Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 8
fimmtudagur 6. nóvember 20088 Fréttir Mikill óróleiki er nú innan Fram- sóknarflokksins vegna slæmr- ar stöðu hans og er sú krafa að verða háværari að ný forysta taki við stjórnartaumunum í flokkn- um. Margir framsóknarmenn hafa kallað eftir afgerandi breytingum innan flokksins. Kallað er eftir því að flokkurinn afmarki sér skýrari stefnu í helstu málefnum og geri upp sína ábyrgð á efnahagshruni síðustu vikna sem fyrrverandi ríkis- stjórnarflokkur. Samkvæmt áræðanlegum heim- ildum DV innan Framsóknarflokks- ins hefur Birkir Jón Jónsson alþing- ismaður oft verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Guðna Ágústs- sonar í formannsstóli flokksins. Renna margir hýru auga til hans sem fulltrúa nýrrar kynslóðar sem geti rifið fylgi flokksins aftur upp. Framsóknarmenn eru óþreyjufull- ir eftir að ný skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Morgunblað- ið leiddi í ljós að fylgi Framsókn- arflokks mælist nú 7,8 prósent á landsvísu. Ungliðar kalla eftir endurnýjun „Þetta er góð spurning. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að íhuga stöðu sína almennt í þjóðfélaginu,“ svarar Bryndís Gunnlaugsdóttir, for- maður Sambands ungra framsóknar- manna, um hvort hún telji að það sé kominn tími á nýja forystu í flokkn- um. „Við erum ekki að hækka í skoð- anakönnunum, sem er áhyggjuefni. Hvort það þarf nýja forystu eða ekki þarf bara að skoða. Ég hef hins veg- ar predikað fyrir því að það þurfi að endurnýja í flokknum. Við erum ekki að koma okkar málefnum nægilega skýrt á framfæri,“ segir hún. En krist- allast það ekki í því að forystan virkar ekki sem skyldi? „Ég held að við þurf- um góða blöndu af ungu kraftmiklu fólki og eldra reynslumeira fólki.“ Bryndís segist styðja þann sem er formaður flokksins á hverjum tíma. Aðspurð hvort hún telji Birki Jón vera framtíðarleiðtoga flokksins svarar hún: „Birkir Jón er klárlega einn af fyrstu kostunum sem kemur til greina ef það á að skipta um forystu.“ Út með þau öll Hallur Magnússon, fyrrverandi miðstjórnarmaður í Framsóknar- flokknum og einn af helstu banda- mönnum Óskars Bergssonar for- manns borgarráðs, fór mikinn á bloggsíðu sinni um helgina, þar sem hann lagði til að flýta flokksþingi Framsóknarflokksins til 1. desem- ber. Hann segir að efni flokksþings ætti að vera þríþætt. Í fyrsta lagi að flokkurinn taki skýra afstöðu til þess hvort ganga eigi til aðildarviðræðna um Evrópusambandið. Í öðru lagi að kjósa nýja forystu í flokkinn. „Það er deginum ljósara að núverandi for- ysta Framsóknarflokksins er ekki að ná flokknum upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið – þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur gersamlega mistekist við stjórn landsins. Því þarf nýja for- ystu,“ skrifar hann á blogginu. Hann nefnir nöfn nokkurra framsóknar- manna og vekur athygli að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir eru ekki meðal þeirra sem hann nefnir. Hann klykkir út með því að hvetja til þess að þeir þingmenn Fram- sóknarflokksins sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn taki persónulega á sig ábyrgð með því að segja af sér þingmennsku og hleypa nýju fólki að. Hallur segir í samtali við DV að bloggfærslan hafi ekki verið samin á einni nóttu. „Ég hef talað við fjölda framsóknarmanna undanfarnar vik- ur og fengið mjög mikil viðbrögð. Ég hef til að mynda fengið á milli tut- tugu og þrjátíu tölvupósta frá fram- sóknarmönnum á öllum aldri sem hafa verið mér sammála. Því skal líka haldið til haga að ég hef verið gagnrýndur fyrir að taka þessa um- ræðu ekki innan flokksins. Ég mat það svo að svona umræða verður að vera opin og heiðarleg.“ Kannast ekki við þrýsting Aðspurður hvort hann stefni í formannsslag, neitar Birkir Jón því sjálfur. „Ég hef ekkert íhugað þetta og ég kannast ekki við slíkan þrýst- ing. Menn hafa verið mjög duglegir að tilnefna krónprinsa Framsókn- arflokksins á síðustu árum, en þeir spádómar hafa yfirleitt ekki ræst.“ Birkir Jón segist sjálfur vera á ágæt- um stað í pólitíkinni og hyggja ekki að svo stöddu á formannsframboð. Óskar styður Guðna Óskar Bergsson lýsir sjálfur yfir stuðningi við formann flokks- ins. „Ég tel að hluti af því að vinna að endurreisn flokksins sé að allir standi saman og það er mikilvægt að grípa ekki til örþrifaráða þó hlut- irnir gerist ekki nógu hratt.