Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 21
fimmtudagur 6. nóvember 2008 21Vesturland „Þetta er fjórði söngleikurinn sem við setjum upp og okkur fannst tími til að breyta aðeins til og taka sögu sem tengist námsefninu okkar,“ segir Einar Viðarsson, leikstjóri og einn þriggja höfunda söngleiksins Vítahrings sem Grunda- skóli á Akranesi frumsýnir í dag. Söngleikurinn er byggður á samnefndri sögu Kristínar Steins- dóttur en hún er aftur byggð á Harðar sögu Grímkelssonar sem er ein Íslendingasagna. „Við lögðum líka upp með þessa sögu vegna þess að hún tengist svæðinu okkar og Hvalfirð- inum. Við ákváðum því að tengja þetta saman og poppa kannski aðeins upp Íslendingasög- urnar í söngleik,“ segir Einar og hlær. 80 krakkar koma að söngleiknum Sagan fjallar um örlög Harðar og manna hans sem lifa í skugga hræðilegra atburða en í söngleiknum er tekinn örlítið annar vink- ill á söguna. „Við skyggnumst aðeins á bak við tjöldin og horfum meira á atburðina í gegnum krakkana í sögunni og þá sérstaklega með aug- um Grímkels, sonar Harðar,“ lýsir Einar. Auk hans eru höfundar Flosi Einarsson og Gunn- ar Sturla Hervarsson en þeir eru allir kennarar við Grundaskóla. Leikstjórn er í höndum Ein- ars og Gunnars og Flosi er tónlistarstjóri. Lögin og textarnir voru hins vegar samvinnuverkefni allra félaganna þriggja og segir Einar lögin vera afar fjölbreytt. Aðalnúmerin eru þó vitanlega krakkarnir; nemendur í 8. til 10. bekk Grundaskóla. Áttatíu krakkar koma að uppfærslunni á einn eða ann- an hátt, þar af eru þrjátíu og fimm með hlutverk í söngleiknum á meðan aðrir eru til að mynda í hári og förðun, vinnu við leikskrána og miða- sölu. „Verkefnið heilt yfir er því rosalega mikill skóli,“ segir Einar. „Og þetta hefur gengið lygi- lega vel, eins og í hin skiptin sem við höfum sett upp söngleik. Krakkarnir eru líka frábærir. Þeir eru svo opnir og áhugasamir um verkefnið.“ Betri námsárangur Fyrsti söngleikurinn sem Grundaskóli setti upp var Frelsi, árið 2002, Hunangsflugur og villikettir fylgdi í kjölfarið þremur árum síðar og Draumaleit var svo sett upp í fyrra. Að með- altali hafa hátt í tvö þúsund og fimm hundr- uð manns séð hverja uppfærslu auk þess sem geisladiskar með tónlistinni hafa selst mjög vel. Þremenningarnir Einar, Gunnar og Flosi hafa staðið á bak við alla söngleikina og eru hvergi nærri hættir. Það sé enda ekki hægt þeg- ar horft er til þess hversu efnilegir listamenn séu í Grundaskóla. „Ég held að við eigum ótrúlega efnilega krakka hérna á Akranesi. Þessum krökkum eru allir vegir færir í framtíðinni, hvort sem er í leik, dansi eða söng. Það sem stendur líka upp úr í þessu er að krakkarnir eru að ná betri námsár- angri eftir að hafa tekið þátt í svona verkefni. Þetta sýndi athugun sem kennaranemar gerðu eftir uppfærsluna á Hunangsflugum og villi- köttum. Þetta er nefnilega svo mikill agi.“ Frumsýningin í kvöld hefst klukkan 20 og er uppselt á hana en næstu sýningar eru á laugar- dag og sunnudag. Miðasala er í síma 433 1400 á skrifstofutíma. Nemendur í Grundaskóla á Akranesi frumsýna söngleikinn Vítahringur í kvöld. Þetta er fjórði söngleikurinn sem nemendur skólans setja upp á síðustu sex árum. Annar leikstjóranna, Einar Viðarsson, segir krakkana ná betri árangri í skólanum eftir að hafa tekið þátt í svona verkefni. Söngleikir stuðla að betri námsárangri Einar Viðarsson, höfundur og leikstjóri „Þessum krökkum eru allir vegir færir í framtíðinni, hvort sem er í leik, dansi eða söng,“ segir einar. Í karakter einn leikari framtíðarinnar í karakter á æfingu. Eftirvænting eftirvæntingin leynir sér vart í augum þessarar stúlku í stund milli stríða á æfingu. Æfing Krakkarnir hafa æft stíft undanfarið. Þjóðinni blæðir út „Bankarnir höfðu farið fram með slík- um ólíkindum að þjóðin var orðin veð- sett fyrir hundruð milljarða. Og það án þess að nokkur hafi verið látinn vita.