Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 18
fimmtudagur 6. nóvember 200818 Vesturland Sveitamarkaður í sláturhúsinu Við bæinn Laxárbakka í Leirársveit hefur Ingvar Gunnarsson haldið úti sveitamarkaði síðastliðin fjögur ár. Þeir sem eiga leið norð- ur yfir heiðar hafa sjálfsagt flestir veitt stórum auglýsingaborðanum eftirtekt. Sumir hafa lit- ið inn og athugað hvað er í boði. Innandyra er fólk hvaðanæva að af land- inu að selja vöru úr sinni sveit. Sumir selja matvæli, fiskmeti og fleiri afurðir. Aðrir bjóða bæði handverk, listmuni og fleira, breytilegt eftir því hverjir eru á markaði í hvert skipti. „Sjálfur sel ég fyrst og fremst fisk,“ segir Ingvar, sem áður rak verslunina Svalbarða í Reykja- vík. Ingvar er því ekki hinn eiginlegi Laxár- bakkabóndi. „Húnæðið er gamalt sláturhús sem var í eigu Sláturfélags Suðurlands,“ seg- ir Ingvar. „Ég hef unnið að því hörðum hönd- um að breyta húsnæðinu til þess að nýta það í aðra hluti.“ Þegar hjónin komu sér fyrir á Laxárbakka fyrir fjórum árum síðan, byrjuðu þau á því að breyta hluta húsnæðisins og byggja við þannig að úr varð íbúðarhúsnæði. „Ég hef svo verið að puða við að fá leyfi fyrir frekari breyting- um. Núna er ég að breyta stórum hluta af hús- inu í tólf litlar stúdíóíbúðir sem við ætlum að leigja út til starfsmanna á Grundartanga sem er hérna í næsta nágrenni við okkur,“ heldur Ingvar áfram. En er hægt að draga fram lífið eingöngu með því að reka sveitamarkaðinn? „Við rek- um hér mötuneyti og seljum mat til iðnaðar- manna í nágrenninu. Við gerum ráð fyrir því að halda áfram þótt nú verði einhver sam- dráttur. Fólk þarf að halda áfram að lifa og borða.“ Inni í stóra salnum þar sem sölubásarnir eru kennir ýmissa grasa. Þar sitja meðal ann- ars vinkonurnar Hrönn Eggertsdóttir og Sig- ríður Hjartardóttir, báðar prjónandi. „Það er ég sem mála myndirnar,“ segir Hrönn. „Sigríð- ur sér um handverkið,“ bætir hún við. Skammt undan sitja langfeðginin Leifur Ívarsson og Ása Laufey Sigurðardóttir. Leifur og kona hans vinna ýmislegt handverk og listmuni, ásamt því að mála málverk. „Hún Ása er barnabarn mitt og er hérna að hjálpa mér við að selja,“ segir Leifur. Þau eru frá Akranesi. sigtryggur@dv.is Sveitamarkaður er haldinn á Laxárbakka í Leirársveit, fjórða sumarið í röð: Málverk og prjónaskapur vinkonurnar Hrönn eggertsdóttir og Sigríður Hjartar- dóttir selja sínar vörur á sveitamarkaði. Leifur og Ása Leifur Ívarsson málar myndir og býr til listmuni. barnabarnið, Ása Laufey, aðstoðar við að selja. Gómsætt gæðafóður ingvar heldur í hefðir verslunarinnar Svalbarða og selur fisk og f leira. Myndir SiGTryGGUr ingvar Gunnarsson Áður en ingvar keypti gamalt sláturhús í Leirársveit rak hann verlsunina Svalbarða í reykjavík. Flókarnir fléttaðir burt „Þetta er námskeið fyrir mömmuna og pabb- ann, ömmuna eða afann,“ segir hársnyrti- meistarinn Stefanía Sigurðardóttir, eigandi hársnyrtistofunnar Mozart á Akranesi sem stendur fyrir námskeiði í Brekkubæjarskóla næsta laugardag milli klukkan ellefu og eitt undir yfirskriftinni Flóki og tár. „Þarna mun ég aðallega vera að kenna einfaldar og léttar greiðslur í hárið á stelp- um svo sem tíkó, flottar fléttur og fleira í þeim dúr. Það er svo gaman að geta gert eitt- hvað sjálfur í hárið á stelpunum sínum þeg- ar þær eru til dæmis að fara í afmæli. Svo ætla ég líka að fara aðeins yfir almenna um- hirðu á hárinu.“ Pabbarnir mæta líka Stefanía segir mikilvægt að nota réttar vörur í hárið á litlu dömunum til að forðast flóka. „Ef maður er ekki að nota rétt efni í hárið getur það leitt til mikils hárflóka líkt og hjá okkur fullorðna fólkinu.“ Að sögn Stefaníu er áhuginn á námskeið- inu ekki minni hjá karlmönnum en kven- fólkinu. „Það er í rauninni alveg jafnt hlutfall karla og kvenna sem hafa skráð sig á nám- skeiðið svo pabbarnir eru alveg jafnáhuga- samir um að geta haft stelpurnar sínar fínar um hárið. Svo ef það verður vel mætt á þetta námskeið eru allar líkur á að ég haldi fram- haldsnámskeið seinna þar sem ég sýni þá ör- lítið flóknari greiðslur.“ tvær dömur í sýnikennslu Sjálf verður Stefanía með tvær ungar dömur með sér á námskeiðinu sem hún mun nota í sýniskennslu. „Stelpurnar eiga ekki að koma með á námskeiðið heldur sýni ég bara greiðslurnar á tveimur dömum sem ég fékk til liðs við mig.“ Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Sí- mennt á Vesturlandi í síma: 437-2390. Engir flókar eða tár hér Stefanía Sigurðardóttir að greiða Höllu margréti, vinkonu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.