Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 2
fimmtudagur 6. nóvember 20082 Fréttir
Gunnar Páll Pálsson, formaður Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur, segist
hafa neyðst til þess að samþykkja að
starfsmenn Kaupþings nytu þeirra
einstöku sérkjara í kreppunni að vera
undanskildir persónulegri ábyrgð
á því að borga eigin lán. Ljóst er að
meðlimir í stéttarfélagi Gunnars,
sem margir hverjir eru afgreiðslufólk
í verslunum, nýtur ekki þeirra kjara.
Verkalýðsforkólfar harma aðgerðir
Gunnars.
„Sem stjórnarmaður í Kaupþingi
var það skylda mín að verja hags-
muni hluthafanna. Þegar fjallað var
um það á stjórnarfundi bankans að
heimila forstjóranum að fella nið-
ur persónulegar ábyrgðir starfs-
manna var mér efst í huga sú skylda
að tryggja hag bankans og umbjóð-
enda minna,“ sagði hann í yfirlýsingu
í gærkvöldi. Komið hefur fram að
auðmennirnir Hreiðar Már Sigurðs-
son og Sigurður Einarsson, sem tóku
ákvörðun um að aflétta persónulegri
ábyrgð, sleppa sjálfir við milljarða-
skuldir vegna þessa.
Helgi Magnús Gunnarsson, yfir-
maður efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra, sagði í samtali við
Ríkisútvarpið í gær að aðgerðir
Kaupþingsmanna til að bjarga eigin
skinni kynnu að brjóta í bága við al-
menn hegningarlög. Brotið varði allt
að sex ára fangelsi.
Vilhjálmur Bjarnason, formað-
ur Félags fagfjárfesta, telur að með
því að aflétta þessum ábyrgðum hafi
stjórnendur Kaupþings gerst brot-
legir við lög um verðbréfaviðskipti.
Markaðsmisnotkun
„Þeir eru búnir að segja að með
þessu móti hafi þeir ætlað að halda
uppi verði á bréfum bankans og
koma í veg fyrir fjöldasölu og með
því er vissulega verið að hafa áhrif á
verðmyndun og koma í veg fyrir eðli-
legar verðbreytingar,“ segir Vilhjálm-
ur. Hann bendir á að þessar gjörðir
brjóti gegn 117. grein laga um verð-
bréfaviðskipti, þar sem fjallað er um
markaðsmisnotkun.
„Ég kalla þetta verðmöndl og auð-
vitað eru þetta innherjaviðskipti því
það eru innherjar sem eru að reyna
að hafa áhrif á verð í bankanum,“
segir hann.
Gerir hreint fyrir sínum dyrum
„Ég fagna því að hann geri hreint
fyrir sínum dyrum um aðkomu sína
að þessu máli, þó að það sé ljóst að
Alþýðusamband Íslands hefur ver-
ið mjög gagnrýnið á það fyrirkomu-
lag launa sem felst í kauprétti, sér-
staklega þegar hann var útfærður í
formi skuldabréfa,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands, um yfirlýsingu Gunnars
Páls, þar sem hann útskýrði hvers
vegna hann ákvað að fella niður
persónulegar ábyrgðir starfsmanna
Kaupþings vegna lána sem tekin
voru vegna hlutabréfakaupa starfs-
mannanna.
„Aðalatriðið er að hann hefur
gert grein fyrir sinni afstöðu og hvers
vegna hann tók þessa ákvörðun. Eins
og hann hefur sjálfur dregið fram er
það félagsmanna VR að ákveða um
hans framtíð,“ segir Gylfi.
Vill rannsókn
Gylfi segir það mikilvægt að
Gunnar Páll hafi gert grein fyrir
því sem varðar hans
persónulegu hagi
og síðan leggi
hann það
í dóm fé-
lagsmanna.
„Eins og
kemur fram
í hans um-
mælum er
hann tilbú-
inn að
standa og falla með þessari ákvörð-
un. Málið er mjög umdeilanlegt
og ég er sjálfur mjög gagnrýninn á
þessa ákvörðun.“ Aðspurður hvort
hann treysti Gunnari Páli til að sitja
áfram sem formaður VR svarar hann
því til að þó þá greini um þetta mál
hafi hann ekki ástæðu til að efast um
trúverðugleika hans.
Auk þess sé það
ekki hans
hlutverk
að taka
ákvörðun
um það.
„Ég er
ósammála
þessari
ákvörðun
og viður-
kenni það
vel. Það er
nauðsyn-
legt að
þetta mál sé rannsakað alveg til hlítar
en þetta gengur fram af manni.“
Fyrir neðan allar hellur
„Ég myndi ekki vilja hafa staðið
að þessum gjörningi og hafa hann á
bakinu nú,“ segir Vilhjálmur Birgis-
son, formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness. „Þetta er vitaskuld gjörsamlega
fyrir neðan allar hellur og
fólki ofbýður hvernig
staðið var að þessu
máli. Sérstaklega
í ljósi þess að það
eru margir sem
hafa tapað gríðar-
legum upphæð-
um og þurfa að
standa skil þeirra
skulda nú,“ segir
hann.
Guðmundur
Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsam-
bandsins,
tekur í sama streng, hann segist ekki
vilja setjast í dómarasæti yfir Gunn-
ari Páli en gjörningurinn sem slíkur
gangi hreinlega ekki upp.
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar vildi ekki tjá sig um málið.
„Þú færð engin viðbrögð frá mér um
það,“ sagði hann við blaðamann DV
og vísaði í yfirlýsingu frá Alþýðusam-
bandi Íslands.
Töpuðu átta milljónum
Sjálfur tapaði Gunnar
Páll töluverðum upphæð-
um vegna hlutabréfaeignar
sinnar í Kaupþingi. „Ég átti
um 4,1 milljón,“ sagði hann
í samtali við DV í gær.
Spurður hvort hann teldi
milljónirnar tapað fé sagði
hann: „Ég reikna með því.“
Gunnar er einn þeirra
lykilstarfsmanna sem skráði sig
fyrir hlutum í forgangsréttar-
útboði Kaupþings
Búnaðar-
VERKALÝÐSLEIÐTOGI
BJARGAÐI AUÐMÖNNUM
Verkalýðsforkólfar eru hneykslaðir á gjörð-
um Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR,
sem felldi niður persónulegar ábyrgðir
starfsmanna Kaupþings vegna lána sem
tekin voru fyrir hlutabréfakaupum þeirra.
Gylfi Arnbjörnsson segist treysta Gunnari
til að sitja áfram, þótt hann sé ósammála
ákvörðun hans í þessu máli. Vilhjálmur
Birgisson segir að hann myndi ekki vilja
hafa slíkan gjörning á bakinu, verandi
verkalýðsformaður.
VAlGeir örn rAGnArsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
starfsmenn Kaupþings formaður vr hjálpaði
fjölda starfsmanna Kaupþings að sleppa við að borga
skuldir sínar. Hugsanlega lögbrot. Starfsfólkið á
myndinni tengist ekki efni greinarinnar beint.
Gunnar Páll Pálsson Segir að hvorki
hann né eiginkona hans hafi fengið
skuldir sínar við Kaupþing felldar niður.
Guðmundur
Gunnarsson vill
ekki setjast í sæti
dómara.
Vilhjálmur Birgisson
fyrir neðan allar hellur
að hans mati.
Gylfi Arnbjörnsson treystir
gunnari til áframhaldandi
setu sem formaður vr.
„Þetta gengur
fram af manni.“