Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 64
n Spennuþáttaröðin Svartir englar hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag. Skiptar skoðanir eru um hvernig serían fór af stað og virtist helst vekja athygli kynlífssena þar sem ein löggan, sem Davíð Guðbrands- son leikur, sængar hjá vinnufélaga hins látna. Þættirnir eru byggðir á bókum Ævars Arnar Jóseps- sonar, Skítadjobbi og Svörtum englum, sem fengu góðar mót- tökur gagnrýnenda og almennra lesanda þegar þær komu út. Ný bók er væntanleg frá Ævari síðar í haust þar sem sama lögguteymi og í þessum tveimur bókum glím- ir við glæpamenn og gátur sem spinnast af þeirra völdum. Bókin heitir Land tækifæranna og er gefin út af Upp- heimum. Er Björn Bjarnason á Facebook? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið nokkurn tímann kona í þessu starfi,“ segir Margrét Marteinsdóttir kampakát með nýju vinnuna en hún er yfir íþróttadeild RÚV sem nýlega færðist undir fréttasviðið í Efstaleiti. „Ég æfði sjálf knattspyrnu í tíu ár og fór fyrst á völlinn held ég tíu ára gömul. Ég æfði með Fram, Leikni og Fylki,“ segir Margrét en bróðir hennar er þekktur íþróttamaður hér á landi. Sá heitir Pétur Marteinsson og leik- ur með úrvalsdeildarliði KR í knatt- spyrnu. „Ég er bara að blása rykið af gömlu legghlífunum,“ segir Margrét. En þrátt fyrir alla gleðina í her- búðum Margrétar eru ýmsar breyt- ingar á meðal starfsmanna íþrótta- deildarinnar. Eins og gefur að skilja mun Hrafnkell Kristjánsson ekki starfa lengur sem yfirmaður íþrótta- deildarinnar en hann mun þess í stað vinna af fullum krafti meðal hinna íþróttafréttamannanna. Það eru þó ekki einu breytingarnar því sam- kvæmt heimildum DV hefur hinn skeleggi íþróttafréttamaður Valtýr Björn sagt upp störfum. Hrafnkell og Margrét þvertaka hins vegar fyrir það: „Það er bara vit- leysa, ég myndi vita það sem hans yf- irmaður,“ segir Margrét. n Tæpum fimm dögum eftir að Facebook-síða til stuðnings Jó- hanni R. Benediktssyni, lögreglu- stjóra á Suðurnesjum, var stofnuð hafa um 1.300 manns skráð sig þar og lýst yfir stuðningi við Jóhann. Síðla gærdags höfðu fjörutíu og tvær athugasemdir verið skrifaðar á síðuna og leggja þar margir til að Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra eigi sjálfur að fara að kveðja. Björn hefur haldið því fram að stöður sem þessar eigi að auglýsa á fimm ára fresti. Stuðningsmenn Jóhanns benda í því sambandi á að Haraldur Johannes- sen hefur gegnt stöðu ríkislögreglu- stjóra í ellefu ár án auglýsinga. Því virð- ist ekki vera sama Jóhann og Jo- hannessen. n Troðfullt var á veitingastaðn- um Hafinu bláa í fyrrakvöld þegar Hrútavinafélagið á Suðurlandi blés til kvöldverðar þar sem boðið var upp á hausastöppu. Formað- ur Hrútavina, Björn Ingi Bjarna- son, er eitt mesta félagsmálatröll á landinu og viðburðir á hans vegum eru gríðarlega vel sóttir. Stjarna kvöldsins var einn af skjólstæð- ingum Hrútavina, Árni Johnsen þingmaður. Árni flutti snarpa tölu þar sem hann sagði frá heim- sókn þingmanna á Litla-Hraun þar sem meðal annars var verið að skoða aðbúnað fanga. Árni lýsti því af mikilli andagift að hinir þingmennirnir hefðu verið fremur skiln- ingssljóir en hann ekki: „Enda var ég á heimavelli,“ sagði Árni og sal- urinn öskraði af hlátri. Á annað þúsund stuðningsmanna Krimmi frÁ Ævari Á heimavelli Á hrauninu Skipholti 19 Höfðabakki 9 Nýr matseðill Á nýja matseðlinum okkar eru fjölbreyttir, girnilegir réttir og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Kynntu þér málið á www.rubytuesday.is Margrét Marteinsdóttir er fyrsta íslenska konan sem stjórnar íþróttadeild: BlÆs ryKið af gömlu legghlífunum Margrét Marteinsdóttir nýr yfirmaður íþróttadeildar rÚV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.