“ Hann bendir á að núverandi for- maður hafi tekið við stjórnartaum- unum við erfiðar aðstæður og það sé eðlilegt að það taki flokkinn tíma að ná fyrri styrk. Vissulega gæti óþreyju þegar flokkurinn lyftir sér ekki í skoðanakönnunum. „Ég tel að það sé ekki góð póli- tík að láta skoðanakannanir ráða ákvörðunum sínum. Forysta flokks- ins er kosin og það er best að menn standi saman og styðji kjörna full- trúa,“ segir hann. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég hef talað við fjölda framsóknarmanna und- anfarnar vikur og fengið mjög mikil viðbrögð. Ég hef til að mynda fengið á milli tuttugu og þrjátíu tölvupósta frá framsóknarmönnum á öllum aldri sem hafa verið mér sammála.“ Óróleiki er innan Framsóknarflokksins vegna slæmrar stöðu hans. Hallur Magnússon, fyrrverandi mið- stjórnarmaður, kallar eftir því að ný forysta taki við. Ungliðahreyfingin kallar einnig eftir endurnýjun. Allir verða að standa saman, segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins. VILJA NÝJA FORYSTU Ólík örlög Sæunn Stefánsdóttir féll af þingi í síðustu kosningum en guðni varð formaður eftir kosningar. nú renna sumir hýru auga til birkis Jóns Jónssonar sem formannsefnis og fulltrúa nýrrar kynslóðar. Guðni Ágústsson segist finna fyrir miklum stuðningi innan Framsóknarflokksins: „Ég tók við Framsóknarflokknum að af- loknum síðustu kosningum. Formaður hans, Jón Sigurðsson, féll í þeim kosning- um og hvarf úr pólitík. Áfallið að missa for- manninn og fimm þingmenn var stórt og sársaukinn mikill fyrir flokksmenn,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Ég hef hins vegar átt því láni að fagna í pólitískum störfum mínum, að ég hef búið við traust í mínum flokki og reyndar í þjóðfélaginu. Ég sá ekki ástæðu til að flýja af hólmi. Það er okkar þingmanna flokksins að byggja flokkinn upp á ný með grasrótinni. Það geta allir gert sér grein fyrir því að það er mikið verk að byggja upp stjórnmálaflokk sem fer illa í kosningum. Það gerir ekki einn maður og það veltur ekki á formanninum einum. Við þurfum trúverðugleika og sam- stöðu. Framsóknarmenn yfir höfuð kenna mér ekki um fall flokksins. Fremur er það spillingarumræða og persónulegar árás- ir sem nokkrir lykilmenn flokksins bjuggu við og síðan of langt samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn. Ég hef sem formaður farið um landið, þar á meðal hér á höfuðborgarsvæð- inu. Það hafa verið mjög fjölmennir og góð- ir fundir. Mér hefur verið vel tekið af flokks- mönnum.“ Spurður um afdráttarlausar skoðan- ir Halls Magnússonar á bloggi sínu svarar Guðni: „Ég sé alls konar menn blogga og spyr mig gjarnan hvað gerist í sál þeirra sumra. Þeir menn sem eru á bloggi ættu kannski að fella færri dóma yfir heiðarlegu fólki. Að halda því fram að Framsóknarflokkurinn eigi að losa sig við alla þá menn og konur sem hafa verið ráðherrar er ódrengilegt og ekki líkt þeim Halli sem ég þekki.“ Guðni segir að lágt fylgi flokksins hafi ver- ið viðbúið, þar sem sagan sýni að þá stjórn- málaflokka sem hafi tapað styrk taki tíma að byggja upp á ný. „Capacent Gallup var þó að mæla okkur nærri kjörfylgi í lok október. Þú skalt gá að því að þegar stjórnmálaflokkur er tapari í kosningum þá tekur það tíma að afla fylgis á ný, byggja upp traustið og sætta flokksmenn við flokkinn á nýjan leik. Fram- sóknarflokkurinn er þó að mælast sæmileg- ur í landsbyggðarkjördæmunum þó það sé langt frá hans fyrri stöðu. Í Reykjavík er nú viðspyrna með Óskari Bergssyni og hans fólki. Framsóknarmenn hafa tekist á um að- ild eða ekki aðild að Evrópusambandinu. Ég reyndi strax að ná sátt í þeirri umræðu og hef ekkert hvikað frá þeirri stefnu,“ segir hann og bætir við: „Þar er ég á fullu í þeim verkefnum sem for- ysta flokksins hefur heitið og miðstjórnarfundurinn í vor ákvað. Einhverj- ir halda að vísu öðru fram sem vilja fara enn hraðar, en flokksþing- ið ræður í þessari stefnumörkun sem ann- arri.“ valgeir@dv.is Á fullu í vinnu fyrir flokksmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.