Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 26
fimmtudagur 6. nóvember 200826 Vesturland m yn d b r a g i Þ . j ó se ps so n Hrifinn af rómantískum kvenhetjum Síðasta orðið á Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann telur forsendu þess að end- urheimta traust vera að skipta út stjórn Seðlabankans og vildi helst gefa þjóðinni nýtt og betra samfélag. Guðbjartur felldi tár yfir ræðu Obama og biður fólk um að breyta réttlátri reiði í kraft til uppbyggingar. SíðaSta orðið Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „fara í sturtu.“ Hver er sérgrein þín í eldhúsinu? „fáar sérgreinar þar, skástur í að leggja á borðið, taka til mat og setja í uppþvottavélina.“ Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? „var alltaf hrifinn af rómatískum kvenhetjum. Lít þó ekki upp til neinna þeirra en nýt þess að sjá þær leika.“ Hvar ólst þú upp? „fæddur og uppalinn á akranesi, innfæddur Skagamaður.“ ef ekki alþingismaður, hvað þá? „Kennari, skólastjóri eða í uppeldisstörfum.“ Hvað drífur þig áfram? „Löngunin til að láta gott af mér leiða, gera heiminn betri, vera með fjölskyldunni og öðru góðu fólki.“ Hvernig hefur þú upplifað undanfarnar vikur? „Sem óvissuferð, þar sem maður fylgir einhverri leið, veit ekkert hvert stefnir, þar sem litlu hefur verið hægt að bjarga. verkefnið er að skerpa framtíðarsýnina og velja okkur aðra og betri leið en hingað til.“ Treystir þú stjórn seðlabanka Íslands? „Ég tel nauðsynlegt að skipta um stjórn í Seðlabankanum sem lið í endurreisninni. Það er forsenda þess að endurheimta traust.“ Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? „Svo mörg lög, nýt þess að hlusta á létt sönglög. Skátalögin gleðja mig alltaf, helst þegar við syngjum þau sjálf.“ Hver er uppáhaldsborgin þín? „Kaupmannahöfn, en London keppir þó við hana. Það er gott mannlíf á báðum stöðum. Ég hef búið í þeim báðum.“ Hvað hefur Vesturland fram yfir aðra landshluta? „frábæra náttúru og sögu. Yndislega staði og gott mannlíf. Hingað ættu allar helgarferðirnar af höfuðborgarsvæðinu að vera.“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „foreldrar mínir. einlæg, æðrulaus, heiðarleg, nægjusöm og full af réttlætiskennd.“ Hverju sérðu mest eftir? „Lít ekki oft til baka en hef örugglega gert mistök. velti mér þó ekki upp úr þeim. Ég vel að horfa fram á við.“ ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað myndirðu gefa henni? „nýtt og betra samfélag, sem byggir á meiri jöfnuði milli fólks og byggða og meira réttlæti. Ég held að fólk sé að læra nú að margt hefur meira gildi en peningar.“ Hvar líður þér best? „Heima með fjölskyldunni eða úti í náttúrunni. til dæmis á akrafjallinu. Konan myndi segja að mér liði best í vinnunni.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „botnsdalur var lengi efst á listanum. Snæfellsnesið með alla sína fallegu staði er efst á listanum einnig. Þá á Þórsmörk marga strengi í hjarta mínu. Ég fór þangað árlega með útskriftarnema og átti ógleymanlegar stundir.“ Hver er fremsti stjórnmálamaður heims fyrr og síðar? „Ég hef alltaf borið virðingu fyrir frelsis- og réttindabaráttu fólks og leiðtogum í þeirri baráttu. til dæmis martin Luther King og nelson mandela. Þeir komu upp í hugann eftir að hafa horft á Obama vinna í nótt.“ Hvenær felldir þú síðast tár? „Ég felli mjög oft gleðitár þegar eitthvað jákvætt gerist eða einhver fagnar. Síðast í nótt þegar Obama hélt ræðu og ég sá stemninguna, væntingar og vonir.“ Hvernig er heimilisverkunum skipt? „næsta spurning takk! Ég kem lítið að öllu, sé um bílinn, svolítið af lóðinni og þrif á ákveðnum stöðum hússins. Öðru get ég varla státað af.“ stundar þú líkamsrækt? „ekki eins og er, nánast enga. Þarf að koma því í lag, ganga meira og synda.“ Hvert er takmark þitt í lífinu? „að ná árangri í minni vinnu og gera eitthvert gagn. Halda heilsu, rækta fjölskylduna og ná að ferðast meira.“ Hvort ætti að leggja áherslu á stóriðju eða þróun hugvits? „Þróun hugvits. Stóriðjan er mjög mikilvæg, en við þurfum að auka fjöl- breytni.“ Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? „enga en hef lesið Harðarsögu Hólmverja oftar en einu sinni. Ég er með margar bækur og læt nægja að lesa þær einu sinni.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? „eitthvað tengt félags- og uppeldisstörfum.“ Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? „Kvöld með fjölskyldunni eða félögum og vinum. góður matur og notaleg samvera.“ Hver er þinn helsti kostur? „Ég er umburðarlyndur. Ég reyni alltaf að sjá lausnir og ljósar hliðar á hlutunum og hef þolin- mæði.“ Hvar liggur ábyrgðin vegna núverandi ástands? „Ég hef mikið velt fyrir mér hugtakinu ábyrgð. ef átt er við hvað veldur núverandi ástandi þá liggur ábyrgðin víða. Hún liggur í lagaumhverfi sköpuðu af stjórnmálamönnum, einstaklingum í fjármálaheiminum, þar með talið á Íslandi, bönkum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa sýnt græðgi, einstaklingshyggju og fyrirhyggjuleysi í sínum rekstri. margar rangar ákvarðanir stjórnvalda, ekki hvað síst Seðlabanka og ríkisstjórnar á þenslutímum síðastliðinna ára. við öll sem tókum þátt í dansinum og neyslunni og auðvitað núverandi eftirlitsstofnanir og stjórnvöld. Þar með talin ríkisstjórn og alþingi í einhverjum mæli. Það á eftir að skýrast betur.“ Finnst þér gaman í vinnunni? „Já, ég geng alltaf jákvæður til verka. verð þó að viðurkenna að síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar. en verkefnin eru til að leysa þau af bestu getu.“ Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð? „Æðruleysi en um leið að nýta óánægju og reiði til jákvæðra hluta fyrir eigin fjölskyldu og vini og til breytinga á þjóðfélaginu. við þurfum öll að endurskoða gildin og sameiginlega þurfum við að lágmarka skaðann.“ síðasta orðið? „Ég vona að þrátt fyrir misgjörðir síðustu ára og fjármálalega erfiðleika þjóðarinnar takist okkur í sameiningu að breyta réttlátri reiði í kraft til að byggja upp betra samfélag, með meira jafnræði og réttlæti.“ ásgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.