“ ir hafa farið mjög illa út úr kvótaskerðingum und- anfarinna ára. Hins vegar hefur mesta þenslan náð um það bil frá Selfossi, um höfuðborgar- svæðið og nánast upp í Borgarnes, ásamt auðvit- að Austfjörðum. Það eru þessir staðir sem verða harðast úti núna.“ Vilhjálmur útskýrir að margar fjölskyldur muni ganga í gegnum gríðarlega sársaukafulla tíma á næstunni. „Það má ekkert fara í grafgöt- ur með það. Fólk er mjög skuldsett og menn geta reynt að setja sig í spor þeirra sem núna eru að missa lífsviðurværið. Í hvers lags ástandi eru þessar fjölskyldur? Það er varla hægt að útskýra hversu sárt þetta er fyrir fólk. Nú verðum við að vonast til þess að þessi dýfa verði sem allra styst. Ég ber töluverðan kvíðboga fyrir því að þetta ástand muni vara lengur en góðu hófi gegnir.“ stéttarfélögin mikilvæg „Ef verkalýðs- og stéttarfélög eru einhvern tímann mikilvæg, þá er það á tímum sem þess- um,“ segir Vilhjálmur. „Í morgun var ég í fyrir- tæki þar sem þrettán var sagt upp. Í sömu andrá var tilkynnt um breytingu á vaktafyrirkomulagi á þessum vinnustað sem á að taka gildi eftir þrjá daga. Þessar aðgerðir eru andstæðar öllum regl- um í kjarasamningum. Þetta fyrirtæki, og öll önn- ur, verður auðvitað að fara eftir þeim reglum sem gilda um íslenskan vinnumarkað, burtséð frá því hversu framandi og erfiðar aðstæðurnar eru.“ Hann segir að nú sé mikil hætta á því að þeir sem neyðist til þess að þiggja atvinnuleysisbæt- ur hætti að greiða félagsgjöld í stéttarfélög. Fólk missi þá sín réttindi til lögfræðiaðstoðar, sjúkra- dagpeninga og önnur réttindi sem fylgi því að greiða félagsgjöldin. „Þess vegna er mjög áríð- andi fyrir þá sem sækja um atvinnuleysisbætur að haka við reitinn þar sem gefinn er kostur á því að halda áfram að greiða félagsgjöld.“ Hann segir að eins og nú ári minnki greiðslur til Verkalýðsfélags Akraness á sama tíma og út- gjöld félagsins aukist. „Það stendur alls ekki til að skerða réttindi fólks. Þetta er einfaldlega eitthvað sem við verðum að fylgjast grannt með.“ enginn lagði fyrir „Okkar vinna í verkalýðsfélögunum felst fyrst og fremst í því að veita félagsmönnum ráðgjöf og aðstsoð. Við veitum til að mynda ókeypis lög- fræðiaðstoð auk þess sem við sjáum um inn- heimtu á launum þegar til kastanna kemur.“ Fé- lagsmenn eigi rétt á bótum úr sjúkrasjóði auk þess sem hægt sé að sækja um styrki til endur- menntunar, styrki til sálfræðimeðferðar og ýmis- legs fleira. „Það er sennilega fyrst núna sem fólkið í land- inu byrjar að finna það hve sársaukafullar þess- ar hremmingar okkar eru. Það er ansi hætt við að meira eigi eftir að dynja á okkur af slíku, og þá verðum við í stéttarfélögunum að vera reiðubúin til þess að hjálpa,“ segir Vilhjálmur. „Það furðulegasta í þessu öllu er þó að fyr- irtækin í landinu, sem nú hafa farið í gegnum eitt blómlegasta hagvaxtarskeið Íslandssögunn- ar skuli ekki eiga neina varasjóði. Enginn virðist hafa lagt krónu fyrir.“ sigtryggur@dv.is Óselt og óklárað vilhjálmur bendir á að frost á fasteigna- markaði geti orðið til þess að lengja kreppuástandið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.