrir Topshop í Bretlandi. Bæker- leðurjakkar hafa verið hrikalega heitir undanfarið og virðast ætla að halda áfram að vera vinsælir í vetur. Blúndur eru eins nokkuð sem við virðumst aldrei ætla að fá nóg af og er þessi jakki því svo sannarlega hin fullkomna flík í fataskápinn. Stígðu út með þokka Lindsay Lohan, Mischa Barton og Britney Spears ættu allar að fjárfesta í þessum snilldarlegu Exi-quette bílagardínum. Exi-qu- ette er sérstaklega hannað til að hylja heilugustu staði kvenfólks þegar það stígur út úr bíl í míní- pilsi. Gardínurnar góðu voru hannaðar eftir að bílatrygginga- fyrirtækið Sheila‘s Wheels sýndi fram á að 64% þeirra kvenna sem tóku þátt í könnun, eða alls tólf milljón konur, hafa að minnsta kosti einu sinni lent í því að stíga út úr bíl og sýna aðeins meira en þær ætluðu sér. Fyrirsætur Falla líka Það var aldeilis hamagangur á tískusýningu prada í tísku- vikunni í mílanó á dögunum. fyrirsæturnar höfðu greini- lega verið settar á aðeins of háa hæla og kolféllu tvær fyrirsætur á sýningunni.tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is „Þau eru einum of mörg,“ svar- ar Unnur Líf Ingadóttir hlæjandi að- spurð hversu mörg skópör stúlkan eigi en það má með sanni segja að hún sé forfallinn skófíkill. „Á þessum vegg taldi ég hundrað og tíu pör um daginn. Þetta eru aðallega svona fínni skór en síðan á ég fullt af íþróttaskóm og sandölum sem ég geymi bara inni í skáp.“ Unnur starfar í versluninni B&S konur í Smáralind en þar á undan starfaði hún í skóverslun þar sem hún segir skóáhugann hafa vaknað fyrir alvöru. „Ég byrjaði að vinna í skóversl- un fyrir þremur árum og keypti mér þá mikið af skóm í versluninni sem ég var að vinna í. Svo er ég dugleg að nýta mér útsölur ef ég finn mér eitt- hvað fínt á þeim og kaupi líka á eBay ef ég dett niður á eitthvað flott þar.“ Unnur er ekki lengi að svara þegar hún er spurð út í uppáhaldsskóhönn- uðinn sinn. „Það er klárlega Jimmy Choo,“ svarar hún en hún festi einmitt kaup á einu pari eftir hönnuðinn þeg- ar hún var stödd í Bandaríkjunum. „Maður verður að eiga allavega eitt par eftir uppáhaldið.“ Í febrúar fluttu Unnur og kærast- inn saman inn í íbúð þar sem má með sanni segja að eitt herbergið sé skóherbergi Unnar. Skemmtileg lausn var notuð við að finna fallegu skónum pláss á veggnum og njóta þeir sín vel, fallega raðaðir á vírum. „Ég og pabbi fundum bara upp á þessu. Við ætluðum fyrst að setja upp stangir og hengja skóna á þær en svo var bara ódýrara og nettara að notast við vírana.“ Jimmy Choo í ppáhaldi unnur líf ingadóttir hefur safnað skóm undanfarin þrjú ár og hanga yfir hundrað pör á vegg heima hjá henni. sitjandi í skóhafi unnur byrjaði að safna skóm fyrir þremur árum þegar hún starfaði í skóbúð. Hundrað pör hangandi á vegg unnur taldi hundrað og tíu pör á veggnum um daginn. DV myndir kristinn Magnússon spariskórnir fá að hanga unnur segist geyma íþróttaskóna og sandalana inni í skáp. Með uppáhaldsskóna bleiku skórnir eru eftir uppáhaldshönnuð unnar, Jimmy Choo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.